Gleðileg jól!
miðvikudagur, desember 24, 2008
þriðjudagur, desember 23, 2008
Desembermánuði tókst að vera jafn annasamur og aðrir mánuðir til þessa. Afmæli voru tekin með trukki - bæði mitt og pabba. Hann smalaði öllum dönskudveljandi fjölskyldumeðlimum í julefrokost í Kaupmannahöfn í tilefni af sjötugsafmælinu en ég hélt - í fyrsta skipt - kvöldverðarboð fyrir vini mína. Kölluðu þessir viðburðir bæði á all mikla skipulagninu fyrirfram svo og veglega afslöppun til þess að ná sér eftir á.
Í gegnum hamagang þennan allan tókst mér að klára jólagjafainnkaupin en á meðan sat ritgerðin á hakanum. Ég vona bara að leiðbeinandinn fyrirgefi mér - ég hef ekki talað við hann síðan í nóvember. Væntanlega tekst mér að komast í skriftastuð eftir mesta jólahasarinn.
Annars lítið að gerast. Jú, Reifararottur rumskuðu úr djúpum dvala og tjáðu sig um jólahátíðina.
Í gegnum hamagang þennan allan tókst mér að klára jólagjafainnkaupin en á meðan sat ritgerðin á hakanum. Ég vona bara að leiðbeinandinn fyrirgefi mér - ég hef ekki talað við hann síðan í nóvember. Væntanlega tekst mér að komast í skriftastuð eftir mesta jólahasarinn.
Annars lítið að gerast. Jú, Reifararottur rumskuðu úr djúpum dvala og tjáðu sig um jólahátíðina.
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Ég er haldin jólatrega. Held hann sé landlægur. Mig langar mest til að skipta um stöð þegar jólaauglýsingarnar birtast. Hef enga lyst á smákökum eða jólaöli. Þjóðmálstress í bland við skólastress er ekki mjög hátíðarhvetjandi. Ég veit satt að segja ekki hvað ég get gert til að koma mér í þetta jólaskap en finnst einhvern veginn að mér beri skylda til að bretta upp ermar og láta verða af því. Það er kominn tími á jólagjafakaup ef ekkert annað - sem þarf að gerast áður en ég fer til Danmerkur í næstu viku. Ég er bara ekki að meika enn einn hlut til að velta mér upp úr. Mælirinn reynist nefnilega vera yfirfullur.
Björtu hliðarnar ... björtu hliðarnar ... Er sæmilega vel sett jólafatalega séð. Og það verður steik á aðfangadagskvöld. Og kannski smá hlé á geðveikinni.
Björtu hliðarnar ... björtu hliðarnar ... Er sæmilega vel sett jólafatalega séð. Og það verður steik á aðfangadagskvöld. Og kannski smá hlé á geðveikinni.
laugardagur, nóvember 22, 2008
Kvikmynd dagsins er Ironed Jawed Angels. Hún fjallar um baráttu bandarískra kvenna í byrjun 20. aldar fyrir kosningarétti:
Þær stunduðu eingöngu friðsæmleg mótmæli og hlutu að launum fangelsisvist fyrir að efla til óeirða (þeirra karla sem veittust að þeim). Þá lögðust þær í hungurverkfall. Á meðan aðrir hópar kvenna kusu að bíða eftir að stjórnvöld vinsamlegast veitti þeim réttindi þorðu þessar konur að berjast fyrir sínum og þegar til kom, var það það sem til þurfti. Stundum þarf að hrifsa til sín réttinn og þegar ýtt er á - ýta fastar á móti. Þetta vissi Rosa Parks svo og Stonewall mótmælendurnir. Enginn hefur nokkurn tímann komið réttlæti til leiðar með því að sitja með hendur í skauti.
Þær stunduðu eingöngu friðsæmleg mótmæli og hlutu að launum fangelsisvist fyrir að efla til óeirða (þeirra karla sem veittust að þeim). Þá lögðust þær í hungurverkfall. Á meðan aðrir hópar kvenna kusu að bíða eftir að stjórnvöld vinsamlegast veitti þeim réttindi þorðu þessar konur að berjast fyrir sínum og þegar til kom, var það það sem til þurfti. Stundum þarf að hrifsa til sín réttinn og þegar ýtt er á - ýta fastar á móti. Þetta vissi Rosa Parks svo og Stonewall mótmælendurnir. Enginn hefur nokkurn tímann komið réttlæti til leiðar með því að sitja með hendur í skauti.
föstudagur, nóvember 14, 2008
föstudagur, október 31, 2008
Leikfélagið Hugleikur frumsýnir stuttverkadagskrána „Ó, þessi tæri einfaldleiki“, föstudaginn 31. október kl. 20.00 í Listasafni Reykjavíkur. Frumsýnd verða níu ný stuttverk sem öll eiga það sammerkt að hafa afmæli sem þema. Sýningin markar þannig upphafið á afmælisári Hugleiks sem fagnar 25 ára starfsafmæli sínu leikárið 2008-2009. Leikstjórn stuttverkanna er í höndum félagsmanna, en tónlistarflutningi stjórnar Gunnar Ben. Aðeins verða þrjár sýningar á dagskránni og eru seinni sýningarnar tvær laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember, kl. 20.00 bæði kvöldin.
Verkin sem sýnd verða með smá umsögn um innihaldið:
Amma Lída eftir Árna Friðriksson í leikstjórn Harðar S. Dan
„Það er ekki tekið út með sældinni að vera amma."
Afmæli eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur
„Hversu langt er tilhlýðilegt að ganga? Til dæmis í landkynningu, morgunfegurð eða afmælisveislum? Fólk brallar ýmislegt á fyrrverandi strætóstoppum klukkan níu á sunnudagsmorgnum."
Á bekknum eftir Þórarin Stefánsson í leikstjórn Árna Hjartarsonar
„Að garðbekkjum frátöldum eru varla til betri staðir til að kynnast ókunnugum en afmælisveislur. Það jafnast fátt á við afmæli til að brjóta ísinn, enda eigum við það öll sameiginlegt að eiga reglulega afmæli. Er þá ekki upplagt að bjóða ókunnugum líka? Jafnvel í annarra veislur?"
Ágætt eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn höfundar
„Flest er ágætt. Þrátt fyrir allt og þegar allt kemur til alls."
Epík eftir Hörð S. Dan í leikstjórn Árna Friðrikssonar
„Hverju trúir þú? Á hvað trúir þú? Er nýr guð kominn til sögunnar? Hér eru trúarbrögð í tafli."
Maður og kona eftir Hörð S. Dan í leikstjórn Ragnhildar Sigurðardóttur
„Hvað ómar í hugum manns og konu? Hvað drífur samskipti þeirra áfram? Hver er að fara og hver er að koma? Verk um tvær manneskjur sem einhvern veginn eru alltaf á á leið í sitt hvora áttina."
Notaleg kvöldstund eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Ástu Gísladóttur
„Hversu langt þarf maður að ganga til að eiga eina notalega kvöldstund? Stundum er eina ráðið að hverfa inn í rómantík kvikmyndanna."
Ár og öld eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar
„Eftir langan og góðan svefn getur verið bæði gott og nauðsynlegt að leggja sig aftur og sofa lengur."
Þema eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Júlíu Hannam
„Er það klisjukennt að eiga afmæli - eða að halda upp á það - eða að segja frá því í afmælinu að maður sé að halda upp á það að eiga afmæli eða...?"
Miðapantanir á hugleikur.is
sunnudagur, október 26, 2008
Afleiðingar kreppunnar halda áfram að koma í ljós og sér örugglega ekki fyrir endann á því.
Hin hagsýna húsmóðir fór í búð um daginn og keypti til heimilisins. Ákvað í sparnaðarkasti að fjárfesta nú í maís í stað þess að kaupa örbylgjupopp. Einu sinni þótti það alveg nógu gott og hví ekki að taka upp gamla siði? Það er í tísku.
Poppaði síðan heilan pott eftir hálfgleymdri uppskrift og tókst fullkomlega. Trixið er að setja einn fullan lítinn kaffibolla af maís - það dugar í fullan pott af poppuðu poppi. Gómsætt og tilvalið.
Liðu nú nokkrir dagar og ég ákvað að endurtaka leikinn. Var orðinn slíkur töffari í þessari aðgerð að ég þóttist getta vippað réttu magni fram úr erminni án þess að brúka kaffibollann. Hellti beint í pottinn þar til mér þóttist vera komið botnfylli. Kannski bæta aðeins meira á. Síðan var poppað. Vel uppfyrir brúnina á pottinum og popp út um allt eldhús. Í tilraun til að bjarga því sem bjargað varð reyndi ég að hella úr yfirfullum pottinum í skál án þess að allt færi út um allt. Var því ekki passa á mér útlimina og skellti hægri handleggnum undir pottinn.
Ái.
Hlaut prýðisstórt brunasár að launum og lét mér töffaraskapinn að kenningu verða. Kom aðeins helmingnum af poppinu niður. Daginn eftir var ég kominn með myndarlega blöðru á miðjum brunablettinum sem var ekki lengi að springa svo á það fór plástur. Kannski ekki alveg nógu stór fyrir allan brunablettinn en náði yfir blöðruna. Síðan hugsaði ég ekki um það í svona sólarhring.
Varð litið á plásturinn í dag og var klárlega kominn tími til að skipta. Vandast nú málið. Brunasárið - bæði það sem var blaðra og roði - var límt við plásturinn og fylgi honum af. Opið svöðusár á handlegg og engan á ég sjúkrakassann. Ég gerði það sem var sennilega skynsamlegast í stöðunni, vafði handleggnum laust inn í klósettpappír og brunaði út í apótek. Fékk þar sérhannaðann brunaplástur (ca. 750 kr. stykkið) og aðstoð lyfjakonunnar við að setja hann á. Og er bara hálfónýt. Sennilega var þetta miklu meira sár en ég gerð mér grein fyrir og ég hefði þurft að búa betur um þetta til að byrja með. Hvert einasta handtak er sársaukafullt og ég veigra mér við öllu átaki. Það er heldur ekkert sérstaklega þægilegt að blogga. Brunaplásturinn er svakalega sci-fi - rúðustrikaður, gelfylltur og gegnsær - þannig að hægt er að fylgjast með sárinu gróa frumu fyrir frumu. Öll stórvirki verða að fá að vera smávirki fyrst um sinn sem er bölvað þegar maður þarf að vera að undirbúa leikrit og djöflast í leikmyndasmíð og hvaðeina.
Og allt fjandans kreppunni að kenna.
Hin hagsýna húsmóðir fór í búð um daginn og keypti til heimilisins. Ákvað í sparnaðarkasti að fjárfesta nú í maís í stað þess að kaupa örbylgjupopp. Einu sinni þótti það alveg nógu gott og hví ekki að taka upp gamla siði? Það er í tísku.
Poppaði síðan heilan pott eftir hálfgleymdri uppskrift og tókst fullkomlega. Trixið er að setja einn fullan lítinn kaffibolla af maís - það dugar í fullan pott af poppuðu poppi. Gómsætt og tilvalið.
Liðu nú nokkrir dagar og ég ákvað að endurtaka leikinn. Var orðinn slíkur töffari í þessari aðgerð að ég þóttist getta vippað réttu magni fram úr erminni án þess að brúka kaffibollann. Hellti beint í pottinn þar til mér þóttist vera komið botnfylli. Kannski bæta aðeins meira á. Síðan var poppað. Vel uppfyrir brúnina á pottinum og popp út um allt eldhús. Í tilraun til að bjarga því sem bjargað varð reyndi ég að hella úr yfirfullum pottinum í skál án þess að allt færi út um allt. Var því ekki passa á mér útlimina og skellti hægri handleggnum undir pottinn.
Ái.
Hlaut prýðisstórt brunasár að launum og lét mér töffaraskapinn að kenningu verða. Kom aðeins helmingnum af poppinu niður. Daginn eftir var ég kominn með myndarlega blöðru á miðjum brunablettinum sem var ekki lengi að springa svo á það fór plástur. Kannski ekki alveg nógu stór fyrir allan brunablettinn en náði yfir blöðruna. Síðan hugsaði ég ekki um það í svona sólarhring.
Varð litið á plásturinn í dag og var klárlega kominn tími til að skipta. Vandast nú málið. Brunasárið - bæði það sem var blaðra og roði - var límt við plásturinn og fylgi honum af. Opið svöðusár á handlegg og engan á ég sjúkrakassann. Ég gerði það sem var sennilega skynsamlegast í stöðunni, vafði handleggnum laust inn í klósettpappír og brunaði út í apótek. Fékk þar sérhannaðann brunaplástur (ca. 750 kr. stykkið) og aðstoð lyfjakonunnar við að setja hann á. Og er bara hálfónýt. Sennilega var þetta miklu meira sár en ég gerð mér grein fyrir og ég hefði þurft að búa betur um þetta til að byrja með. Hvert einasta handtak er sársaukafullt og ég veigra mér við öllu átaki. Það er heldur ekkert sérstaklega þægilegt að blogga. Brunaplásturinn er svakalega sci-fi - rúðustrikaður, gelfylltur og gegnsær - þannig að hægt er að fylgjast með sárinu gróa frumu fyrir frumu. Öll stórvirki verða að fá að vera smávirki fyrst um sinn sem er bölvað þegar maður þarf að vera að undirbúa leikrit og djöflast í leikmyndasmíð og hvaðeina.
Og allt fjandans kreppunni að kenna.
mánudagur, október 20, 2008
Íslendingar eru ekkert ef ekki tækifærissinnar. Síðustu vikur hefur mikil reiði og depurð gripið þjóðina - skiljanlega - og eins til að vega uppi á móti því hefur þorri hennar skellt sér í nostalgíukast. Skyndilega dugar ekkert nema soðinn fiskur í hádeginu með kartöflum, smjöri og hamsatólg og prjónaskapur til dægrarstyttingar. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og einfaldleikinn skal ráða í lífsstíl.
Afneitun er s.s. á óeðilega háu stigi. Fólk hugsar með heimilislegri hlýju til fortíðarinnar og man aðeins það besta og notalegasta. Ég stóð mig sjálfa að finna gömlu dagana hríslast um kroppinn þegar ég kíkti inn í Pennann fyrr í dag og sá stóran rekka með öllum útkomnu Ísfólksbókunum - alveg eins og í gamla daga.
Málið er bara að ég á allar þessar bækur og hef marglesið. Þær duga ekki lengur. Nostalgían felst aðeins í smá hamingjukasti en nær aldrei að vera viðvarandi ástandi. Fiskur í hádeginu er fínn endrum og eins en þess á milli á fólk eftir að ætlast til þess að geta haft aðgang að öllu hinu sem það er búið að venjast og hugsar ekki út í að það gæti verið án. Það er ekkert mál að fórna sjónvarpi á fimmtudögum þegar allir eru hvort eð er að dánlóda. Við sem upplifðum alla þá hluti sem sitja nú ljómaðir fortíðarglansa vorum ekki svo uppnumin af þeim þegar þeir tilheyrðu nútímanum og við tókum pizzum, Stöð 2 og betri samgöngum fagnandi hendi.
Nú veit enginn hverstu slæmt ástandið getur orðið. Þurfa Íslendingar bara að verða aðeins hagsýnari í innkaupum eða erum við að tala stórfelldan niðurskurð á lífsstíl? Missum við símana, internetið, bílana, sumarfríið, veglegar jólagjafir, barferðir, nýja skó, betri vetrarkápu, námskeið og líkamræktarkort? Að maður tali nú ekki um allt hitt sem ég hef aldrei leyft mér? Fortíðin er nefnilega eins og hvert annað þriðja heims land: áhugavert heim að sækja - en mundum við virkilega vilja búa þar?
Afneitun er s.s. á óeðilega háu stigi. Fólk hugsar með heimilislegri hlýju til fortíðarinnar og man aðeins það besta og notalegasta. Ég stóð mig sjálfa að finna gömlu dagana hríslast um kroppinn þegar ég kíkti inn í Pennann fyrr í dag og sá stóran rekka með öllum útkomnu Ísfólksbókunum - alveg eins og í gamla daga.
Málið er bara að ég á allar þessar bækur og hef marglesið. Þær duga ekki lengur. Nostalgían felst aðeins í smá hamingjukasti en nær aldrei að vera viðvarandi ástandi. Fiskur í hádeginu er fínn endrum og eins en þess á milli á fólk eftir að ætlast til þess að geta haft aðgang að öllu hinu sem það er búið að venjast og hugsar ekki út í að það gæti verið án. Það er ekkert mál að fórna sjónvarpi á fimmtudögum þegar allir eru hvort eð er að dánlóda. Við sem upplifðum alla þá hluti sem sitja nú ljómaðir fortíðarglansa vorum ekki svo uppnumin af þeim þegar þeir tilheyrðu nútímanum og við tókum pizzum, Stöð 2 og betri samgöngum fagnandi hendi.
Nú veit enginn hverstu slæmt ástandið getur orðið. Þurfa Íslendingar bara að verða aðeins hagsýnari í innkaupum eða erum við að tala stórfelldan niðurskurð á lífsstíl? Missum við símana, internetið, bílana, sumarfríið, veglegar jólagjafir, barferðir, nýja skó, betri vetrarkápu, námskeið og líkamræktarkort? Að maður tali nú ekki um allt hitt sem ég hef aldrei leyft mér? Fortíðin er nefnilega eins og hvert annað þriðja heims land: áhugavert heim að sækja - en mundum við virkilega vilja búa þar?
föstudagur, október 17, 2008
Það gerðist heilmikið og skemmtilegt á æfingunni í gær. Kannski vegna þess að við bættum auka elementi inn í leikritið. Kannski vegna þess að ég kippti öllum ljósunum úr samband og notaðist bara við tvo gamla lampa til að lýsa upp sviðið. Segi ég ekki meira um það - forvitið fólk verður bara að koma á sýninguna eftir tvær vikur ;)
Einhverra hluta vegna fannst okkur þetta vera hinn ákjósanlegasti tími til að taka myndir. Símamyndir í myrkvuðu herbergi með takmarkaðri lýsingu eiga alltaf á brattann að sækja. Þessar hafa verið gífurlega fótósjoppaðar en eru þó ekki betri en svo að saman gera þær kannski eina almennilega mynd.
Leikararnir - Gummi, Rósa og Guðrún
Einhverra hluta vegna fannst okkur þetta vera hinn ákjósanlegasti tími til að taka myndir. Símamyndir í myrkvuðu herbergi með takmarkaðri lýsingu eiga alltaf á brattann að sækja. Þessar hafa verið gífurlega fótósjoppaðar en eru þó ekki betri en svo að saman gera þær kannski eina almennilega mynd.
Leikararnir - Gummi, Rósa og Guðrún
miðvikudagur, október 15, 2008
Við Auður settumst niður fyrir stuttu og höfðum notalegt vídeókvöld. Kíktum þar á hina finnsku, þöglu, svarthvítu, natúralisma mynd Juha frá árin 1999 - mikil skemmtun. Og svo frönsku söngvamyndina Les Chansons d'amour - eða Ástarsöngvar - frá árinu 2007 (sjá dvd link hér til hægri) sem ég hefði verslað á Amazon í einhverju bríeríi í haust (að sjálfsögðu vel f.K - fyrir Kreppu).
Okkur fannst hún reyndar frekar ruglingsleg í byrjun og aðalpersónan pirrandi en svo vann hún á. Ég kíkti á myndin aftur um helgina - vildi sjá hvort hún virkaði betur nú þegar ég vissi alla söguna fyrir fram. Hún gerði það - ætlan persónanna kannski ekki svo mikið skýrari en mun ljósara hvers vegna svo var. Hún ku líka vera að hluta til byggð á atburðum í lífi leikstjórans og höfundar tónlistar sem eru gamlir vinir. Ekki vildi samt betur til en svo að ég fékk myndina gjörsamlega á heilann - sérstaklega eftir að ég komst að því að soundtrackið er hið ákjósanlegasta undirspil við lærdóminn. Ljúfir tónar - gjörsamlega óskiljanlegur texti (fyrir frönskufatlað fólk):
Okkur fannst hún reyndar frekar ruglingsleg í byrjun og aðalpersónan pirrandi en svo vann hún á. Ég kíkti á myndin aftur um helgina - vildi sjá hvort hún virkaði betur nú þegar ég vissi alla söguna fyrir fram. Hún gerði það - ætlan persónanna kannski ekki svo mikið skýrari en mun ljósara hvers vegna svo var. Hún ku líka vera að hluta til byggð á atburðum í lífi leikstjórans og höfundar tónlistar sem eru gamlir vinir. Ekki vildi samt betur til en svo að ég fékk myndina gjörsamlega á heilann - sérstaklega eftir að ég komst að því að soundtrackið er hið ákjósanlegasta undirspil við lærdóminn. Ljúfir tónar - gjörsamlega óskiljanlegur texti (fyrir frönskufatlað fólk):
þriðjudagur, október 07, 2008
Það eru svokallaðir mánudagstónleikar uppi í Tónó næstkomandi mánudag kl. 19:30. Mér var sagt að smala fólki á þá - þannig að allir eru velkomnir. Ég mun syngja þar tvö angurvær íslensk lög og er annað þeirra mér sérstaklega hugleikið á þessum síðustu og verstu. Á æfingu í gær fannst kennara ég vera að ná að lifa mig inn í textann og spurði um inspirasjón - ég sagði henni að ég hefði sett mig í spor Geirs H. Haarde að ákalla íslensku þjóðina.
Það smellpassar - sjá:
Ektamakinn elskulegi
Ektamakinn elskulegi
útvalinn á gleðidegi
kær skal mér, en öðrum eigi
ann eg meðan lifir sá.
Þegar vetrarkuldinn kemur,
krapahríðum yfir lemur,
æskilega okkur semur,
inni í hreiðri kúrum þá.
Sumarblíða sefar mæði,
sofum við þá úti bæði,
og þó á vetrum vart sé fæði,
vöktum það sem frekast má.
Í sparsemi af því neytum,
um annarra ei ríkdóm skeytum,
unum hag og hvergi breytum,
hagkvæm þykir byggðin smá.
Skorti brauðs ei skulum kvíða,
skaparinn vill það ekki líða;
dreifir hann um foldu fríða
fræi því, er seðjumst á.
Það væri skemmtilegt verkefni fyrir fyrsta árs bókmenntafræðinema að rýna í línur ljóðsins og skýra í ítarlegu máli (dreifir hann um foldu fríða/fræði því er seðjumst ár = þarna er verið að minna á þær auðlindir sem landið býr yfir og hvetja íslensku þjóðina til að nýta þær til hins ýtrasta, það sé vilji Guðs, gæti einnig átt við um fjallagrös). Ég treysti hins vegar á túlkunargetu lesenda.
Bókmenntafræðingar sumir hverjir hafa einnig kosið að túlka textann sem ástaróð Haarde til Bubba kóngs. Hann er eignaður Hallgrími Péturssyni en ku víst vera eftir Séra Björn Halldórsson og saminn á 18. öld. Sannspár maður þar.
Lagið er hins veger nýlegt og eftir Tryggva M. Baldvinsson sem gefur upp tóndæmi á heimasíðu sinni. Svona ef fólk skyldi vilja raula með yfir kornflexinu.
Það smellpassar - sjá:
Ektamakinn elskulegi
Ektamakinn elskulegi
útvalinn á gleðidegi
kær skal mér, en öðrum eigi
ann eg meðan lifir sá.
Þegar vetrarkuldinn kemur,
krapahríðum yfir lemur,
æskilega okkur semur,
inni í hreiðri kúrum þá.
Sumarblíða sefar mæði,
sofum við þá úti bæði,
og þó á vetrum vart sé fæði,
vöktum það sem frekast má.
Í sparsemi af því neytum,
um annarra ei ríkdóm skeytum,
unum hag og hvergi breytum,
hagkvæm þykir byggðin smá.
Skorti brauðs ei skulum kvíða,
skaparinn vill það ekki líða;
dreifir hann um foldu fríða
fræi því, er seðjumst á.
Það væri skemmtilegt verkefni fyrir fyrsta árs bókmenntafræðinema að rýna í línur ljóðsins og skýra í ítarlegu máli (dreifir hann um foldu fríða/fræði því er seðjumst ár = þarna er verið að minna á þær auðlindir sem landið býr yfir og hvetja íslensku þjóðina til að nýta þær til hins ýtrasta, það sé vilji Guðs, gæti einnig átt við um fjallagrös). Ég treysti hins vegar á túlkunargetu lesenda.
Bókmenntafræðingar sumir hverjir hafa einnig kosið að túlka textann sem ástaróð Haarde til Bubba kóngs. Hann er eignaður Hallgrími Péturssyni en ku víst vera eftir Séra Björn Halldórsson og saminn á 18. öld. Sannspár maður þar.
Lagið er hins veger nýlegt og eftir Tryggva M. Baldvinsson sem gefur upp tóndæmi á heimasíðu sinni. Svona ef fólk skyldi vilja raula með yfir kornflexinu.
fimmtudagur, september 25, 2008
Heyrðu mig nú - ég steingleymdi þessu.
Ég var víst búin að lofa að linka í ferðasöguna frá Riga þegar ég kláraði að skrifa hana. Það er meira að segja soldið síðan. Hana má finna í allri sinni heild inni á leiklist.is.
Ég var víst búin að lofa að linka í ferðasöguna frá Riga þegar ég kláraði að skrifa hana. Það er meira að segja soldið síðan. Hana má finna í allri sinni heild inni á leiklist.is.
miðvikudagur, september 24, 2008
Þetta árið eiga allir afmæli.
Merkilegt hvernig það gerist.
En enginn á afmæli í ár eins og Hugleikur. Núna standa fullt af leikstjórum sveittir yfir æfingum á fullt af stuttverkum og hafa rúman mánuð til stefnu. Þá verður blásið til allsherja amælisþemaðrar stuttverkahátíðar í fjölnotasal Listasafnsins. Takið helgina 31. okt - 2. nóv. frá.
Svo á pabbi afmæli í desember og ætlar að verða sjötugur. Ég veit ekki... hann ber það ekki með sér. Lítið bara á myndina hér til hægri - varla merkjanlegur munur. Hallast helst að því að hann sé að ljúga. Getur ekki verið að hann sé deginu eldri en 53. Sem gerir mig 19. Fínt mál.
Engu að síður skal haldið upp á tímamótin og ætlar öll fjölskyldan að hittast í Köben og endurnýja kynnin við íslenskuskotnu Daninna sem við erum skyld og halda ærlegt partý.
Svo á ég víst líka afmæli í desember og verð árinu eldri. Hef tekið þá ákvörðun að hér eftir teljast öll ár vera plús. Þetta árið verð ég +1. Á næsta ári +2 o.s.frv. Finnst það sérlega jákvæð stefna í mínu lífi. Tímamót eru bara til leiðinda. Nema auðvitað þegar þau gefa tilefni til partýhalds.
Og afmælisgjöfin ár (hinthint):
Má alveg vera jólagjöf líka.
Frá öllum sem ég þekki.
Merkilegt hvernig það gerist.
En enginn á afmæli í ár eins og Hugleikur. Núna standa fullt af leikstjórum sveittir yfir æfingum á fullt af stuttverkum og hafa rúman mánuð til stefnu. Þá verður blásið til allsherja amælisþemaðrar stuttverkahátíðar í fjölnotasal Listasafnsins. Takið helgina 31. okt - 2. nóv. frá.
Svo á pabbi afmæli í desember og ætlar að verða sjötugur. Ég veit ekki... hann ber það ekki með sér. Lítið bara á myndina hér til hægri - varla merkjanlegur munur. Hallast helst að því að hann sé að ljúga. Getur ekki verið að hann sé deginu eldri en 53. Sem gerir mig 19. Fínt mál.
Engu að síður skal haldið upp á tímamótin og ætlar öll fjölskyldan að hittast í Köben og endurnýja kynnin við íslenskuskotnu Daninna sem við erum skyld og halda ærlegt partý.
Svo á ég víst líka afmæli í desember og verð árinu eldri. Hef tekið þá ákvörðun að hér eftir teljast öll ár vera plús. Þetta árið verð ég +1. Á næsta ári +2 o.s.frv. Finnst það sérlega jákvæð stefna í mínu lífi. Tímamót eru bara til leiðinda. Nema auðvitað þegar þau gefa tilefni til partýhalds.
Og afmælisgjöfin ár (hinthint):
Má alveg vera jólagjöf líka.
Frá öllum sem ég þekki.
mánudagur, september 01, 2008
Yfirdráttarlán. Mikið glettilega er auðvelt að venjast þeim. Ég man ekki hvað ég búin að vera með slíkt lengi. Alltof lengi því ég er löngu hætt að geta hugsað í inneignum, aðeins skuldum.
Og svo tekur maður skyndilega eftir því að vaxtagreiðslunar eru ca. 8000 kr. á mánuði og ef ég tæki lífeyrissjóðslán til 5 ára mundi ég borga svipaða upphæð nema ég borgaði niður lánið líka. No brainer. Ég hef að vísu verið að borga niður yfirdráttinn en það gengur hægt og þetta er bara svo mihihiHI-klu hagstæðara. Eina gildran er sú að maður gæti frestast til að ná sér í annan jafn skæðan yfirdrátt. En þá er bara að vona að eitthvað hafi aukist á þroskann með árunum. 7-9-13.
Hugleikur er byrjaður á sínum barningi. Fyrsti samlestur fyrir afmælistengdu einþáttungasýninguna var haldinn í gær og þar var kominn haugur af nýjum þáttum ásamt haug af gröðum leikstjórum sem allir vildu negla það sama. Eða næstum því. Ég fékk þann sem ég vildi en ekki voru allir jafn heppnir. Ég fékk líka leikstjóra að þeim sem ég skrifaði og held bara að Unnur Gutt sé ákkúrat rétta manneskjan í djobbið. Ef ég hefði ekki skrifað hann hefði ég sennilega vilja leikstýra honum sjálf :þ Ég hef ekki ennþá prófað að leikstýra svona eintali. Grunar að það sé glettilega snúið.
Annars eru verkefnin bara byrjuð að hlaðast upp líkt og í fyrra og ég virðist ekki hafa þróað með mér hæfileikann til að segja nei á þessu ári sem liðið er. Spái taugaáfalli í kringum lok október.
Og svo tekur maður skyndilega eftir því að vaxtagreiðslunar eru ca. 8000 kr. á mánuði og ef ég tæki lífeyrissjóðslán til 5 ára mundi ég borga svipaða upphæð nema ég borgaði niður lánið líka. No brainer. Ég hef að vísu verið að borga niður yfirdráttinn en það gengur hægt og þetta er bara svo mihihiHI-klu hagstæðara. Eina gildran er sú að maður gæti frestast til að ná sér í annan jafn skæðan yfirdrátt. En þá er bara að vona að eitthvað hafi aukist á þroskann með árunum. 7-9-13.
Hugleikur er byrjaður á sínum barningi. Fyrsti samlestur fyrir afmælistengdu einþáttungasýninguna var haldinn í gær og þar var kominn haugur af nýjum þáttum ásamt haug af gröðum leikstjórum sem allir vildu negla það sama. Eða næstum því. Ég fékk þann sem ég vildi en ekki voru allir jafn heppnir. Ég fékk líka leikstjóra að þeim sem ég skrifaði og held bara að Unnur Gutt sé ákkúrat rétta manneskjan í djobbið. Ef ég hefði ekki skrifað hann hefði ég sennilega vilja leikstýra honum sjálf :þ Ég hef ekki ennþá prófað að leikstýra svona eintali. Grunar að það sé glettilega snúið.
Annars eru verkefnin bara byrjuð að hlaðast upp líkt og í fyrra og ég virðist ekki hafa þróað með mér hæfileikann til að segja nei á þessu ári sem liðið er. Spái taugaáfalli í kringum lok október.
fimmtudagur, ágúst 21, 2008
Úff - það hefur verið þeytingur á manni þetta sumar. Fyrst skólinn, svo Tenerife og síðast Neata hátíðin í Lettlandi. Ég held ég sleppi því að skrifa ferðasögun þar sem ég hef verið skikkuð til að rita hana fyrir leiklist.is og mun bara linka í hana þegar að því kemur. Annars hefur Jenný gert henni ansi góðs skil á sínu bloggi.
Ég veit ekki hvort ég var undir þetta miklum áhrifum frá sorglegum lettneskum aðbúnaði eða skelfilegum húsgagnaverslunum sem ég slysaðist inn í þar í landi en eftir að ég kom heim hef ég verið uppfull af löngununum til að breyta og bæta heima hjá mér. Ég hef hent ca. 160000 tonnum af drasli, málað veggina í stofunni og keypt mér nýjan sófa og sófaborð. Þetta maníukast er alveg örugglega ekki búið en kannski í smá pásu í bili á meðan buddan jafnar sig.
Það er líka alveg spurning hvort undirmeðvitundin sé að reyna að koma mér undan því að skrifa leikrit sem ég var lofa upp í ermina á mér. Það verður allsherja afmælisþema hjá Hugleik næsta vetur; fyrst afmælistengd einþáttungasýning í nóvember og svo endurunnin söngleikjaútgáfa af gamla Hugleiksleikritinu "Ó þú" í mars með hátíðarsýningu á 25 ára afmælisdaginn og alles. Mér þykir líkleg að ég leikstýri í því fyrra - allt opið með það síðara. Það er bara stór spurningarmerki við það hvort afmæliseinþáttungur eftir mig rati í ört stækkandi pottinn (voru komnir þangað ca. 14 síðast þegar talið var). Það veltur auðvitað algjörlega á því að ég hætta að gera eitthvað allt annað.
Eins og t.d. Project Hundred. Sem ku hafa dottið niður í Project Fifty. Mér fannst þetta skemmileg hugmynd og ákvað að skella mér með í þetta - með því að fá lánaða vél úti í bæ. Maður bara reddar sér.
Ég veit ekki hvort ég var undir þetta miklum áhrifum frá sorglegum lettneskum aðbúnaði eða skelfilegum húsgagnaverslunum sem ég slysaðist inn í þar í landi en eftir að ég kom heim hef ég verið uppfull af löngununum til að breyta og bæta heima hjá mér. Ég hef hent ca. 160000 tonnum af drasli, málað veggina í stofunni og keypt mér nýjan sófa og sófaborð. Þetta maníukast er alveg örugglega ekki búið en kannski í smá pásu í bili á meðan buddan jafnar sig.
Það er líka alveg spurning hvort undirmeðvitundin sé að reyna að koma mér undan því að skrifa leikrit sem ég var lofa upp í ermina á mér. Það verður allsherja afmælisþema hjá Hugleik næsta vetur; fyrst afmælistengd einþáttungasýning í nóvember og svo endurunnin söngleikjaútgáfa af gamla Hugleiksleikritinu "Ó þú" í mars með hátíðarsýningu á 25 ára afmælisdaginn og alles. Mér þykir líkleg að ég leikstýri í því fyrra - allt opið með það síðara. Það er bara stór spurningarmerki við það hvort afmæliseinþáttungur eftir mig rati í ört stækkandi pottinn (voru komnir þangað ca. 14 síðast þegar talið var). Það veltur auðvitað algjörlega á því að ég hætta að gera eitthvað allt annað.
Eins og t.d. Project Hundred. Sem ku hafa dottið niður í Project Fifty. Mér fannst þetta skemmileg hugmynd og ákvað að skella mér með í þetta - með því að fá lánaða vél úti í bæ. Maður bara reddar sér.
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Skruppum í smá bíltúr og endudum i 2300 m haed - alveg óvart. Vorum ad keyra frá Santa Cruz til La Laguna thegar vid hentumst inná á einhvern sveitaveg eingongu á impúlsinu og gulum Polo. Tharna erum vid komnar i ca. 1800 m - vel yfir skýjunum - stefndum sídan haerra. Rúntudum framhjá thessu en kíktum ekki i heimsókn thví klukkan var langt gengin í átta og vid vissum ekki hversu lengi vid yrdum ad keyra aftur nidur - og áttum eftir ad stoppa einhvers stadar á leidinni og borda kvoldmat. Sem reyndist vera í haesta thorpi eyjunnar; Vilaflor thar vid threaddum snarbrattar goturnar í gódan hálftíma ádur en vid fundum opinn veitingastad thar sem bodid var upp á naer óaetan kjukling.
En thad var í fyrra dag. Gaerdeginum eyddum vid í Aqualandi hérna á naestu grosum og í dag fórum vid ekki einu sinni út fyrir hotelgardinn enda steiktar eftir thví.
Playa de las Américas er svosem ekki amalegur stadur til ad eyda lunganu úr sumrinu.
mánudagur, júní 23, 2008
Hundsgrey urðað lifandi og þjóðinni ofbýður. Svosem alveg skiljanlegt.
Það sem ég skil ekki er að fólk skuli virkilega trúa því að slíka mannvosku sé að finna í þessum heimi að hægt sé að sýna dýri viljandi aðra eins grimmd. Að einhver hafi skyndilega fundið hjá sér hvöt til að misþyrma dýri og ganga síðan sáttur til síns heima ánægður með vel unnið dagsverk. Ég veit að fólk misþyrmir dýrum daglega - en yfirleitt er um vanhirðu og hugsunaleysi að ræða. Aðstæður sem taka langa tíma að þróast og gefa góðan tíma til réttlætinga.
Þetta sama skilningsleysi gerir það að verkum að ég fæ ekki trúað því að blóðþorsti hafi haft eitthvað með ísbjarnadráp síðustu vikna að gera. Og hef ég þó aldrei verið mikið fyrir skotveiðarnar.
Ég vil endilega trúa því að einhver hafi t.d. keyrt á hundinn, haldið að hann væri dauður og urðað hann til að losna undan ábyrgð. Það er atburðarrás sem passar inn í mína heimsmynd. Slíka persónuleikabresti skil ég. Ekki hina.
Það sem ég skil ekki er að fólk skuli virkilega trúa því að slíka mannvosku sé að finna í þessum heimi að hægt sé að sýna dýri viljandi aðra eins grimmd. Að einhver hafi skyndilega fundið hjá sér hvöt til að misþyrma dýri og ganga síðan sáttur til síns heima ánægður með vel unnið dagsverk. Ég veit að fólk misþyrmir dýrum daglega - en yfirleitt er um vanhirðu og hugsunaleysi að ræða. Aðstæður sem taka langa tíma að þróast og gefa góðan tíma til réttlætinga.
Þetta sama skilningsleysi gerir það að verkum að ég fæ ekki trúað því að blóðþorsti hafi haft eitthvað með ísbjarnadráp síðustu vikna að gera. Og hef ég þó aldrei verið mikið fyrir skotveiðarnar.
Ég vil endilega trúa því að einhver hafi t.d. keyrt á hundinn, haldið að hann væri dauður og urðað hann til að losna undan ábyrgð. Það er atburðarrás sem passar inn í mína heimsmynd. Slíka persónuleikabresti skil ég. Ekki hina.
fimmtudagur, júní 19, 2008
Það var nú bara soldið gaman í skólanum. Eins og svo oft áður.
Eitt það besta við þennan skóla að mínu mati er að hann er ekki staðnaður í órjúfanlegum hefðum. Alltaf skal fundið upp á nýjum hlutum sem berast gjarnan með nýju fólki og tryggir að hver upplifun verður einstök.
Að þessu sinni lenti þorri kvenþjóðar skólans undir Bollywoodálögum. Við settumst niður eitt kvöldið og horfðum á hina sívinsælu rómantísku gaman/dans/söngvamynd Kuch Kuch Hota Hai. Þrír tímar af endalausri skemmtan. Í fyrstu óaði okkur talsvert fyrir þessu ferðalagi og háðsglósurnar sem beindust að skjánum yfirlætislegar og ófáar en þegar dvd diskur bilaði skyndilega í miðjum klíðum var sem hjörtu vor hefðu verið kramin og örvæntingin skein í hverju andliti þar sem við reyndum að koma gripnum aftur í eðlilegt horf. Sem betur fer tókst það og við fengum að halda áfram hinu dásamlega ferðalagi ásamt Rahul og Anjeli.
Ég var ekki á því sjálf en mér skilst að námskeiðið hennar Ágústu hafi ekki verið samt í kjölfarið. Þú finnur auðvitað ekki betri dæmi um yfirdrifið melódrama og trúðslæti en í Bollywood.
Eitt það besta við þennan skóla að mínu mati er að hann er ekki staðnaður í órjúfanlegum hefðum. Alltaf skal fundið upp á nýjum hlutum sem berast gjarnan með nýju fólki og tryggir að hver upplifun verður einstök.
Að þessu sinni lenti þorri kvenþjóðar skólans undir Bollywoodálögum. Við settumst niður eitt kvöldið og horfðum á hina sívinsælu rómantísku gaman/dans/söngvamynd Kuch Kuch Hota Hai. Þrír tímar af endalausri skemmtan. Í fyrstu óaði okkur talsvert fyrir þessu ferðalagi og háðsglósurnar sem beindust að skjánum yfirlætislegar og ófáar en þegar dvd diskur bilaði skyndilega í miðjum klíðum var sem hjörtu vor hefðu verið kramin og örvæntingin skein í hverju andliti þar sem við reyndum að koma gripnum aftur í eðlilegt horf. Sem betur fer tókst það og við fengum að halda áfram hinu dásamlega ferðalagi ásamt Rahul og Anjeli.
Ég var ekki á því sjálf en mér skilst að námskeiðið hennar Ágústu hafi ekki verið samt í kjölfarið. Þú finnur auðvitað ekki betri dæmi um yfirdrifið melódrama og trúðslæti en í Bollywood.
föstudagur, júní 06, 2008
Turninn kom upp í spilunum mínum - rammskakkur og þveröfugur. Kannski ekki skrítið þar sem Hrefna hafði samband við mig stuttu og bauð mér pláss á handritunar námskeiðinu með fjarska litlum fyrirvara. Ég sagði já takk.
Við Auður skelltum okkur á glimmrandi góða sinfóníutónleika í kvöld með Lady & bird - betur þekkt sem Karen Ann og Barði í Bang Gang. Algjör dásemd út í gegn (þótt ég verði að viðurkenna Patreksfjarðarhúmarinn hafi soldið flogið yfir hausinn á mér) og eins gott að þeir verði til á einhvers konar kaupanlegu formi í framtíðinni. Síðan tóku við fastir liðir eins og venjulega; smá hvítvínsdrykkja og spámennska heima hjá mér. Erum nú talsvert vísari um nánustu framtíð og ég einni hvítvínsflösku fátækari.
Ég þarf s.s. að venjast þeirri tilhugsun í snatri að ég er að fara að skrifa leikrit í heila viku. Og ekki leika. Semsagt. Hmmm... Ætli ég reyni ekki að leyfa því að síast inn á leiðinni norður á morgun. Ég hef ekki tíma til að pæla í því þangað til. Á óvart alveg eftir að pakka. Og klára að ganga frá gögnum vegna styrkumsóknar Hugleiks til Bandalagsins. Verð að viðurkenna að áfengið hjálpar við að feykja stressi á brott.
Óver and át.
Við Auður skelltum okkur á glimmrandi góða sinfóníutónleika í kvöld með Lady & bird - betur þekkt sem Karen Ann og Barði í Bang Gang. Algjör dásemd út í gegn (þótt ég verði að viðurkenna Patreksfjarðarhúmarinn hafi soldið flogið yfir hausinn á mér) og eins gott að þeir verði til á einhvers konar kaupanlegu formi í framtíðinni. Síðan tóku við fastir liðir eins og venjulega; smá hvítvínsdrykkja og spámennska heima hjá mér. Erum nú talsvert vísari um nánustu framtíð og ég einni hvítvínsflösku fátækari.
Ég þarf s.s. að venjast þeirri tilhugsun í snatri að ég er að fara að skrifa leikrit í heila viku. Og ekki leika. Semsagt. Hmmm... Ætli ég reyni ekki að leyfa því að síast inn á leiðinni norður á morgun. Ég hef ekki tíma til að pæla í því þangað til. Á óvart alveg eftir að pakka. Og klára að ganga frá gögnum vegna styrkumsóknar Hugleiks til Bandalagsins. Verð að viðurkenna að áfengið hjálpar við að feykja stressi á brott.
Óver and át.
mánudagur, júní 02, 2008
Maður þarf hvort eð er að endurnýja við og við.
Þessi hugmynd er svo geðveik að ég er ekki frá því að hún sé eins sú snilldarlegasta sem ég hef heyrt. Svona á að snúa vörn í sókn.
Ég held að það búst enginn við því Búrmabjánarnir hætti hinum glæpsamlegu verkum en þeir hafa engu að síður gott af smá andlegu áreiti.
sunnudagur, maí 11, 2008
Þegar maður er að kálast úr leiðindum yfir flensuleifum fæðast svona skoðanir.
Aumingja Egill Einarsson skilur ekki enn af hverju hann vann ekki Júróvisjón. Ég skil það mjög vel - þrátt fyrir að hafa misst af öllum laugardagslögunum í vetur svo og úrslitakeppninni og almennt ekki haft skoðun á neinu: Ef þú ætlar þér að vinna með grínatriði verður brandarinn að vera ansi góður - og enginn ljóður á framsetningunni. Vissulega voru margir sem fíluðu húmorinn - en flestir vissu sem var að fyrst að stór hluti Evrópu tók Silvíu Nótt hátíðlega átti þessi bílaklúbbur aldrei séns. Og, það sem skiptir meira máli, þú býrð ekki til gott leikrit með því að gera sama hlutinn aftur - bara talsvert slakar.
Það hefur nefnilega verið algengur misskilningur að Júróvisjón sé einhvers konar söngvakeppni - hún er það alls ekki. Þetta er risastór örleikrita hátíð. Með tónlist. Þau lönd komast langt sem tekst að skapa heilstæða 3 mínútna sýningu. Allir þættir þurfa því að koma saman; handrit, leikur (söngur), leikstjórn, sviðsmynd, lýsing o.s.frv. Hvers vegna haldiði annars að Serbar hafi unnið í fyrra? Nú eða Finnland árið áður með Lordi? Þessi lönd settu upp leikrit fyrir okkur og skemmtu á meðan. Finnland sagði frá hópi af drýsildjöflum sem tókst loksins að meika með með þétt rokklag - sagan þarf ekki alltaf að vera flókin - á meðan Serbar... tja. Ég er ekki alveg með það á hreinu en það var allt sagt af mikilli innlifun. Textinn var á serbnesku og rútínan var vandlega kóreograferaður anti-dans jakkafataklæddra kvenna sem létu hjörtun mætast. Andi Sapphó sveif yfir vötnum og til varð leikhús:
Úkraína var líka í gríðarlegum leikhúsham og á meðan Serbar fullkomnuðu melódramað skelltu hún sér út í fáránleikaleikhúsið og lenti í öðru sæti.
Ef hinu íslenska Eurobandi tekst að búa til skemmtilega sýningu úr sínu lagi gæti þetta gengið hjá þeim. Það er vísir að slíkri hugsun í myndbandinu. En ég er ofboðslega hrædd um að við eigum eftir að enda með örugga en ófrumlega dansrútínu og tíðindalausan flutning á týpísku popplagi og það er ekki mikið leikhús í því. En möguleikarnir til staðar!
Þegar ég verð stór langar mig að verða Júróvisjónleikstjóri.
:þ
Aumingja Egill Einarsson skilur ekki enn af hverju hann vann ekki Júróvisjón. Ég skil það mjög vel - þrátt fyrir að hafa misst af öllum laugardagslögunum í vetur svo og úrslitakeppninni og almennt ekki haft skoðun á neinu: Ef þú ætlar þér að vinna með grínatriði verður brandarinn að vera ansi góður - og enginn ljóður á framsetningunni. Vissulega voru margir sem fíluðu húmorinn - en flestir vissu sem var að fyrst að stór hluti Evrópu tók Silvíu Nótt hátíðlega átti þessi bílaklúbbur aldrei séns. Og, það sem skiptir meira máli, þú býrð ekki til gott leikrit með því að gera sama hlutinn aftur - bara talsvert slakar.
Það hefur nefnilega verið algengur misskilningur að Júróvisjón sé einhvers konar söngvakeppni - hún er það alls ekki. Þetta er risastór örleikrita hátíð. Með tónlist. Þau lönd komast langt sem tekst að skapa heilstæða 3 mínútna sýningu. Allir þættir þurfa því að koma saman; handrit, leikur (söngur), leikstjórn, sviðsmynd, lýsing o.s.frv. Hvers vegna haldiði annars að Serbar hafi unnið í fyrra? Nú eða Finnland árið áður með Lordi? Þessi lönd settu upp leikrit fyrir okkur og skemmtu á meðan. Finnland sagði frá hópi af drýsildjöflum sem tókst loksins að meika með með þétt rokklag - sagan þarf ekki alltaf að vera flókin - á meðan Serbar... tja. Ég er ekki alveg með það á hreinu en það var allt sagt af mikilli innlifun. Textinn var á serbnesku og rútínan var vandlega kóreograferaður anti-dans jakkafataklæddra kvenna sem létu hjörtun mætast. Andi Sapphó sveif yfir vötnum og til varð leikhús:
Úkraína var líka í gríðarlegum leikhúsham og á meðan Serbar fullkomnuðu melódramað skelltu hún sér út í fáránleikaleikhúsið og lenti í öðru sæti.
Ef hinu íslenska Eurobandi tekst að búa til skemmtilega sýningu úr sínu lagi gæti þetta gengið hjá þeim. Það er vísir að slíkri hugsun í myndbandinu. En ég er ofboðslega hrædd um að við eigum eftir að enda með örugga en ófrumlega dansrútínu og tíðindalausan flutning á týpísku popplagi og það er ekki mikið leikhús í því. En möguleikarnir til staðar!
Þegar ég verð stór langar mig að verða Júróvisjónleikstjóri.
:þ
miðvikudagur, maí 07, 2008
Elísabet Brekkan fór að sjá Ástin er diskó, lífið er pönk í Þjóðleikhúsinu og er heitt í hamsi:
Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur?
Ég man ekki betur en það hafi verið gert. Fyrir 7 árum eða svo. Lítið og skemmtilegt stykki sem hét Ungir menn á uppleið. Vann einhver verðlaun.
Finnst mér nú kjörið að biðla til höfundar um að endurvinna það fyrir hið mæðulega ár 2008 og kannski bæta við lögum. Eins og upphaflega stóð til. Mig þyrstir í nýjan og skemmtilegan söngleik en finnst líklegt að ég láti Þjóðleikhússýninguna vera.
Bara svona hugmynd...
Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur?
Ég man ekki betur en það hafi verið gert. Fyrir 7 árum eða svo. Lítið og skemmtilegt stykki sem hét Ungir menn á uppleið. Vann einhver verðlaun.
Finnst mér nú kjörið að biðla til höfundar um að endurvinna það fyrir hið mæðulega ár 2008 og kannski bæta við lögum. Eins og upphaflega stóð til. Mig þyrstir í nýjan og skemmtilegan söngleik en finnst líklegt að ég láti Þjóðleikhússýninguna vera.
Bara svona hugmynd...
laugardagur, apríl 26, 2008
Úps - gleymi ég aðaltilgangi þessa bloggs: að plögga.
Fyrsti þáttur af þremur sem við Auður erum að gera um konur og vísindaskáldskap verður fluttur á Rás 1 á morgun - kl. 10:13. Hann var tekinn upp fyrir svona 10 dögum og er ég skíthrædd um að það sé óttalegur byrjendabragur á flutningi mínu. Auður er fyrir löngu orðin útsjóuð í þessu en ég virðist hins vegar fá bráðakvíðakast þegar ég kem í námunda við hljóðnema. Þetta tókst auðvitað en bara af því að allt er tekið upp aftur og aftur. Og aftur.
Ég veit ekki hvort ég hlusta á þetta sjálf - þetta er auðvitað svo ferskt í minningunni að það er algjör óþarfi *hóst* En hvet auðvitað alla aðra til.
1. hluti - Í öðrum heimum – vísindaskáldskapur kvenna
Í fyrsta þætti verður litið á ýmsar skilgreiningar á hugtakinu vísindaskáldskapur og stöðu kvenna innan greinarinnar.
Konur hafa frá fyrstu tíð verið brautryðjendur á sviði vísindaskáldskapar en þar gefast meðal annars tækifæri til að kanna möguleikann á annars konar heimum. Í þáttunum verður framlag nokkurra kvenna til þessarar merku bókmenntagreinar kannað.
Lesarar eru Vigdís Másdóttir og Sigurður H. Pálsson.
Við tókum upp annan þáttinn í dag og gekk það bara eins og í sögu. Vorum með æðislegan hlóðmann(konu) og handrit sem fór ekki yfir tíma eins og síðast. Ég hikstaði reyndar all svakalega á einni málsgrein (erfitt að segja "nefndu tungl" þegar maður er orðinn skraufaþurr í munninum) en restin gekk smurt.
One to go...
Fyrsti þáttur af þremur sem við Auður erum að gera um konur og vísindaskáldskap verður fluttur á Rás 1 á morgun - kl. 10:13. Hann var tekinn upp fyrir svona 10 dögum og er ég skíthrædd um að það sé óttalegur byrjendabragur á flutningi mínu. Auður er fyrir löngu orðin útsjóuð í þessu en ég virðist hins vegar fá bráðakvíðakast þegar ég kem í námunda við hljóðnema. Þetta tókst auðvitað en bara af því að allt er tekið upp aftur og aftur. Og aftur.
Ég veit ekki hvort ég hlusta á þetta sjálf - þetta er auðvitað svo ferskt í minningunni að það er algjör óþarfi *hóst* En hvet auðvitað alla aðra til.
1. hluti - Í öðrum heimum – vísindaskáldskapur kvenna
Í fyrsta þætti verður litið á ýmsar skilgreiningar á hugtakinu vísindaskáldskapur og stöðu kvenna innan greinarinnar.
Konur hafa frá fyrstu tíð verið brautryðjendur á sviði vísindaskáldskapar en þar gefast meðal annars tækifæri til að kanna möguleikann á annars konar heimum. Í þáttunum verður framlag nokkurra kvenna til þessarar merku bókmenntagreinar kannað.
Lesarar eru Vigdís Másdóttir og Sigurður H. Pálsson.
Við tókum upp annan þáttinn í dag og gekk það bara eins og í sögu. Vorum með æðislegan hlóðmann(konu) og handrit sem fór ekki yfir tíma eins og síðast. Ég hikstaði reyndar all svakalega á einni málsgrein (erfitt að segja "nefndu tungl" þegar maður er orðinn skraufaþurr í munninum) en restin gekk smurt.
One to go...
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Hinn kviðslitni Hjalti þarf að vera kviðslitinn miklu lengur en hann átti að vera sökum skipulags- og andleysis heilbrigðisstéttarinnar og því gerist þetta:
Nú er tækifærið - það var troðfullt á síðustu sýninguna.
Btw - helvítis eldrefurinn vill ekki leyfa mér að gera skástrik og heldur því blákalt fram að shift 7 sé leit í skjali. Pílurnar virka ekki heldur. Asni.
Nú er tækifærið - það var troðfullt á síðustu sýninguna.
Btw - helvítis eldrefurinn vill ekki leyfa mér að gera skástrik og heldur því blákalt fram að shift 7 sé leit í skjali. Pílurnar virka ekki heldur. Asni.
Vorið er komið og beljuhamurinn sprettur á. Hér á árum áður - kannski 10 árum - fylgi þessu tímabili þrá eftir útlöndum og seiðingur í útlimum. Lausnin var að skella sér á húrrandi fyllerí - hérlendis eða erlendis. Eins og belja að vori lýsti ástandinu ansi vel.
Í dag vaknar maður með þrá eftir uppþvottavél og flengist um bæinn þveran og endilangan að leita að einni nógu ódýrri. Ég finn líka fyrir löngun til að finna öllum slæðum og treflum almennilegan stað í íbúðinni. Þessar tuskur eru eins og æxli út um allt og vonlaust að finna þá einu réttu þegar mikið liggur við og maður er orðinn of seinn í vinnuna.
Þegar fylleríistækifærin lenda í fanginu á manni hristir maður hausinn þreytulega og hugsar til þess með unaðshrolli hversu gott það verði nú að vakna óþunn á sunnudagsmorgni með alla orku til reiðu tilbúin að tækla garðinn eða þvottinn.
En hvað það er gaman að verða miðaldra.
Í dag vaknar maður með þrá eftir uppþvottavél og flengist um bæinn þveran og endilangan að leita að einni nógu ódýrri. Ég finn líka fyrir löngun til að finna öllum slæðum og treflum almennilegan stað í íbúðinni. Þessar tuskur eru eins og æxli út um allt og vonlaust að finna þá einu réttu þegar mikið liggur við og maður er orðinn of seinn í vinnuna.
Þegar fylleríistækifærin lenda í fanginu á manni hristir maður hausinn þreytulega og hugsar til þess með unaðshrolli hversu gott það verði nú að vakna óþunn á sunnudagsmorgni með alla orku til reiðu tilbúin að tækla garðinn eða þvottinn.
En hvað það er gaman að verða miðaldra.
miðvikudagur, apríl 09, 2008
1. Mmm... ég ætla að kaupa mér kort í Hreyfingu. Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að stunda líkamsrækt. Ég hlakka meira að segja til! Hefur einhver farið í þessa nýju stöð hjá þeim? Er komin einhver reynsla á þetta?
2. Ég er nefnilega komin í smá pásu frá Hugleik - a.m.k. þessa vikuna. Nú verða brettar upp ermar og útvarpsþættirnir tæklaði. Sá fyrsti af þremur verður tekinn upp í næstu viku og er þemað það sama í þeim öllum: Vísindaskáldsögur kvenna. Það verður stuð. Allir sem hlusta á Gufuna á sunnudagsmorgnum munu hafa gaman af. Ef þú ert eldri kona eru víst meiri líkur á að þú verðir að hlusta.
3. Ég hitti loksins Svandísi í gær eftir alltof langan tíma. Mig grunar að meira en tvö ár séu liðin frá því að við sáumst síðast og mál að tryggja að þetta langur tími líði ekki aftur. Við spjölluðum um heima og geima í rúma tvo tíma og eiginlega grábölvað að vita til þess að það sé bið í það að við getum endurtekið leikinn. Tel það brýnt að stofna einhvers konar "Svandísi heim" samtök.
4. Fann vorlykt í lofti í gær og réðst á garðinn í kjölfarið - reyndar bara í hálftíma því ég var tímabundin. Rakaði saman öllum gróðurleifum og rusli sem kom undan vetrinum og bjó til risastóra hrúgu í miðjum garðinu. Planið var svo að klára bakgarðinn áður en herlegheitunum væri troðið í poka og ofan í Sorpu. Jamm. Kannski kemur hláka á morgun.
2. Ég er nefnilega komin í smá pásu frá Hugleik - a.m.k. þessa vikuna. Nú verða brettar upp ermar og útvarpsþættirnir tæklaði. Sá fyrsti af þremur verður tekinn upp í næstu viku og er þemað það sama í þeim öllum: Vísindaskáldsögur kvenna. Það verður stuð. Allir sem hlusta á Gufuna á sunnudagsmorgnum munu hafa gaman af. Ef þú ert eldri kona eru víst meiri líkur á að þú verðir að hlusta.
3. Ég hitti loksins Svandísi í gær eftir alltof langan tíma. Mig grunar að meira en tvö ár séu liðin frá því að við sáumst síðast og mál að tryggja að þetta langur tími líði ekki aftur. Við spjölluðum um heima og geima í rúma tvo tíma og eiginlega grábölvað að vita til þess að það sé bið í það að við getum endurtekið leikinn. Tel það brýnt að stofna einhvers konar "Svandísi heim" samtök.
4. Fann vorlykt í lofti í gær og réðst á garðinn í kjölfarið - reyndar bara í hálftíma því ég var tímabundin. Rakaði saman öllum gróðurleifum og rusli sem kom undan vetrinum og bjó til risastóra hrúgu í miðjum garðinu. Planið var svo að klára bakgarðinn áður en herlegheitunum væri troðið í poka og ofan í Sorpu. Jamm. Kannski kemur hláka á morgun.
mánudagur, mars 31, 2008
Mig langar mjög skyndilega í hundasúrur. Helst þær sem er að finna í Þjórsárdalnum. Grunar að um persónulegan vorboða sé að ræða.
Ætla að vona að ég hafi ekki verið að hrína á mig sex tonnum af snjó. 7-9-13.
Sýningar um helgina gengu vel. Leikhópurinn stendur sig eins og þrettán höfða hetja og þeir áhorfendur sem mættu virtust skemmta sér konunglega. Næstu sýningar eru á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Ég mun þreyta frumraun mína sem ljósamaður á föstudagssýningunni. Held að þá sé lítið eftir sem ég hef ekki gert í leikhúsi. Jú! Ég hef aldrei séð um leikskrá. Hlaut að vera eitthvað.
Ég má samt ekki einblína um of á sýninguna. Er víst að syngja á tónleikum annað kvöld og er sífellt að gleyma því. Mun þar kyrja tvo dúetta ásamt því að endurflytja Heimskringluna frá því um daginn. Merkilegt hvað áhyggjur yfir slíku minnka eftir því sem reynslan eykst. Ég segi nú kannski ekki að ég sé orðin einhver stjörnusöngkona en verð að viðurkenna að ég er mun öruggar heldur en bara fyrir ári síðan. Áhugasamir geta kíkt inn í Norræna húsið á þriðjudag kl. 20.
Ætla að vona að ég hafi ekki verið að hrína á mig sex tonnum af snjó. 7-9-13.
Sýningar um helgina gengu vel. Leikhópurinn stendur sig eins og þrettán höfða hetja og þeir áhorfendur sem mættu virtust skemmta sér konunglega. Næstu sýningar eru á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Ég mun þreyta frumraun mína sem ljósamaður á föstudagssýningunni. Held að þá sé lítið eftir sem ég hef ekki gert í leikhúsi. Jú! Ég hef aldrei séð um leikskrá. Hlaut að vera eitthvað.
Ég má samt ekki einblína um of á sýninguna. Er víst að syngja á tónleikum annað kvöld og er sífellt að gleyma því. Mun þar kyrja tvo dúetta ásamt því að endurflytja Heimskringluna frá því um daginn. Merkilegt hvað áhyggjur yfir slíku minnka eftir því sem reynslan eykst. Ég segi nú kannski ekki að ég sé orðin einhver stjörnusöngkona en verð að viðurkenna að ég er mun öruggar heldur en bara fyrir ári síðan. Áhugasamir geta kíkt inn í Norræna húsið á þriðjudag kl. 20.
laugardagur, mars 29, 2008
Ég er ekki með fulle fem. Hendi bara inn posternum og læt eins og það sé nóg.
Tekið á æfingu í vikunni.
Tekið á æfingu í vikunni með ljósin kveikt (ég keyri hljóðið á sýningum og er því dæmd til að húka uppi í ljósaboxi).
Frumsýningin í gær tókst með miklum ágætum og vonandi verður önnur sýning eins góð. Ég get ekki haft fleiri orð um það því ég þarf að drífa mig niður í Möguleikhús með pöntunarlistann.
Hugleikur frumsýnir föstudaginn 28. mars leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson.
39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær afnot af skrifstofu frænku sinnar, sem starfar sem félagsráðgjafi á kvennadeild sjúkrahúss. Valur er að leggja lokahönd á lokaritgerð sína um ættir og örlög skagfirsku sauðkindarinnar. Vera hans á skrifstofunni leiðir til hvers konar misskilnings, eins og vera ber í góðum gamanleik, auk þess sem ýmis annar ruglingur og uppákomur flækir málin enn frekar. Þá er hefðbundnum kynhlutverkum á ýmsan hátt gefið langt nef.
Sýningin er tæpar tvær klukkustundir að lengd, með hléi. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Almennt miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir nemendur, elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig er boðið upp á hópafslátt fyrir 10 manna hópa og fleiri, en þá er miðaverðið 1.000 kr. Sérstök athygli er vakin á því að þungaðar konur fá ókeypis inn í fylgd með maka. Skuldlausir félagar eru auðvitað ekki rukkaðir frekar en fyrri daginn. Sýningaáætlun og miðapantanir eru á vef félagsins: www.hugleikur.is.
Tekið á æfingu í vikunni.
Tekið á æfingu í vikunni með ljósin kveikt (ég keyri hljóðið á sýningum og er því dæmd til að húka uppi í ljósaboxi).
Frumsýningin í gær tókst með miklum ágætum og vonandi verður önnur sýning eins góð. Ég get ekki haft fleiri orð um það því ég þarf að drífa mig niður í Möguleikhús með pöntunarlistann.
Hugleikur frumsýnir föstudaginn 28. mars leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson.
39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær afnot af skrifstofu frænku sinnar, sem starfar sem félagsráðgjafi á kvennadeild sjúkrahúss. Valur er að leggja lokahönd á lokaritgerð sína um ættir og örlög skagfirsku sauðkindarinnar. Vera hans á skrifstofunni leiðir til hvers konar misskilnings, eins og vera ber í góðum gamanleik, auk þess sem ýmis annar ruglingur og uppákomur flækir málin enn frekar. Þá er hefðbundnum kynhlutverkum á ýmsan hátt gefið langt nef.
Sýningin er tæpar tvær klukkustundir að lengd, með hléi. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Almennt miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir nemendur, elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig er boðið upp á hópafslátt fyrir 10 manna hópa og fleiri, en þá er miðaverðið 1.000 kr. Sérstök athygli er vakin á því að þungaðar konur fá ókeypis inn í fylgd með maka. Skuldlausir félagar eru auðvitað ekki rukkaðir frekar en fyrri daginn. Sýningaáætlun og miðapantanir eru á vef félagsins: www.hugleikur.is.
sunnudagur, mars 23, 2008
þriðjudagur, mars 11, 2008
Þetta er einfaldlega ekki sanngjarnt. Alltaf þarf allt skemmtilegt að gerast á nákvæmilega sama tíma. Nú þarf ég að ákveða mig - í þessari viku, helst í dag - hvernig mig langar að verja fyrri hluta júnímánaðar. Á ég að:
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.
Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.
Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Gabríel dó í nótt. Hann átti víst bara að vera með ígerð og óglatt af lyfjun en reyndist vera með biluð nýru og ofþornaður. Þegar dýralæknirinn gerði sér loks grein fyrir því hversu alvarlega veikur hann var reyndist það of seint og hann dó nokkrum klukkutímum síðar.
Ég sé ekki fram á að vera neitt sérstaklega skemmtileg þessa vikuna.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Risastórar hamingjuóskir til Sigguláru og Siggudísar sem eignuðust sitt hvort barnið í vikunni - annars vegar strák og hins vegar stelpu. Gaman að heyra hvað allt gekk vel og Snúður og Snælda hress og kát.
Barátta mín við Símabáknið fékk farsælan endi. Ég lúffaði reyndar fyrir þeim eftir að hafa fengið ótal neitanir við beiðnum mínum og borgaði reikninginn. Ég sá hreinlega ekki fram á að hafa orku eða tíma til að standa í þessu. En reyndist svo eiga hauk í horni þar sem Logan ofurSímastarfsmaður var en hann gekk í málið fyrir mig og varð mér út um endurgreiðslu. Ég skulda honum bjór - eða fimmtán (þetta var aldrei spurning um peninga - bara prinsipp).
Annars er bara brjálað að gera. Æfingar á nær hverju kvöldi, skóli inni á milli, vinna alla daga og aumingja ég á ekkert frí inni. Til að halda upp á það er því kjörið að bæta aðeins á bunkann og ætlum við Auður og fara að grúska í útvarpsþáttum í vor. Meira um það þegar eitthvað verður komið á koppinn.
Nú ætla ég heim úr vinnunni, reyna að þerra á mér fæturna og hafa súpu í kvöldmatinn. Var að henda 20. þús. krónum í dekkjaverkstæðið í dag. Það sprakk nefnilega enn og aftur á bílnum í morgun og fyrir rest þurfti ég að kaupa tvö ný framdekk. Þetta með að bíllinn væri á fjórum heilsársdekkjum? Ekki svo mikið. Ég hef verið að brölta um í fannferginu á þessum líka handónýtu sumardekkjum. Geri aðrir betur.
Barátta mín við Símabáknið fékk farsælan endi. Ég lúffaði reyndar fyrir þeim eftir að hafa fengið ótal neitanir við beiðnum mínum og borgaði reikninginn. Ég sá hreinlega ekki fram á að hafa orku eða tíma til að standa í þessu. En reyndist svo eiga hauk í horni þar sem Logan ofurSímastarfsmaður var en hann gekk í málið fyrir mig og varð mér út um endurgreiðslu. Ég skulda honum bjór - eða fimmtán (þetta var aldrei spurning um peninga - bara prinsipp).
