Mig dreymdi óvenjulega í nótt. Ég var nýkomin í fangelsi og átti að afplána 1 árs dóm fyrir glæp sem ég framdi en man ekki hver var. Fangelsið sjálft var ekki eins og í bíómyndum heldur minnti það meira á hótel eða heimavistarskóla - en fangelsi engu að síður. Draumurinn gekk út á það að ég var að reyna að koma mér fyrir og sætta mig við orðinn hlut. Reyna að komast inn í rútínu svo þessir 365 dagar gætu farið að líða. Mér leið samt ekki það illa við þurfa að afplána dóm fyrir einhvern glæp sem ég var sek fyrir. Það sem aðallega lagðist á sálina var að enginn vildi segja mér hvernig þessi staður virkaði. Ég gat ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað mætti og hvað ekki og hvað ég ætti og ætti ekki að gera. Þurfti því að þreifa mig áfram í blindi og reka mig á reglurnar. Mjög óþæglegt sem hafði þær afleiðingar að ég missti alla sjálfstjórn og öskraði yfir alla að enginn vildi segja mér neitt, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera o.s.frv. Stjórnandi fangelsins var mjög skilningsríkur (skilningsrík?) og fór með mig inn á skrifstofu að ræða málin. Og meira man ég ekki.
Er einhver sem treystir sér til að túlka þessar stórmerkilegu draumfarir? Er ég kannski búin að horfa aðeins of mikið á
Oz? Fangelsið sem ég var í minnti á engan hátt á þann ágæta þátt. Í fyrsta lagi er ég kvenkyns. Nokkuð mikilvægur punktur finnst mér. Ég sá ekki eina glerhurð - engin eiturlyf, slagsmál, morð, nauðganir, presta eða söngleiki. Þau vandamál sem ég var að kljást við minntu í engu á þau vandamál sem oftast er fjallað um í
Oz.
Annars er ég bara nokkuð sátt við lífið nú þegar ég er orðin frjáls sem fuglinn á ný. Árstíðirnar farnar að haga sér samkvæmt áætlun: loksins er komið almennilegt íslenskt veður - norðanátt, ískaldur vindur ásamt sól í heiði. Nú er ég aftur farin að kannast við mig á Íslandi. Ég er jafnvel farin að
gera mér vonir um vetur búast við vetri!
Kannski lækkandi loftþrýstingur komi af stað þunglyndislegum draumförum?
Which Oz character are YOU?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli