þriðjudagur, desember 30, 2003
Ok þetta með sundið var kannski fullmikil bjartsýni. Þegar ég kom heim eftir vinnu í gær þufti ég að byrja á því að moka mig inn í bílastæðið mitt og tókst samt að festa mig og þurfti hjálp þriggja nágranna til að komast inn í stæðið. Fyrst þurfti ég þó að opna dyrnar að útigeymslunni til að ná í mokstursgræjurnar en hurðin hafði tekið upp á því að frjósa föst við dyrnar. Hafði það loksins með því að berja skrúfjárni milli stafs og hurðar. Allar barsmíðarbarnar og moksturinn tók einn og hálfan tíma og var ég að drepast í bakinu sem aldrei fyrr þegar ég hætti. Tíu villtir folar með tólf sterka kokteilar hefðu ekki getað dregið mig út úr húsi það sem eftir var dags.
Ef satt skal segja veit ég ekki hvar ég fann orkuna í þetta þrekvirki. Ekki hef ég haft hana til að taka til í íbúðinni minni. Sigga Lára kemur eftir þrjá daga og herbergið hennar enn óíbúðarhæft. Það er helvítis skenknum að kenna. Mér vex það svo í augum að ætla að færa hann. Þetta er nú nokkuð flottur skenkur. Viltu ekki bara hafa hann inni í herbergi hjá þér, ha Sigga? Mikil stofuprýði! Einnig stutt í rauð/hvítvíns/púrtvíns/bjórglösin!
Ef satt skal segja veit ég ekki hvar ég fann orkuna í þetta þrekvirki. Ekki hef ég haft hana til að taka til í íbúðinni minni. Sigga Lára kemur eftir þrjá daga og herbergið hennar enn óíbúðarhæft. Það er helvítis skenknum að kenna. Mér vex það svo í augum að ætla að færa hann. Þetta er nú nokkuð flottur skenkur. Viltu ekki bara hafa hann inni í herbergi hjá þér, ha Sigga? Mikil stofuprýði! Einnig stutt í rauð/hvítvíns/púrtvíns/bjórglösin!
mánudagur, desember 29, 2003
mánudagur, desember 22, 2003
Við Svavar vinnufélagi minn (og ekki Hr. Muzak enda ekki einu sinni hægt að rugla þeim tveimur sama á myrkasta degi ársins) ætlum að skella okkur í verkalýðsmálin á nýju ári. Þegar farið er að rýna í kjarasamninga síðustu ára kemur nebblilega ýmislega misjafnt í ljós. Vinna á aðfangadag og gamlársdag! Hverjum datt þessi vitleysa í hug? Nú vill til að ég starfa hjá skynsamri stofnun sem dettur ekki í hug að láta starfmenn sína mæta í eitthvað tilgangsleysi og hangs á þessum dögum en ef ekki fyrir slíka náð og miskunn væri ég tilneydd til að dröslast fram úr rúmi fyrir alla aldir á þessum hátíðisdögum og jafnvel neyðast til að leggja nafn Guðs við hégóma. Á meðan farið er svona svínslega með hið vinnandi fólk í landinu yfir hátíðirnar er 1. maí talinn merkari dagur. Á skírdag og föstudaginn langa er víst ótækt að vinna svo fólk getið setið heima við bænahald. Það sama á við um uppstigningadag, sumardaginn fyrsta, annan í páskum og annan í hvítasunnu. Hvar er hálfvitinn sem ákvað að þessir daga væru allir sem einn heilagri heldur en aðfangadagur? Er verið að apa eftur útlendum fyrirmyndum sem neita að viðurkenna hinn eina rétta "jóladag"? Að maður tali nú ekki um frídag verslunarmanna sem allir landsmenn fá að njóta fyrir utan - oftar en ekki - verslunarmenn. Fyrir hönd jólanna er mér misboðið og mun krefjast réttlætis - að minnsta kosti jafnréttis - með hækkandi sól.
Nú er gamlársdagur mjög sérstakur dagur í þjóðarvitund en sækir hins vegar ekki í hina kristnu tilbeiðsluhefð og er því kannski sök sér ef kjarasamningar krefjast viðveru í vinnu. Það er bara svo leiðinlegt að vera geispandi í partýinu.
Nú er gamlársdagur mjög sérstakur dagur í þjóðarvitund en sækir hins vegar ekki í hina kristnu tilbeiðsluhefð og er því kannski sök sér ef kjarasamningar krefjast viðveru í vinnu. Það er bara svo leiðinlegt að vera geispandi í partýinu.
sunnudagur, desember 21, 2003
laugardagur, desember 20, 2003
Lítið í fréttum. Fór á LOTR: ROTK í gærkvöldi. Ágætis ræma. Alls ekkert hýrasta mynd sem sést hefur í háa herrans tíð. Nei nei.
Annars góðar fréttir - ég er ekki lengur með klósett og vask á tröppunum. Illi leigjandi dragnaðist loksins til að fjarlæga draslið í gærkvöldið. Ég er ekki lengur í beinni samkeppni við ruslahaugana um "sérstakasta" garð Reykjavíkur.
Ég hefði unnið.
Eru annars einhverjir ruslahaugar eftir? Er ekki öllum úrgangi smekklega raðað til Sorpu í dag? Þá get ég sagt ykkur það með fullvissu að síðasta almennilegi ruslahaugurinn var að hverfa úr bænum í gær.
Er að fara núna í hádeginu á Ask að borða með foreldrunum. Síðan mun dagurinn (vonandi) fara í hreingerningar á heimilinu (oft var þörf...) og kokteildrykkju í kvöld. Sjáumst.
Annars góðar fréttir - ég er ekki lengur með klósett og vask á tröppunum. Illi leigjandi dragnaðist loksins til að fjarlæga draslið í gærkvöldið. Ég er ekki lengur í beinni samkeppni við ruslahaugana um "sérstakasta" garð Reykjavíkur.
Ég hefði unnið.
Eru annars einhverjir ruslahaugar eftir? Er ekki öllum úrgangi smekklega raðað til Sorpu í dag? Þá get ég sagt ykkur það með fullvissu að síðasta almennilegi ruslahaugurinn var að hverfa úr bænum í gær.
Er að fara núna í hádeginu á Ask að borða með foreldrunum. Síðan mun dagurinn (vonandi) fara í hreingerningar á heimilinu (oft var þörf...) og kokteildrykkju í kvöld. Sjáumst.
fimmtudagur, desember 18, 2003
Ég hef ákveðið að senda ekki jólakort þetta árið. Skyndilega er bara kominn 18. desember og ég gæti svarið að það sem af er þessu mánuði tók í mesta lagi viku að líða. Veikindi undanfarinna daga hafa heldur ekki hjálpað upp á og nú þegar ég er að byrja að skríða saman fá aðkallandi verkefni í vinnunni og jólagjafainnkaup allan forgang.
Afmælisáætlanir standast ennþá og planið er að kíkja í bíó á morgun. Á mynd sem heitir Lord of the Rings: The Return of the King. Liggaliggalá! Þeir sem þurfa að bíða eftir myndinni fram yfir jól - jafnvel áramót (greyin) - geta skemmt sér yfir þessu á meðan. Eða þessu.
Afmælisáætlanir standast ennþá og planið er að kíkja í bíó á morgun. Á mynd sem heitir Lord of the Rings: The Return of the King. Liggaliggalá! Þeir sem þurfa að bíða eftir myndinni fram yfir jól - jafnvel áramót (greyin) - geta skemmt sér yfir þessu á meðan. Eða þessu.
miðvikudagur, desember 17, 2003
Finnst ekki öllum gaman að spila? Það er a.m.k. alltaf að bætast í spilaflóruna um hver jól. Það nýjasta sem ég sé í búðum er Idol spilið og hnýsispilið Mr. & Mrs. Spurningaspilin eru þó alltaf jafn vinsæl og ef ég man rétt er verið að endurútgefa Gettu betur spilið með nýjum spurningum. Gott og blessað. Það sem mér finnst bara svo pirrandi eru öll hin röngu svör við spurningum. Þau eru að vísu ekki mörg en alltaf jafn óþolandi. Meg Ryan og Tom Hanks hafa leikið saman í ÞREMUR myndum - ekki tveimur. Naked Gun spurningarnr eiga við allar þrjár myndirnar - ekki bara einhverja eina. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) er ekki sami maðurinn og Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. En stundum þarf maður að bíta í það súra og svara eins og stendur á spjaldinu þótt maður viti betur. Ég er hins vegar með lausnina. Ég er búin að finna upp nýtt spil í spilaflóruna: ég sé fram á að það komi út fyrir jólin 2004 og það heitir Hálfviti.
Markmiðið með Hálfvita er ekki að sýna hvaða visku þú býrð yfir heldur þarftu að afsanna að þú sért, í raun, hálfviti.
Á yfirborðinu virkar það eins og Trivial Pursuit- þú færð spurningu sem þú síðan þarft að svara - spurningin má jafnvel vera flokkuð eftir landafræði, sögu, bókmenntum o.s.frv. En þegar kemur að svarinu birtist hið hálfvitalega tvist. Aðeins ca. helmingur svaranna er í raun réttur - hinn helmingurinn er vísvitandi rangur. Það er svo undir hverjum hálfvita komið að vita hvort um rétt eða rangt svar er að ræða.
Dæmi:
Hálfviti: "Æi fæ bara landafræðispurningu"
Spurning: "Í hvaða heimsálfu er Argentína
Hálfviti: "Æi ég man það ekki"
Svar: "Asíu"
Hálfviti: "Ó."
Eins og allir heilvita menn og konur vita er Argentína í Suður-Ameríku og kemur það fram á spjaldinu þótt vitlaust svar sé lesið upp. Ef hálfvitinn hins vegar véfengir ekki svarið fær hann einhvers konar mínusstig. Ef hann véfengir svarið en kemur með ennþá heimskulegra svar fær hann enn fleiri mínusstig. Ef hann hins vegar véfengir svarið og kemur með rétt svar fær hann plússtig. Sá vinnur sem er minnsti hálfvitinn.
Ég mundi kaupa það.
Markmiðið með Hálfvita er ekki að sýna hvaða visku þú býrð yfir heldur þarftu að afsanna að þú sért, í raun, hálfviti.
Á yfirborðinu virkar það eins og Trivial Pursuit- þú færð spurningu sem þú síðan þarft að svara - spurningin má jafnvel vera flokkuð eftir landafræði, sögu, bókmenntum o.s.frv. En þegar kemur að svarinu birtist hið hálfvitalega tvist. Aðeins ca. helmingur svaranna er í raun réttur - hinn helmingurinn er vísvitandi rangur. Það er svo undir hverjum hálfvita komið að vita hvort um rétt eða rangt svar er að ræða.
Dæmi:
Hálfviti: "Æi fæ bara landafræðispurningu"
Spurning: "Í hvaða heimsálfu er Argentína
Hálfviti: "Æi ég man það ekki"
Svar: "Asíu"
Hálfviti: "Ó."
Eins og allir heilvita menn og konur vita er Argentína í Suður-Ameríku og kemur það fram á spjaldinu þótt vitlaust svar sé lesið upp. Ef hálfvitinn hins vegar véfengir ekki svarið fær hann einhvers konar mínusstig. Ef hann véfengir svarið en kemur með ennþá heimskulegra svar fær hann enn fleiri mínusstig. Ef hann hins vegar véfengir svarið og kemur með rétt svar fær hann plússtig. Sá vinnur sem er minnsti hálfvitinn.
Ég mundi kaupa það.
mánudagur, desember 15, 2003
Veik. Vil ekki blogga. Hafði rænu á að setja upp litlu myndina hér til hægri og svo var orkan búin. Er í vinnunni en ætla heim fljótlega. Helgin var góð - mikið af góðum mat og ennþá meira af víni. Sé fram á það að missa af Survivor í kvöld vegna samlestrar. Heilsan gæti hins vegar tekið þá erfiðu ákvörðun af mér.
fimmtudagur, desember 11, 2003
Leiðinda kommentkerfi. Það er nógu slæmt þegar enginn tjáir sig á blogginu manns en það er jafnvel sýnu verra þegar fólk kommentar en alltaf stendur "Ekkert(0)" fyrir neðan allar færslur. Þá er fólk kannski að búast við svari og maður rekst á þetta seint eða alls ekki. Þannig að - eins og staðan er í dag er ekkert að marka kommentnúmerin - fólk er kannski og kannski ekki búið að kommenta.
miðvikudagur, desember 10, 2003
Nú líða fer að jólum.
Ég á hálf bágt með að trúa því sem ég er að fara að gera. Eftir því sem líður á mánuðinn ágerist jólastemningin og er það eðlilegt. Skyndilega er þetta allt að bresta á og kominn tími til að hysja upp brækurnar og klára jólagjafainnakaupin. Siggalára bryddaði upp á því um daginn að ég væri svo gjörn á að gefa fólki það sem það langar í frekar en það sem það vantar. Ekki veit ég hvort það stenst í öllum tilfellum - galdurinn við að gefa fólki jólagjafir sem það fílar er einfaldlega að hlusta á fólk, muna eftir einstaka áhugasviðum og reyna soldið að setja sig í þeirra spor. Það tekst þó auðvitað misvel en maður verður bara að vona hið besta.
Ég fór í það minnsta að reyna að setja mig í spor þeirra sem ætla að gefa mér jóla/afmælisgjafir. Hef ég verið nægilega dugleg að láta mínar skoðanir í ljós? Þegar ég hugsa málið hef ég ekki hugmynd um hvað aðrir mundu telja vera hina fullkomnu gjöf handa mér. Er það ekki bara uppgerðar hógværð og lítillæti að láta ekkert uppi? Eða kemst maður í hóp með gráðugum 8 ára krökkum í Pokemon vímu ef maður býr til lista (er Pokemon-æðið annars ennþá í gangi - hefur nýtt æði tekið við?) Er bjartsýnin/græðgin alveg að gera út af við mann ef hlutir á listanum kosta meira en 2000 kr?
Hér er í öllu falli listinn. Hann inniheldur alla þá hluti sem mig bæði langar og í og ég tel mig vanta. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að hunsa hann með öllu:
Kryddhilla (til að setja upp á vegg)
Sódastreamtæki
Svunta (ekki mittissvunta)
DVD spilari (þeir eru orðnir svo ódýrir)
Diskamappa (fyrir svona 240 stk. - til að byrja með)
Bækur/plötur/dvd/spil/dót er síðan alltaf vel þegið og hef ég engar sérstakar óskir í þeim efnum (dreg mörkin við að troða Amazon óskalistanum upp á fólk) og er opin fyrir öllu því sem fólki finnst skemmtilegt.
Þá er þessi vandræðalegi kafli úr vegi og ég get farið að hlakka skammlaust til jólanna.
Ég á hálf bágt með að trúa því sem ég er að fara að gera. Eftir því sem líður á mánuðinn ágerist jólastemningin og er það eðlilegt. Skyndilega er þetta allt að bresta á og kominn tími til að hysja upp brækurnar og klára jólagjafainnakaupin. Siggalára bryddaði upp á því um daginn að ég væri svo gjörn á að gefa fólki það sem það langar í frekar en það sem það vantar. Ekki veit ég hvort það stenst í öllum tilfellum - galdurinn við að gefa fólki jólagjafir sem það fílar er einfaldlega að hlusta á fólk, muna eftir einstaka áhugasviðum og reyna soldið að setja sig í þeirra spor. Það tekst þó auðvitað misvel en maður verður bara að vona hið besta.
Ég fór í það minnsta að reyna að setja mig í spor þeirra sem ætla að gefa mér jóla/afmælisgjafir. Hef ég verið nægilega dugleg að láta mínar skoðanir í ljós? Þegar ég hugsa málið hef ég ekki hugmynd um hvað aðrir mundu telja vera hina fullkomnu gjöf handa mér. Er það ekki bara uppgerðar hógværð og lítillæti að láta ekkert uppi? Eða kemst maður í hóp með gráðugum 8 ára krökkum í Pokemon vímu ef maður býr til lista (er Pokemon-æðið annars ennþá í gangi - hefur nýtt æði tekið við?) Er bjartsýnin/græðgin alveg að gera út af við mann ef hlutir á listanum kosta meira en 2000 kr?
Hér er í öllu falli listinn. Hann inniheldur alla þá hluti sem mig bæði langar og í og ég tel mig vanta. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að hunsa hann með öllu:
Kryddhilla (til að setja upp á vegg)
Sódastreamtæki
Svunta (ekki mittissvunta)
DVD spilari (þeir eru orðnir svo ódýrir)
Diskamappa (fyrir svona 240 stk. - til að byrja með)
Bækur/plötur/dvd/spil/dót er síðan alltaf vel þegið og hef ég engar sérstakar óskir í þeim efnum (dreg mörkin við að troða Amazon óskalistanum upp á fólk) og er opin fyrir öllu því sem fólki finnst skemmtilegt.
Þá er þessi vandræðalegi kafli úr vegi og ég get farið að hlakka skammlaust til jólanna.
mánudagur, desember 08, 2003
Vaknaði kl. 9:22 í morgun og var mætt til vinnu 8 mínútum síðar þar sem ennþá átti eftir að ganga frá matnum frá því á föstudaginn. Machintosh og laufabrauð út um allt. Enginn tók eftir því að ég mætti of seint enda erfitt að einbeita sér þar sem Einar Har. var að blasta nýja jólalagi Baggalúts á 150 desíbelum. Ég lét hann lækka - sem betur fer því það hefur verið nokkurn veginn stanslaust á repeat síðan þá. Iron Maiden-leg lög eru full orkurík fyrir mig svona nývaknaða.
Helgin var ósköp róleg og notaleg.1 Mikið borðað. Kíktum í jólahúsið og búðir. Akureyringum finnst miklu skemmtilegra að skreyta húsin sín heldur Reykvíkingum. Rakst á Júlla fyrir utan Nettó þar sem hann var að selja nýja geisladiskinn sinn. Ég kenndi fólki backgammon og fór að sofa kl. 11 bæði kvöldin. Fór í sund á sunnudeginum og missti mig í the Body Shop seinna um daginn. Fann ekki nýtt aðventuljós þrátt fyrir ítrekaða leit í bæði Rúmfatalagernum og Byko. Ætli ég verði ekki að kíkja í almennilega búð og kaupa almennilegt ljós þótt það verði aðeins dýrara heldur en Byko draslið. Á reyndar Ikea eftir.
Hef annars frá litlu að segja og er að reyna að fresta árás minni á reikningaturnana sem bíða mín með þessu stefnulausa röfli.
Þeir eru háir og boða fátt gott.
*hrollur*
1 Fyrir þá sem ekki vita þá átti pabbi afmæli á laugardaginn og öll fjölskyldan skellti sér því í helgarferð til Akureyrar.
Helgin var ósköp róleg og notaleg.1 Mikið borðað. Kíktum í jólahúsið og búðir. Akureyringum finnst miklu skemmtilegra að skreyta húsin sín heldur Reykvíkingum. Rakst á Júlla fyrir utan Nettó þar sem hann var að selja nýja geisladiskinn sinn. Ég kenndi fólki backgammon og fór að sofa kl. 11 bæði kvöldin. Fór í sund á sunnudeginum og missti mig í the Body Shop seinna um daginn. Fann ekki nýtt aðventuljós þrátt fyrir ítrekaða leit í bæði Rúmfatalagernum og Byko. Ætli ég verði ekki að kíkja í almennilega búð og kaupa almennilegt ljós þótt það verði aðeins dýrara heldur en Byko draslið. Á reyndar Ikea eftir.
Hef annars frá litlu að segja og er að reyna að fresta árás minni á reikningaturnana sem bíða mín með þessu stefnulausa röfli.
Þeir eru háir og boða fátt gott.
*hrollur*
1 Fyrir þá sem ekki vita þá átti pabbi afmæli á laugardaginn og öll fjölskyldan skellti sér því í helgarferð til Akureyrar.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Ég fæ ekki séð að ég komist undan því að halda upp á afmælið mitt. Það verður hins vegar allt á lágstemmdu nótunum enda ekki um merkisafmæli að ræða. Ef fólk kýs að hitta mig þennan dag getur það fundið mig heima með kokteil í hönd laugardaginn 20. desember - svona upp úr átta. Má vera að það hafi eins og einn kokteil - eða tvo - upp úr ferðalaginu. Engar frekari ráðstafanir verða gerðar.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Mér tókst ekki að finna mér eiginmannsefni á einni viku og þurfti því að drösla fjandans dekkjunum inn í geymsluna sjálf. Einstaklega skemmtilegt verkefni þar sem geymslan var yfirfull af málningardollum, íþróttatöskum fullum að köðlum (!), bílstuðurum og ryðguðu brjotajárni. Illi leigjandi segir til sín enn á ný. Öllu þessu var vandlega pakkað inn í þetta litla pláss og dekkin (5 stk.) þurftu að fara á bakvið allt draslið. Ég var rétt búin að drepa mig í öllum hamagangnum - ef ekki vegna hrynjandi stuðara á hausinn eða blóðeitrunar af ryðgaða járninu þá var ég við það komin að hengja mig - fúslega - með kaðlinum. Eins og það væri ekki nóg kom leigjandi minn til mín í miðjum klíðum og kvartaði undan útidyralyklinum sínum. Hann var víst hættur að virka eins og hvert annað rafmagnstæki og hún hafði þurft að skríða inn um glugga til að komast í herbergið sitt. Við nánari skoðun kom svo auðvitað í ljós að henni hafði tekist að beygla lykilinn svo hann gekk ekki lengur í skrána. Hófst nú dauðaleit í íbúðinni minni að aukalykunum svo hún þyrfti ekki að halda áfram að skríða inn um kjallaragluggann eins og hver annar óþægur köttur (Gabríel.) Ég fann enga lykla og þurfti að láta hana hafa mína. Ætlaði svo að heimsækja foreldarana og fá lykla hjá þeim en nágranninn kom heim og ég fór að betla lykla af henni. Kom á daginn að hún hafði aldrei skilað mér aukalyklunum (grr) - ég hirti þá og kjallaralykilinn af henni og er ég nú vel lykluð og með stefnumót við Kringluna seinni partinn í dag til að ná mér í aukasett.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Ég get ekki sagt að jólamánuðurinn byrji neitt sérstaklega skemmtilega. Það er borað í alla veggi í vinnunni sem aldrei fyrr, kettirnir hatast ennþá, allt í kringum mig er skítugt, ég er alltaf þreytt og klósettið situr ennþá á tröppunum mínum - nú með vask sem félagskap.
Nú verður eitthvað drastískt að gerast! Ég er farin í ljós. Veit einhver um góða og ódýra stofu til slíks? Ég var að spá í svona 4-5 tíma - ná af mér mesta sleninu. Helst vildi ég eyða næsta mánuði á strönd í Flórída en það verður ekki á allt kosið.
Þessir ljósatímar eru liður í því að koma mér í meira jólaskap. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun í nóvember að ég ætlaði ekki að byrjað á jólaundirbúningnum fyrr en á aðventu en nú er eitthvað svo erfitt að koma sér í gír. Sérstaklega þar sem allur snjórinn er horfinn. Aðventuljósin eru kominn út í glugga og jólakortapokinn á nagla. Ég hef meira að segja verið iðin við að baka - þótt kökurnar hafi staldra stutt við. Jólalögin hjálpa til - meira að segja Helga Möller! Kíkið á síðuna hennar Jóhönnu Ýr ef þið þjáist af jólalagasvelti.
Klukkan er orðin 4 - boranir byrjaðar fyrir alvöru og ég er flúin. Þið getið fundið mig seinni partinn í afslöppun á Unganum.
Nú verður eitthvað drastískt að gerast! Ég er farin í ljós. Veit einhver um góða og ódýra stofu til slíks? Ég var að spá í svona 4-5 tíma - ná af mér mesta sleninu. Helst vildi ég eyða næsta mánuði á strönd í Flórída en það verður ekki á allt kosið.
Þessir ljósatímar eru liður í því að koma mér í meira jólaskap. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun í nóvember að ég ætlaði ekki að byrjað á jólaundirbúningnum fyrr en á aðventu en nú er eitthvað svo erfitt að koma sér í gír. Sérstaklega þar sem allur snjórinn er horfinn. Aðventuljósin eru kominn út í glugga og jólakortapokinn á nagla. Ég hef meira að segja verið iðin við að baka - þótt kökurnar hafi staldra stutt við. Jólalögin hjálpa til - meira að segja Helga Möller! Kíkið á síðuna hennar Jóhönnu Ýr ef þið þjáist af jólalagasvelti.
Klukkan er orðin 4 - boranir byrjaðar fyrir alvöru og ég er flúin. Þið getið fundið mig seinni partinn í afslöppun á Unganum.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Annað kvöld verður stefnan tekin á Þingvöll þar sem skrifastofa Fasteignanna ætlar að gæða sér á jólahlaðborði í Valhöll (mmm... borð). Strax eftir matinn ætlar ég hins vegar að bruna í bæinn og það sem eftir lifir helgar hef ég engin fastmótuð plön. Nema hvað ég er staðráðin í að leika mér. Vill einhver leika við mig?
Einnig: kraftaverk gerast enn: Fúlhildur er byrjuð að blogga á ný. Og eins og aðrir góðir Íslendingar hefur hún bók að plögga.
Þið þurfið ekki að vera hrædd en það hjálpar.
Einnig: kraftaverk gerast enn: Fúlhildur er byrjuð að blogga á ný. Og eins og aðrir góðir Íslendingar hefur hún bók að plögga.
Þið þurfið ekki að vera hrædd en það hjálpar.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Ég veit ekki hvað skal segja. Það verður ekki reynt við flæðandi, samræmdan texta í dag.
Ég á nýja þvottavél. Liggaliggalá!
Við þurfum að finna upp nýja og umfram allt hljóðláta aðferð við að bora í veggi.
Jóhanna Ýr á afmæli - til hamingju með daginn! Þú verður bara 29 ára einu sinni.
"Survivor" - Rupert rekinn - ég vissi það!
Þetta gengur ekki lengur - ég verð að finna mér eiginmann. Einhvern sem er tilbúinn til að hjálpa mér að bera sumardekkin (á felgum) úr bílnum og í útigeymsluna undir stiganum.
Ég á mér nýja uppáhaldsstað - Mama's Tacos í Lækjargötu. Ódýr, hollur og guðdómlega góður skyndibiti.
Ef einhvern langar til að sitja í sal og horfa á upptökur á "Viltu vinna milljón" þá gefst hinum sama tækifæri til þess í kvöld. Bara hafa samband við undirritaða sem ætlar ekki að mæta en mun í staðinn fylgjast með "Amazing race" þótt hún viti alveg hver vinnur keppnina.
Fúlhildur Ljótbjörg kom að máli við mig og vill endilega fá taka þátt í jóladiskinum sem hún hefur heyrt að sumir hverjir séu að planleggja. Vill hún gjarnan taka eitt létt jólalag (eða jafnvel fallega textann sem hún samdi við eitt af lögunum úr "War of the Worlds") til að breiða út friðarboðskapinn og plögga nýju bókina sína - "Mergjuð martröð: ævi Jóns frá Bægisá séð í nýju ljósi" - í leiðinni. Hún lofar glæstum söng.
Ég á nýja þvottavél. Liggaliggalá!
Við þurfum að finna upp nýja og umfram allt hljóðláta aðferð við að bora í veggi.
Jóhanna Ýr á afmæli - til hamingju með daginn! Þú verður bara 29 ára einu sinni.
"Survivor" - Rupert rekinn - ég vissi það!
Þetta gengur ekki lengur - ég verð að finna mér eiginmann. Einhvern sem er tilbúinn til að hjálpa mér að bera sumardekkin (á felgum) úr bílnum og í útigeymsluna undir stiganum.
Ég á mér nýja uppáhaldsstað - Mama's Tacos í Lækjargötu. Ódýr, hollur og guðdómlega góður skyndibiti.
Ef einhvern langar til að sitja í sal og horfa á upptökur á "Viltu vinna milljón" þá gefst hinum sama tækifæri til þess í kvöld. Bara hafa samband við undirritaða sem ætlar ekki að mæta en mun í staðinn fylgjast með "Amazing race" þótt hún viti alveg hver vinnur keppnina.
Fúlhildur Ljótbjörg kom að máli við mig og vill endilega fá taka þátt í jóladiskinum sem hún hefur heyrt að sumir hverjir séu að planleggja. Vill hún gjarnan taka eitt létt jólalag (eða jafnvel fallega textann sem hún samdi við eitt af lögunum úr "War of the Worlds") til að breiða út friðarboðskapinn og plögga nýju bókina sína - "Mergjuð martröð: ævi Jóns frá Bægisá séð í nýju ljósi" - í leiðinni. Hún lofar glæstum söng.
mánudagur, nóvember 24, 2003
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Ég á toll. Keypti stóra flösku af Kapteini og aðra af Bailey's þegar ég kom til landsins. Hef verið á landinu núna í á fjórða dag og áfengið allt óhreyft! Hver vill hjálpa mér með veigarnar - t.d. næstu helgi? Það blunda óteljandi kokteilmöguleikar í þessum tveimur flöskum...
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
Annars vil ég gjarnan vekja athygli lesenda á þeim sem ég tel vera verðugan arftaka Fúlhildar Ljótbjargar (a.m.k. þangað til hún byrjar að skrifa aftur). Á það bæði við um hina beinskeytti ádeilu hans og flæðandi stílinn sem ber ótvíræðan keim af listaverkinu Ástríki þótt ekki sé nokkur ástæða til að ætla að um bein tensl milli verkana sé að ræða. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina stórskemmtilegu dýra/glæpasögu Kisans, "Speaking of fish." Lesið og dæmið sjálf.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Komin heim í heiðardalinn - lands hinnar eilífu diet-Pepsí gnóttar og íslenskra stafa.
Já svo virðist sem diet Pepsí sé bannað í Svíþjóð. Það vildi a.m.k. enginn selja mér svoleiðis. Diet Pepsí, Cherrios og pepperóní fyrirfinnst ekki í þessu landi og er höfuð ástæða þess að ég mun aldrei geta flutt þangað. Öll sænskan gerði það svo að verkum að það greip mig þessi líka sterka og áður óþekkta löngun til þess að tala dönsku. Ef ég flyt einhvern tímann til Skandinavíu verð ég víst að setjast að í Danaveld ef ég á að finna einhverja ró í beinunum. Þetta hefði mig aldrei grunað.
Ég kom heim um hálf þrjú í gær og var sótt af foreldrunum. Eftir að hafað dömpað farangrinum heim (og þrifið upp ælu og hland eftir dauðhrædda Lísu og skrúbbað kassann hennar) fór ég út á nes þar sem snæddar voru vöfflur ásamt foreldrunum, Halldóri, Jóhönnu, Hebu og Gísla Hrafni. Kvöldinu var svo eytt í alvarlegt sjónvarpsgláp.
Sá síðast nefndi liggur nú á skurðarborði og verður von bráðar allur kominn í lag. Hann var víst með mein-gallaða blöðru sem læknarnir eru á fullu að laga as ví spík. Svo verður litla skinnið 10 daga á spítala að jafna sig og verður vonandi nýr og betri maður á eftir.
Já svo virðist sem diet Pepsí sé bannað í Svíþjóð. Það vildi a.m.k. enginn selja mér svoleiðis. Diet Pepsí, Cherrios og pepperóní fyrirfinnst ekki í þessu landi og er höfuð ástæða þess að ég mun aldrei geta flutt þangað. Öll sænskan gerði það svo að verkum að það greip mig þessi líka sterka og áður óþekkta löngun til þess að tala dönsku. Ef ég flyt einhvern tímann til Skandinavíu verð ég víst að setjast að í Danaveld ef ég á að finna einhverja ró í beinunum. Þetta hefði mig aldrei grunað.
Ég kom heim um hálf þrjú í gær og var sótt af foreldrunum. Eftir að hafað dömpað farangrinum heim (og þrifið upp ælu og hland eftir dauðhrædda Lísu og skrúbbað kassann hennar) fór ég út á nes þar sem snæddar voru vöfflur ásamt foreldrunum, Halldóri, Jóhönnu, Hebu og Gísla Hrafni. Kvöldinu var svo eytt í alvarlegt sjónvarpsgláp.
Sá síðast nefndi liggur nú á skurðarborði og verður von bráðar allur kominn í lag. Hann var víst með mein-gallaða blöðru sem læknarnir eru á fullu að laga as ví spík. Svo verður litla skinnið 10 daga á spítala að jafna sig og verður vonandi nýr og betri maður á eftir.
föstudagur, nóvember 14, 2003
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Úff - þetta er að bresta á. Er komin með Herbalife og annað sem ég á að færa Emblu. Á eftir að kaupa seríós. Þarf að muna að láta nágrannann hafa lykla og mömmu hafa spólu og bílinn. Pakka - má ekki gleyma að pakka. Á alveg eftir að tékka á því hvort ég sé með nothæfa tösku. Þarf að fara niður á eftir og þvo þvott. Taka soldið til hérna svo nágrannakonan fáist til að koma hingað inn til að gefa köttunum.
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
Ég er ekkert stressuð.
Litla kisan mín húkir nú undir rúmi og mun aldrei eignast kettlinga. Hún er soldið óstyrk í fótunum en er öll að koma til. Þegar mikið er að er hins vegar best að vera bara undir rúminu og ætla ég að láta hana vera. Gabríel veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið - hnusaði fyrst ótæpilega að búrinu hennar og svo þegar hann sá að hún gat gengið byrjaði urrið svona til að árétta goggunarröðina. Hún hins vegar virti hann ekki viðlits sem hefur aldrei gerst áður þannig að hann hlussaðist hálfmóðgaður inn í stofu og settist í sófann.
Ég - eins og svo oft áður - er ekki að nenna að gera helminginn af því sem ég þarf að gera. Er alveg að fara að koma mér niður í kjallara að "gera hluti." Langar mest til að skríða upp í sófa. Er illt í maganum. Sennilega lakkrísnum sem var gefinn skrifstofunni að kenna. Lakkrís er gotterí Satans.
Annars er einum stressfaktor lokið; Heiða Skúla sú eðalkona og ofurhetja bauðst til að keyra mig á flugvöllinn. Nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr!
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Ég er að komast að því betur og betur að ég er með ferðafóbíu á frekar háu stigi. Það á sérstaklega við um flugferðir. Nú er ég ekki flughrædd - mér bara leiðist svo óskaplega að fljúgja. Allt umstangið í kringum flugferðina. Ég nenni þessu ekki. Þessi fóbía mín hefur verið að myndast nokkuð markvisst í svona 10 ár og þykir mér líklegt að rótina sé að finna í hörmulegri heimför minni frá Bandaríkjunum árið 1994 (önnur heimför frá Bandaríkjunum árið 2001 sem tók tæpan sólarhring sökum tafa hefur heldur ekki hjálpað upp á.) Hámarki náði þó þessi andstyggð í Frakklandi í fyrra - þar sem ég stóð í innritunarröð á Charles de Gaulle flugvelli og þráði það heitast að missa vitið, höggva mann og annan sem ruddist framfyrir röðina og vera send heim í sjúkraflugi. Enn þann dag í dag er ég ekki svo viss um að ég hefði nokkurn tímann séð eftir því. Það eina sem hugsanlega stoppaði mig var óvissan um að ferðalagið mundi taka styttri tíma fyrir vikið.
Nú er ég að fara til Svíþjóðar og kvíði fyrir. Fyrst er það að dröslast út á völl eldsnemma morguns - eftir einhverjum enn óákveðnum leiðum (anyone?) Síðan er það að dröslast frá Kastrup með lest til Lund og svo þaðan heim til Emblu. Þetta er alltof erfitt og mig langar mest til að eyða þessum laugardegi eins og ég er vön - í hangs á heimsmælikvarða.
Nú er ég að fara til Svíþjóðar og kvíði fyrir. Fyrst er það að dröslast út á völl eldsnemma morguns - eftir einhverjum enn óákveðnum leiðum (anyone?) Síðan er það að dröslast frá Kastrup með lest til Lund og svo þaðan heim til Emblu. Þetta er alltof erfitt og mig langar mest til að eyða þessum laugardegi eins og ég er vön - í hangs á heimsmælikvarða.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Kominn þriðjudagur og aðeins fjórir dagar þangað til ég yfirgef landið. Ég hef ekki ennþá gert nein plön fyrir Svíþjóð önnur en þau að anda að mér sænsku lofti og eru allar uppástungur vel þegnar. Ég á líka eftir að redda mér fari á völlinn. Ætli það endi ekki með því að ég taki rútuna en ef einhver er í miklu stuði til að fara í smá bíltúr kl. 6 á laugardagsmorgni þá væri það afskaplega vel þegið og líklegt til að koma viðkomandi í dýrlingatölu.
Fór í bíó í gær með múttu - við kíktum á miðaldra konur fækka klæðum. Ágætis skemmtun og afskaplega þægilegt og rúmt í stóra sal Háskólabíós þar sem sjö manneskjur voru mættar til að berja myndina augum.
Í öðrum fréttum - þetta grunnti mig alltaf:
Fór í bíó í gær með múttu - við kíktum á miðaldra konur fækka klæðum. Ágætis skemmtun og afskaplega þægilegt og rúmt í stóra sal Háskólabíós þar sem sjö manneskjur voru mættar til að berja myndina augum.
Í öðrum fréttum - þetta grunnti mig alltaf:
föstudagur, október 31, 2003
Ég held ég sé búin að fá botn í þessi hnerraköst mín. Ég fór ósköp vel með mig þegar ég kom heim í gær; klæddi mig vel og lá undir teppi uppi í sófa fram eftir kvöldi. Fór meira að segja tiltölulega snemma að sofa. Síðan í morgun leið mér bara vel og kenndi mér einskis mein. Kom í vinnuna - var búin að vera hér í tíu mínútur þegar ég byrjaði að hnerra á fullu aftur. Rann loksins upp fyrir mér lítið ljós. Ég hnerraði ekkert eftir vinnu í gær og ekkert heima hjá mér í morgun en um leið og ég kem hingað byrjar fjörið á ný. Það er auðvitað verið að rífa niður veggi og setja upp nýja við hliðina mér. Gipsryk liggur yfir öllu ásamt fullt af öðrum skemmtilegum efnum. Ég er einfaldlega með ofnæmi. Sem eru gleðitíðindi. Held ég. Flensan er a.m.k. ekki á leiðinni eins og er.
fimmtudagur, október 30, 2003
Er fá þetta líka fína kvef. Hef beðið alltof lengi eftir þessu tækifæri. Hnerra stanslaust og finn nefnið stíflast meira og meira með hverri mínútunni. Var teymd inn í eldhús áðan og látin teyga einhvern ókennilegan vökva úr dökkri glerflösku með austur-evrópskum merkingum. Er komin með nýtt bragð á listann minn - beint fyrir neðan brauðsúpuna og Whiskey. Þetta átti að lækna öll mein en ég hnerra eftir sem áður. Ætli ég fái flensuna líka? Ég krossa fingur og tær og bíð spennt!
mánudagur, október 27, 2003
Það er úr mér allur bloggvindur. Mér datt ekki einu sinni í hug að lesa einhver blogg yfir helgina - hvað þá að skrifa sjálf. Mesta dramað í mínu lífi snýst nú í kringum skanna sem vill ekki leggja lag sitt við vinnutölvuna mína. Tölvan er réttum gír, búin að fá sér glansandi nýjan driver og komin í allar viðeigandi stellingarnar. Hún bíður spennt. Skanninn hins vegar þráast við. Mig grunar að hann sé eitthvað móðgaður yfir því að hún skellti í sig drivernum eftir hann var tengdur við hana. Það er víst harðbannað. Ég hef margreynt að setja inn driverinn og tengja svo skannann en hann virðist vera orðinn afhuga tölvunni minni og hún honum. Það verður ekkert farsælt hjónaband í dag. Að minnsta kosti ekki af mínum völdum. Sú ákvörðun hefur því verið tekin að fá reyndar sambandslækni inn til að setja upp réttu stillingarnar og strúka viðkvæm egóin. Eitthvað á hann víst að geta gert til að koma þeim báðum í stuð - lumar sennilega á kröftugu tölvu-Viagra.
föstudagur, október 24, 2003
Mér er sagt að ég eigi að biðja um launahækkun í dag. Ég sé það svo gerast. Ekki það að ég vilji ekki launahækkun. En ... ég fékk þessa líka svakalegu launahækkun upp á heilar 3000 kr. fyrir nokkrum mánuðum og veit upp á hár hver viðbröðin yrðu: "Ekki séns." Verð ég ekki bara að fá mér aðra vinnu? Hvaða vinnuveitandi mundi vilja ráða mig á mannsæmandi launum?
En ég er nú ekki alveg að beila á þessari Feministaviku. Ætla að mæta kl. 4 og hlusta á fangor leiklesa með stæl. Síðan í kvöld; Idol og áfengi. Þarna eru öll mín flóknu plön komin í hnotskurn.
En ég er nú ekki alveg að beila á þessari Feministaviku. Ætla að mæta kl. 4 og hlusta á fangor leiklesa með stæl. Síðan í kvöld; Idol og áfengi. Þarna eru öll mín flóknu plön komin í hnotskurn.
mánudagur, október 20, 2003
Úff - ég stefni hraðbyr í "Letibloggari Mánaðarins." En ekki rita nafn mitt bikarinn alveg strax. Ég sé að ég er ekki sú eina í lægð. Enda er við því að búast. Blogggleðin kemur og fer - hugsanlega tengd gangi himintunglanna eða dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Nú finn ég hana færast yfir á ný. Um stundarsakir að minnst kosti.
Nú keppist landinn við bólusetningar. Inflúensufaraldu ku vera á leiðinni og ógnar heilsu og vellíðan landsmanna. En það er önnur og mun lævísar vírus á kreiki. Þennan vírus, af JW stofni, er erfitt að einangra og enn erfiðara að bólusetja gegn. Hann velur sér smitbera af kostgæfni og lætur þá um að vinna alla vinnuna fyrir sig. Til allrar hamingju smitast hann ekki í gegnum öndunarfæri heldur er nauðsynlegt fyrir tilvonandi sjúklinga að sitja, nær hreyfingalausir í 43 mínútur á meðan hann nær almennilegum tökum á fórnarlambinu. Smitberarnir sjálfir eru yfirleitt hvað verst farnir af sjúkdómnum og ekki færir um að taka yfirvegarðar ákvarðanir. Einkennin lýsa sér sem algjör missir á sjálfstæðum vilja, nær stanslaus eftirvæntingar tilfinning og löngun til að smita aðra. Enn sem komið er hefur þessi vírus ekki náð hættulegri útbreiðslu en þar sem engin lækning finnst og engin bólusetningaleið þekkt önnur en sú að neita að sitja kjurr í þessar 43 mínútur er hætta á að árið 2056 verði öll heimsbyggðin undirlögð. Hvað er til ráða spyrjið þið og ekki nema von. Besta leiðin til að komast hjá smiti er að varast smitberana. Það er rétt að útvortis einkenni eru engin - nema ef nefna skyldi brjálæðislegan glampa í augum og tilhneigingu til að þylja undarlegar frasa - en góð þumalputtaregla er að fylgjast með mögulegum smitberum á netinu. Þar kemur oftar en ekki þeirra sanna sýkta eðli í ljós. Það er skylda mín að tilkynna öllum sem kynna að vera í hættu að um þessar mundir geisar faraldur mikill á Vesturgötu. Íbúar á heimili þar hafa lagst allir sem einn og legst sóttin þungt á þá. Eins og gengur og gerist eru sjúklingarnir mis illa haldnir og er yngir karlmanni heimilisins vart hugað líf. Eins og fram hefur komið er engin lækning við Buffilia Vampiris Slayosis og er eina leiðin að senda styrkjandi hugsanir og leyfa sóttinni að ganga sitt skeið. Því þrátt fyrir allt er hægt að lifa með sjúkdómnum og sumum hefur jafnvel tekist að stunda vinnu og einföld félagsstörf. Dæmi eru meira að segja um að sjúklingar hafi eignast fjölskyldu. En hinn kaldi og sorglegi sannleikur er sá að á meðan fólkið lifir finnur það alltaf fyrir einkennunum og er jafnframt smitberar þessa stórhættulega sjúkdóms.
Nú keppist landinn við bólusetningar. Inflúensufaraldu ku vera á leiðinni og ógnar heilsu og vellíðan landsmanna. En það er önnur og mun lævísar vírus á kreiki. Þennan vírus, af JW stofni, er erfitt að einangra og enn erfiðara að bólusetja gegn. Hann velur sér smitbera af kostgæfni og lætur þá um að vinna alla vinnuna fyrir sig. Til allrar hamingju smitast hann ekki í gegnum öndunarfæri heldur er nauðsynlegt fyrir tilvonandi sjúklinga að sitja, nær hreyfingalausir í 43 mínútur á meðan hann nær almennilegum tökum á fórnarlambinu. Smitberarnir sjálfir eru yfirleitt hvað verst farnir af sjúkdómnum og ekki færir um að taka yfirvegarðar ákvarðanir. Einkennin lýsa sér sem algjör missir á sjálfstæðum vilja, nær stanslaus eftirvæntingar tilfinning og löngun til að smita aðra. Enn sem komið er hefur þessi vírus ekki náð hættulegri útbreiðslu en þar sem engin lækning finnst og engin bólusetningaleið þekkt önnur en sú að neita að sitja kjurr í þessar 43 mínútur er hætta á að árið 2056 verði öll heimsbyggðin undirlögð. Hvað er til ráða spyrjið þið og ekki nema von. Besta leiðin til að komast hjá smiti er að varast smitberana. Það er rétt að útvortis einkenni eru engin - nema ef nefna skyldi brjálæðislegan glampa í augum og tilhneigingu til að þylja undarlegar frasa - en góð þumalputtaregla er að fylgjast með mögulegum smitberum á netinu. Þar kemur oftar en ekki þeirra sanna sýkta eðli í ljós. Það er skylda mín að tilkynna öllum sem kynna að vera í hættu að um þessar mundir geisar faraldur mikill á Vesturgötu. Íbúar á heimili þar hafa lagst allir sem einn og legst sóttin þungt á þá. Eins og gengur og gerist eru sjúklingarnir mis illa haldnir og er yngir karlmanni heimilisins vart hugað líf. Eins og fram hefur komið er engin lækning við Buffilia Vampiris Slayosis og er eina leiðin að senda styrkjandi hugsanir og leyfa sóttinni að ganga sitt skeið. Því þrátt fyrir allt er hægt að lifa með sjúkdómnum og sumum hefur jafnvel tekist að stunda vinnu og einföld félagsstörf. Dæmi eru meira að segja um að sjúklingar hafi eignast fjölskyldu. En hinn kaldi og sorglegi sannleikur er sá að á meðan fólkið lifir finnur það alltaf fyrir einkennunum og er jafnframt smitberar þessa stórhættulega sjúkdóms.
fimmtudagur, október 16, 2003
Þetta er það vinsælasta í dag:
You are Form 1, Goddess: The Creator.
"And The Goddess planted the acorn of life. She cried a single tear and shed a single drop of blood upon the earth where she buried it. From her blood and tear, the acorn grew into the world."
You are Form 1, Goddess: The Creator.
miðvikudagur, október 15, 2003
Mmmm... miðvikudagur. Ég er farin að hafa sérstakar mætur á miðvikudögum. Þetta eru illa misskildir dagar. Fólk er ekki lengur endurnært eftir helgina á undan og varla að það grilli í þá næstu. Með réttu ætti miðvikudagur að vera hinn eilífi vinnuvikudagur. En ég get ekki verið sérstaklega neikvæð út í hann. Í fyrsta lagi er það sjónvarpsdagsskráin - gjörsamlega ekkert vitrænt í sjónvarpinu á miðvikdögum (Ztelpuztöð á Ztöð 2!!!) sem gerir það að verkum að ég er ekki bundin yfir þeim þrælameistara. Fæstir eru með stór og flókin plön eins og tíðkast um helgar. Enginn er að ætlast til þess að maður "geri eitthvað" - hvort sem þetta "eitthvað" er skemmtanalega eða hreinlætislegs eðlis. Maður er kominn yfir mesta þunglyndiskastið sem fylgdi því að vinnuvikan byrjaði aftur - ekki ennþá farinn að fyllast stressi yfir öllu sem þarf að gerast um helgina. Já mér líkar ágætlega við miðvikudaga.
Það er samt nóg að gera. Einn vinnufélaginn strunsar nú um gangana og æfir sig á gjallarhornið með nýútprentaðan undirskriftalista að vopni. Ráðherratæklingar verða stundaðar í hádeginu niðri á Austurvelli. Komi allir þeir sem unna rjúpnaveiðum og vandræðalegu brosi Sivjar.
Snorri Hergill ætlar aldrei að hætta að vera fyndinn og mun sanna það enn og aftur í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld.
Sjálf er ég að velta þessari stóru og erfiðu spurningu fyrir mér: Á ég eða á ég ekki að fara í jóga í hádeginu? Því ég nenni því eiginlega ekki. Ég ætti auðvitað að fara - þetta er síðasti tíminn. And yet...
Það er samt nóg að gera. Einn vinnufélaginn strunsar nú um gangana og æfir sig á gjallarhornið með nýútprentaðan undirskriftalista að vopni. Ráðherratæklingar verða stundaðar í hádeginu niðri á Austurvelli. Komi allir þeir sem unna rjúpnaveiðum og vandræðalegu brosi Sivjar.
Snorri Hergill ætlar aldrei að hætta að vera fyndinn og mun sanna það enn og aftur í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld.
Sjálf er ég að velta þessari stóru og erfiðu spurningu fyrir mér: Á ég eða á ég ekki að fara í jóga í hádeginu? Því ég nenni því eiginlega ekki. Ég ætti auðvitað að fara - þetta er síðasti tíminn. And yet...
mánudagur, október 13, 2003
fimmtudagur, október 09, 2003
þriðjudagur, október 07, 2003
Ég hef nýlega tekið upp á því að týna hlutum. Græni stuttermabolurinn sem ég klæddist í jóga í gær er horfinn. Ég finn hvergi strigaskóna mína og gleraugun mín hafa gufað upp.
Þetta er of mikið í einu til að geta verið tilviljun. Mig grunar skæða bakteríu um græsku. Bakteríu sem kemur af stað tímabundnu óminnisástandi þar sem sjúklingurinn felur eða jafnvel hendir þeim hlutum sem hann hefur í höndunum. Baktería þessi hefur að vísu ekki verið einangruð ennþá og engin mótefni finnast né lækning en þar sem ég uppgötvaði þennan stórhættulega sjúkdóm ætti ég að hafa áunnið mér rétt til að gefa honum nafn:
Tinea stuffis.
Og ég er fyrsta greinda fórnarlambið.
Þetta er of mikið í einu til að geta verið tilviljun. Mig grunar skæða bakteríu um græsku. Bakteríu sem kemur af stað tímabundnu óminnisástandi þar sem sjúklingurinn felur eða jafnvel hendir þeim hlutum sem hann hefur í höndunum. Baktería þessi hefur að vísu ekki verið einangruð ennþá og engin mótefni finnast né lækning en þar sem ég uppgötvaði þennan stórhættulega sjúkdóm ætti ég að hafa áunnið mér rétt til að gefa honum nafn:
Tinea stuffis.
Og ég er fyrsta greinda fórnarlambið.
mánudagur, október 06, 2003
föstudagur, október 03, 2003
Heilræði dagsins
Úff - föstudagarnir geta ekki komið nógu fljótt þessa dagana. Er farið að leiðast það óskaplega að hanga fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn. Er einhver leið til þess að ég geti farið að kenna bókmenntir einhvers staðar? Var að aðstoða Jóhönnu Ýr við að skrifa ritgerð og komst að því að það er gaman að leiðbeina. Hmm... þyrfti kannski að næla mér í einhvers konar kennsluréttindi fyrst.
Það lítur út fyrir að ég sé að fara til Svíþjóðar 8. nóvember og vera þar í heila viku. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að breyta miðanum eitthvað eða borga fyrir gistinu í Kaupmannahöfn. Þannig að sá draumur er búinn. Ég hef svosem komið nógu oft til Köben um ævina þannig að það ætti ekki að koma að sök. Hef hins vegar ekkert kynnst Svíþjóð.
Kvöldið stefnir í Idol-gláp og spilamennsku - sennilega ekki á sama stað. Fortíðarsjúkir sambekkingar úr Való hafa verið að reyna að lokka mig á endurfundi sem eiga að eiga sér stað í kvöld (15 ár síðan ég hætti að þekkja fólkið sem ég þekkti í raun aldrei). Hugsa að ég fórni þeim fyrir hina fyrrnefndu skemmtun. Ég asnaðist til að mæta á 10 ára mótið og sá strax mikið eftir því. Þetta var alveg sama fólkið og ég var með í skóla - ótrúlegt hvað smá þroski getur í raun gert lítið fyrir gallaðan persónuleika. Þeir sem voru ekki í sambandkrísum eða að reyna að glæða loga fortíðarinnar voru annað hvort blindfullir að reyna við allt sem hreyfðist eða sýnandi barnamyndir öllum vildu ekki sjá. Mig langaði ekki að kynnast þeim fyrir 15 árum og því síður núna. Ég er afskaplega fegin að eiga aðra og miklu skemmtilegri vini.