Annars er bara brjálað að gera. Æfingar á nær hverju kvöldi, skóli inni á milli, vinna alla daga og aumingja ég á ekkert frí inni. Til að halda upp á það er því kjörið að bæta aðeins á bunkann og ætlum við Auður og fara að grúska í útvarpsþáttum í vor. Meira um það þegar eitthvað verður komið á koppinn.
Nú ætla ég heim úr vinnunni, reyna að þerra á mér fæturna og hafa súpu í kvöldmatinn. Var að henda 20. þús. krónum í dekkjaverkstæðið í dag. Það sprakk nefnilega enn og aftur á bílnum í morgun og fyrir rest þurfti ég að kaupa tvö ný framdekk. Þetta með að bíllinn væri á fjórum heilsársdekkjum? Ekki svo mikið. Ég hef verið að brölta um í fannferginu á þessum líka handónýtu sumardekkjum. Geri aðrir betur.
miðvikudagur, janúar 30, 2008
Æfingar á "39 og ½ viku" eru hafnar með trukki og er í nógu að snúast. Áhugasamir geta fylgst með framgangi mála í nýrri hugleikskri æfingadagbók.
Það hefur afskaplega lítið annað komist að hjá mér undanfarið nema ef vera skyldi fyrirhugaðir tónleikar í Norræna húsinu næstu helgi. Þetta ku vera sams konar tónleikar og haldnir voru í fyrra - s.s. ýmsir Tónó nemendur að flytja þematengt efni. Breytingin í ár felst fyrst og fremst í því að taugar mínar liggja ekki í rjúkandi rústum yfir þessu öllu saman. Í fyrra voru það 1 eða 2 angurvær sönglög ala Britten sem ég réð eiginlega ekki við við bestu fáanlegu aðstæður og alls ekki í dimmum og gluggalausum helli Norræna hússin fyrir framan geispandi áhorfendur. Nú í ár syng ég eitt lag - það er skemmtilegt - ég ræð vel við það þótt það sé faktískt erfiðara en hin voru (margt getur breyst á einu ári) og þetta verður bara gaman.
Annars veit ég ekki hvað hefur á daga mína drifið. Síminn reynir að féfletta mig sem mest og best hann getur. Heldur því fram að ég eigi að borga fyrir aðgang að sjónvarpsefni sem ég bað aldrei um. Ég átti víst að telja dagana í þessum frímánuði og hringja síðan og segja þeim að hætta um leið og hann var liðinn. Frá mínum bæjardyrum séð er það argasta ósvífni að gefa mér eitthvað sem ég bað ekki um og senda svo reikning. Ætti ég að prófa þetta sjálf? Hringja í alla yfirmenn Símans, lesa upp fyrir þá úr stjörnuspá Moggans og rukka fyrir lífsfærni? Ég er búin að neita formlega að borga í tvígang og þeir segja bara jú víst. Hvað gerir maður þá?
Það hefur afskaplega lítið annað komist að hjá mér undanfarið nema ef vera skyldi fyrirhugaðir tónleikar í Norræna húsinu næstu helgi. Þetta ku vera sams konar tónleikar og haldnir voru í fyrra - s.s. ýmsir Tónó nemendur að flytja þematengt efni. Breytingin í ár felst fyrst og fremst í því að taugar mínar liggja ekki í rjúkandi rústum yfir þessu öllu saman. Í fyrra voru það 1 eða 2 angurvær sönglög ala Britten sem ég réð eiginlega ekki við við bestu fáanlegu aðstæður og alls ekki í dimmum og gluggalausum helli Norræna hússin fyrir framan geispandi áhorfendur. Nú í ár syng ég eitt lag - það er skemmtilegt - ég ræð vel við það þótt það sé faktískt erfiðara en hin voru (margt getur breyst á einu ári) og þetta verður bara gaman.
Annars veit ég ekki hvað hefur á daga mína drifið. Síminn reynir að féfletta mig sem mest og best hann getur. Heldur því fram að ég eigi að borga fyrir aðgang að sjónvarpsefni sem ég bað aldrei um. Ég átti víst að telja dagana í þessum frímánuði og hringja síðan og segja þeim að hætta um leið og hann var liðinn. Frá mínum bæjardyrum séð er það argasta ósvífni að gefa mér eitthvað sem ég bað ekki um og senda svo reikning. Ætti ég að prófa þetta sjálf? Hringja í alla yfirmenn Símans, lesa upp fyrir þá úr stjörnuspá Moggans og rukka fyrir lífsfærni? Ég er búin að neita formlega að borga í tvígang og þeir segja bara jú víst. Hvað gerir maður þá?
fimmtudagur, janúar 17, 2008
Þegar ég var unglingsstelpa að uppgötva Bowie var eitt lag mér sérstaklega hugleikið. Það var coverlag sem poppar upp á hinum og þessum stöðum á ferli Bowie en ekki á neinni "almennilegri" plötu. Það er á Pinups diskinum en ekki á upprunalegu plötunni - á Rare plötunni (þar sem ég heyrði það fyrst) sem var aldrei endurútgefin því hún var víst kolólögleg og á ýmsum B-hliðum. Hvað um það... ég og Embla vinkona mín hlustuðum á það í tætlur og það hefur alltaf verið mér hugleikið þessi síðustu 20 ár eða svo.
Og í dag datt mér í fyrsta skipti í hug að finna upprunalegu útgáfuna.
Hér er höfundurinn að flytja lagið á frummálinu:
Jacques Brel - Amsterdam
Eitthvað segir mér að kvennafarir hans hafi ekki verið alsléttar. Lagið verður allt miklu persónulegra og erfiðara í meðförum Brel. Bowie virtist aldrei beinlínis vera að setja sig í spor sjóaranna - hann virtist miklu frekar vera í hlutverki sögumanns. En dæmi hver fyrir sig:
David Bowie - Port of Amsterdam
Og í dag datt mér í fyrsta skipti í hug að finna upprunalegu útgáfuna.
Hér er höfundurinn að flytja lagið á frummálinu:
Jacques Brel - Amsterdam
Eitthvað segir mér að kvennafarir hans hafi ekki verið alsléttar. Lagið verður allt miklu persónulegra og erfiðara í meðförum Brel. Bowie virtist aldrei beinlínis vera að setja sig í spor sjóaranna - hann virtist miklu frekar vera í hlutverki sögumanns. En dæmi hver fyrir sig:
David Bowie - Port of Amsterdam
mánudagur, janúar 14, 2008
Ég var að uppgötva að ég hef barasta ekkert bloggað á nýju ári - og ekkert í heilar 3 vikur! Uggvænlega þróun þar. Það hefur reyndar verið feyki nóg að gera - sérstaklega hefur Hugleikur gert sig líklegan til að gleypa allan minn tíma á komandi mánuðum.
Ég ákvað á nýju ári að gerast hugrökk og mætti galvösk á minn fyrsta höfundafund. Gróf meira að segja upp tvo aldraða einþáttunga til að hafa með. Gó mí.
Ég, Júlía og Siggi Páls ætlum að leikstýra "39 1/2 vika" eftir Hrefnu Friðriksdóttur og hömumst þessa dagana - eftir tvo velheppnaða samlestra - að hnoða saman leikhóp sem við getum öll verið sammála um. Síðan munu taka við stífar æfingar því það eru réttir tveir mánuðir í frumsýningu. Meira um það síðar.
Því fyrst verður Útsýni eftir Júlíu Hannam frumsýnt í Möguleikhúsinu - nánar tiltekið næstu helgi. Ég hef ekkert verið að skipta mér af þeirri sýningu - nema hvað ég verð eitthvað í miðasölu - en á von á miklu enda leikstjórarnir tveir - Silja og Rúnar - sérlega efnilegir.
Niðurstaðan er sú ég hef ekki fundið mikinn tíma til að æfa mig fyrir söng og píanó og ég sé fram á að þurfa að hætta í tónheyrn því bæði finn ég ekki nauðsynlegar bækur heima hjá mér frá því að ég reyndi að taka þetta ógeðsfag fyrir tveimur árum með frekar slökum árangir og svo er ég orðin algjörlega uppiskroppa með tíma og orku. Ef ég hefði ekkert betra að gera gæti ég kannski sest fyrir framan píanó, slegið tónbil og giskað á það um leið og ég reyni að fatta ekki hvar ég í raun sló. Er ekki hægt að skella í sig einhverjum sterum til að þjálfa tónheyrnarvöðvana? Ég sver að ég stefni ekki á keppni.
Ég ákvað á nýju ári að gerast hugrökk og mætti galvösk á minn fyrsta höfundafund. Gróf meira að segja upp tvo aldraða einþáttunga til að hafa með. Gó mí.
Ég, Júlía og Siggi Páls ætlum að leikstýra "39 1/2 vika" eftir Hrefnu Friðriksdóttur og hömumst þessa dagana - eftir tvo velheppnaða samlestra - að hnoða saman leikhóp sem við getum öll verið sammála um. Síðan munu taka við stífar æfingar því það eru réttir tveir mánuðir í frumsýningu. Meira um það síðar.
Því fyrst verður Útsýni eftir Júlíu Hannam frumsýnt í Möguleikhúsinu - nánar tiltekið næstu helgi. Ég hef ekkert verið að skipta mér af þeirri sýningu - nema hvað ég verð eitthvað í miðasölu - en á von á miklu enda leikstjórarnir tveir - Silja og Rúnar - sérlega efnilegir.
Niðurstaðan er sú ég hef ekki fundið mikinn tíma til að æfa mig fyrir söng og píanó og ég sé fram á að þurfa að hætta í tónheyrn því bæði finn ég ekki nauðsynlegar bækur heima hjá mér frá því að ég reyndi að taka þetta ógeðsfag fyrir tveimur árum með frekar slökum árangir og svo er ég orðin algjörlega uppiskroppa með tíma og orku. Ef ég hefði ekkert betra að gera gæti ég kannski sest fyrir framan píanó, slegið tónbil og giskað á það um leið og ég reyni að fatta ekki hvar ég í raun sló. Er ekki hægt að skella í sig einhverjum sterum til að þjálfa tónheyrnarvöðvana? Ég sver að ég stefni ekki á keppni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)