Úff - föstudagarnir geta ekki komið nógu fljótt þessa dagana. Er farið að leiðast það óskaplega að hanga fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn. Er einhver leið til þess að ég geti farið að kenna bókmenntir einhvers staðar? Var að aðstoða Jóhönnu Ýr við að skrifa ritgerð og komst að því að það er gaman að leiðbeina. Hmm... þyrfti kannski að næla mér í einhvers konar kennsluréttindi fyrst.
Það lítur út fyrir að ég sé að fara til Svíþjóðar 8. nóvember og vera þar í heila viku. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að breyta miðanum eitthvað eða borga fyrir gistinu í Kaupmannahöfn. Þannig að sá draumur er búinn. Ég hef svosem komið nógu oft til Köben um ævina þannig að það ætti ekki að koma að sök. Hef hins vegar ekkert kynnst Svíþjóð.
Kvöldið stefnir í Idol-gláp og spilamennsku - sennilega ekki á sama stað. Fortíðarsjúkir sambekkingar úr Való hafa verið að reyna að lokka mig á endurfundi sem eiga að eiga sér stað í kvöld (15 ár síðan ég hætti að þekkja fólkið sem ég þekkti í raun aldrei). Hugsa að ég fórni þeim fyrir hina fyrrnefndu skemmtun. Ég asnaðist til að mæta á 10 ára mótið og sá strax mikið eftir því. Þetta var alveg sama fólkið og ég var með í skóla - ótrúlegt hvað smá þroski getur í raun gert lítið fyrir gallaðan persónuleika. Þeir sem voru ekki í sambandkrísum eða að reyna að glæða loga fortíðarinnar voru annað hvort blindfullir að reyna við allt sem hreyfðist eða sýnandi barnamyndir öllum vildu ekki sjá. Mig langaði ekki að kynnast þeim fyrir 15 árum og því síður núna. Ég er afskaplega fegin að eiga aðra og miklu skemmtilegri vini.
fimmtudagur, október 02, 2003
Ég eyddi gærdeginu í félagsskap minnar ágætu mágkonu og fjölskyldu hennar. Mikið af góðum mat (mmm... burritos) og enn betri samræðum. Henni til heiðurs kemur því hérna minn listi yfir það sem ég hræðist mest - í engri vitrænni röð:
1. Jarðskjálftar - ég verð a.m.k. að vita að jörðin muni ekki kippast undan fótum mér
2. Að gefa blóð í blóðbankanum - ég skal leyfa læknum að stinga mig með nálum ef líf mitt liggur við en ég fer aldrei aftur inn í þennan pot- og pyntingarstað
3. Að drukkna - komst að því eftir misheppnaða rafting ferð niður Jökulsá eystri að það er ekki mjög gaman að drukkna næstum því
4. Tannlæknar - ekki svo mikið sársaukinn heldur vatnið sem safnast í kokinu og hótar að fara vitlaust ofan í mann og maður má ekki kyngja því þá lendir borinn úti í kinn
5. Marglyttur - oj
6. Að komast að því að það sé líf eftir dauðann - mér finnst það svo mikill óþarfi - tilhugsunin um óminni hins eilífa svefns er róandi. Lífið sjálft ætti að innihalda tilganginn - ekki einhver óræð, óviss og óhlutbundin tilvist.
7. Að vakna einn daginn sem Celine Dion aðdándi - ég er komin á rétta aldurinn!
8. Að missa ástvin - það er ömurlegt
9. Að missa hreyfigetuna og þurfa að eyða ævinni í stanslausum kvölum - getur ekki verið mjög skemmtilegt
10. Að vera föst á eyðieyju með Oasis - segir allt sem segja þarf
Það er saltfiskur í matinn. Er að hugsa um að skella mér.
1. Jarðskjálftar - ég verð a.m.k. að vita að jörðin muni ekki kippast undan fótum mér
2. Að gefa blóð í blóðbankanum - ég skal leyfa læknum að stinga mig með nálum ef líf mitt liggur við en ég fer aldrei aftur inn í þennan pot- og pyntingarstað
3. Að drukkna - komst að því eftir misheppnaða rafting ferð niður Jökulsá eystri að það er ekki mjög gaman að drukkna næstum því
4. Tannlæknar - ekki svo mikið sársaukinn heldur vatnið sem safnast í kokinu og hótar að fara vitlaust ofan í mann og maður má ekki kyngja því þá lendir borinn úti í kinn
5. Marglyttur - oj
6. Að komast að því að það sé líf eftir dauðann - mér finnst það svo mikill óþarfi - tilhugsunin um óminni hins eilífa svefns er róandi. Lífið sjálft ætti að innihalda tilganginn - ekki einhver óræð, óviss og óhlutbundin tilvist.
7. Að vakna einn daginn sem Celine Dion aðdándi - ég er komin á rétta aldurinn!
8. Að missa ástvin - það er ömurlegt
9. Að missa hreyfigetuna og þurfa að eyða ævinni í stanslausum kvölum - getur ekki verið mjög skemmtilegt
10. Að vera föst á eyðieyju með Oasis - segir allt sem segja þarf
Það er saltfiskur í matinn. Er að hugsa um að skella mér.
þriðjudagur, september 30, 2003
Heilræði dagsins
Þegar þreytan er þetta öflug er heilastarfsemi alveg í lágmarki og hugmyndir að bloggfærslum eftir því. Ég er umkringd rafvirkjum í dag sem keppast við að rífa og toga í leiðslur. Hef fengið upphringingar frá bæði konunni sem kallir mig elskuna sína og manninum sem kallar mig frú. Vinnuumhverfi mitt er ekki að örva mig á andlega sviðinu, ekkert verður úr vinnu og því sit ég og stari fram fyrir mig og tel mínúturnar þar til ég get farið heim, skriðið upp í rúm og aldrei skriðið fram úr því aftur.
Blah.
Viðbót:
Þeir eru byrjaðir að bora. Kill me. Kill me now.
Þegar þreytan er þetta öflug er heilastarfsemi alveg í lágmarki og hugmyndir að bloggfærslum eftir því. Ég er umkringd rafvirkjum í dag sem keppast við að rífa og toga í leiðslur. Hef fengið upphringingar frá bæði konunni sem kallir mig elskuna sína og manninum sem kallar mig frú. Vinnuumhverfi mitt er ekki að örva mig á andlega sviðinu, ekkert verður úr vinnu og því sit ég og stari fram fyrir mig og tel mínúturnar þar til ég get farið heim, skriðið upp í rúm og aldrei skriðið fram úr því aftur.
Blah.
Viðbót:
Þeir eru byrjaðir að bora. Kill me. Kill me now.
mánudagur, september 29, 2003
Heilræði dagsins.
Jæja. Þetta var venju fremur róleg helgi. Við Auður tóku smá törn með vínflöskurnar á föstudagskvöldið en fórum samt snemma að sofa. Laugardagurinn fór í kaffihús + fjölskylduheimsókn og svo maraþon áhorf á 10th Kingdom heima hjá Nönnu. Þetta 7 tíma stórvirki fór misvel í fólk og það tíndist inn í rúm jafnt og þétt. Við Stebbi gerðum heiðarlega tilraun til svona 4 en þá skreið ég heim. Enda búin að sjá þættina áður.
Það merkilegasta sem gerðist í gær var að það rigndi svörtum ruslapokum fyrir utan stofugluggann minn. Bletturinn er nú þakinn tréspænum.
Mánudagar eru ekki vænlegir til vitræns bloggs og því ætla ég alveg að láta það vera að reyna að framkalla slíkt. Jóga var erfitt en afskaplega hollt og Skotta ætlar að elda dýrindis mat handa mér (og einhverjum öðrum) í kvöld. Nammi namm.
Over and out.
Jæja. Þetta var venju fremur róleg helgi. Við Auður tóku smá törn með vínflöskurnar á föstudagskvöldið en fórum samt snemma að sofa. Laugardagurinn fór í kaffihús + fjölskylduheimsókn og svo maraþon áhorf á 10th Kingdom heima hjá Nönnu. Þetta 7 tíma stórvirki fór misvel í fólk og það tíndist inn í rúm jafnt og þétt. Við Stebbi gerðum heiðarlega tilraun til svona 4 en þá skreið ég heim. Enda búin að sjá þættina áður.
Það merkilegasta sem gerðist í gær var að það rigndi svörtum ruslapokum fyrir utan stofugluggann minn. Bletturinn er nú þakinn tréspænum.
Mánudagar eru ekki vænlegir til vitræns bloggs og því ætla ég alveg að láta það vera að reyna að framkalla slíkt. Jóga var erfitt en afskaplega hollt og Skotta ætlar að elda dýrindis mat handa mér (og einhverjum öðrum) í kvöld. Nammi namm.
Over and out.
laugardagur, september 27, 2003
Ég þarf svo að þrífa heimilið mitt. Alveg makalaust hvað það er alltaf erfitt að byrja. Í staðinn sest maður niður og bloggar eða skríður upp í rúm og les blöðin í sjötta sinn. Annars væri ég miklu meira til í að þrífa íbúð einhvers annars. Bara ef ég þarf ekki að hugsa um eigin skít. Það er málið er það ekki? Það liggur einhvern veginn miklu betur fyrir manni að þrífa annarra manna íbúðir heldur en manns eigin. Sennilega vegna þess að maður veit að þegar maður fer frá skínandi hreinu og gljáfægðu híbýlunum mun maður ekki þurfa að horfa upp á listaverkið óhreinkað og útbíað - og þótt það gerist þá þarf maður ekki sjálfur að skrúbba sama blettinn aftur og aftur (svo er líka stundum gaman að hjálpa aðeins vinum sínum.)
Því finnst mér að koma ætti upp þrifhring. Hópur af fólki ætti að skiptast á að þrífa íbúðir hvors annars - kannski allsherjar hreingerningar einu sinni í mánuði. Á meðan þú hreinsar ofninn hjá Möggu er Magga að pússa silfrið hans Tóta á meðan Tóti hendir vínflöskunum hennar Ásu á meðan Ása raðar vídeóspólunum hennar Jónu á meðan Jóna brýtur þvottinn hans Stjána á meðan Stjáni vaskar upp fyrir þig. Og svo stokkast þessi röð upp mánuði síðar. Ég er að fá endalaust góðar hugmyndir. Skil ekki af hverju eitthvað þessu líkt hefur ekki komist í framkvæmd fyrr.
Hver vill kíkja í heimsókn og skúra? Ég skal þurrka af heima hjá þér!
Því finnst mér að koma ætti upp þrifhring. Hópur af fólki ætti að skiptast á að þrífa íbúðir hvors annars - kannski allsherjar hreingerningar einu sinni í mánuði. Á meðan þú hreinsar ofninn hjá Möggu er Magga að pússa silfrið hans Tóta á meðan Tóti hendir vínflöskunum hennar Ásu á meðan Ása raðar vídeóspólunum hennar Jónu á meðan Jóna brýtur þvottinn hans Stjána á meðan Stjáni vaskar upp fyrir þig. Og svo stokkast þessi röð upp mánuði síðar. Ég er að fá endalaust góðar hugmyndir. Skil ekki af hverju eitthvað þessu líkt hefur ekki komist í framkvæmd fyrr.
Hver vill kíkja í heimsókn og skúra? Ég skal þurrka af heima hjá þér!
fimmtudagur, september 25, 2003
Með haustinu færist fiðringur í kroppinn. Að því er virðist. Spunkhildur er að óska eftir félagsskap á laugardaginn og Siggaplebbi vill hitta fólk helgina þar á eftir.
Sjálf man ég ekki eftir neinum plönum á næstunni (fyrir utan kvöldið í kvöld) en er opin fyrir öllu. Einhvers staðar verður sennilega glápt á nýjustu hópáráttu Íslendinga - PoppÆdolið. Það er klukkutími á föstudagskvöldið. Síðan er ekki úr vegi að bregða sér í kaffi einhvers staðar á laugardeginu. Spurningin er bara sú hvort ég sé að gleyma einhverju. Himinhár aldur veldur minnisleysi og mér þætti vænt um ef ég væri látin vita af annars steingleymdum plönum fyrir næstu þrjá daga.
Sjálf man ég ekki eftir neinum plönum á næstunni (fyrir utan kvöldið í kvöld) en er opin fyrir öllu. Einhvers staðar verður sennilega glápt á nýjustu hópáráttu Íslendinga - PoppÆdolið. Það er klukkutími á föstudagskvöldið. Síðan er ekki úr vegi að bregða sér í kaffi einhvers staðar á laugardeginu. Spurningin er bara sú hvort ég sé að gleyma einhverju. Himinhár aldur veldur minnisleysi og mér þætti vænt um ef ég væri látin vita af annars steingleymdum plönum fyrir næstu þrjá daga.
miðvikudagur, september 24, 2003
Gott að vera í jóga. Er búin að kaupa mér mánaðarkort í hádegistímana og svo er bara að sjá hvernig þetta virkar með sjúkraþjálfuninni. Verð ég kannski lokins orðin symmetrísk eftir mánuð?
Svo er ég miklu hrifnari af þessu heldur en brjáluðu eróbikktjútti þar sem allt gengur út á "BRENNA!! BRENNA!! SVÍÐA!! GRÁTA!! EMJA!! - til þess að geta loksins öðlast hinn fyrirheitna sixpakk. Alltaf einblínt á markmiðið en ekki leiðina þangað. Fyrir mér er markmiðið alltaf svo langt í burtu að það tekur því ekki að vera að leggja af stað - ekki fyrir þetta ferðalag. Hver mundi með réttu ráði borga fyrir það tækifæri að fá að draga 10 tonna hnullung með rasskinnunum upp Esjuna? Sérstaklega þegar það eru hverfandi líkur á að maður komist nokkurn tímann á toppinn.
Þá vil ég frekar fljóta í lífsorkunni, lifa í augnablikinu og blása úr annarri nös. Ég kann ósköp vel við tíma þar sem byrjað er á því að dreifa snýtubréfum.
Svo er ég miklu hrifnari af þessu heldur en brjáluðu eróbikktjútti þar sem allt gengur út á "BRENNA!! BRENNA!! SVÍÐA!! GRÁTA!! EMJA!! - til þess að geta loksins öðlast hinn fyrirheitna sixpakk. Alltaf einblínt á markmiðið en ekki leiðina þangað. Fyrir mér er markmiðið alltaf svo langt í burtu að það tekur því ekki að vera að leggja af stað - ekki fyrir þetta ferðalag. Hver mundi með réttu ráði borga fyrir það tækifæri að fá að draga 10 tonna hnullung með rasskinnunum upp Esjuna? Sérstaklega þegar það eru hverfandi líkur á að maður komist nokkurn tímann á toppinn.
Þá vil ég frekar fljóta í lífsorkunni, lifa í augnablikinu og blása úr annarri nös. Ég kann ósköp vel við tíma þar sem byrjað er á því að dreifa snýtubréfum.
þriðjudagur, september 23, 2003
Pirringur dagsins nr. 1
Þegar fólk nýtir skrifstofurými þitt sem kaffistofu
Ég er með prentara/fax/skanna/ljósritunarvél staðsetta á borði fyrir aftan mig. Yfirleitt er ég sú eina sem nota þetta apparat en aðrir á skrifstofunni hafa aðgang að því. Það er svosem allt í lagi - ég get vel þolað það ef fólk er að maukast eitthvað á bakvið mig rétt á meðan það brúkar tækið. Það sem ég þoli ekki er þegar það hangir þarna áfram og fer á tjattið við einhverja manneskju sem er nýkomin inn. Það hefur kannski ekkert vantalað mig enda er ég bara að vinnan vinnuna mína (eða blogga sem krefst nú ákveðinnar einbeitingar) og kemur í staðinn fram við mig eins og hvert annað skrifstofuhúsgagn. Ég bíð alltaf eftir því að einhver skilji kaffbollann eftir á hausnum á mér (í staðinn skilur það svo kannski kaffibolla eftir einhvers staðar í beinni lyktarlínu sem er lítið skárra - þoli ekki lyktina af köldu kaffi - viðbjóður). Bara vegna þess að mitt vinnusvæði er opið en ekki lokuð skrifstofa fyrirgeri ég víst öllum réttindum mínum og kröfu á virðingu. Ég sæi ekki nokkra aðra manneskju hérna þola það að fólk æddi inn á skrifstofurnar þeirra og héldi uppi hrókasamræðum um pólitík eða garðrækt án þess að virða það viðlits eða taka á nokkurn hátt tillit til þess.
Og hana nú!
Viðbót:
Mig langar í arkitektúrnám!
Þegar fólk nýtir skrifstofurými þitt sem kaffistofu
Ég er með prentara/fax/skanna/ljósritunarvél staðsetta á borði fyrir aftan mig. Yfirleitt er ég sú eina sem nota þetta apparat en aðrir á skrifstofunni hafa aðgang að því. Það er svosem allt í lagi - ég get vel þolað það ef fólk er að maukast eitthvað á bakvið mig rétt á meðan það brúkar tækið. Það sem ég þoli ekki er þegar það hangir þarna áfram og fer á tjattið við einhverja manneskju sem er nýkomin inn. Það hefur kannski ekkert vantalað mig enda er ég bara að vinnan vinnuna mína (eða blogga sem krefst nú ákveðinnar einbeitingar) og kemur í staðinn fram við mig eins og hvert annað skrifstofuhúsgagn. Ég bíð alltaf eftir því að einhver skilji kaffbollann eftir á hausnum á mér (í staðinn skilur það svo kannski kaffibolla eftir einhvers staðar í beinni lyktarlínu sem er lítið skárra - þoli ekki lyktina af köldu kaffi - viðbjóður). Bara vegna þess að mitt vinnusvæði er opið en ekki lokuð skrifstofa fyrirgeri ég víst öllum réttindum mínum og kröfu á virðingu. Ég sæi ekki nokkra aðra manneskju hérna þola það að fólk æddi inn á skrifstofurnar þeirra og héldi uppi hrókasamræðum um pólitík eða garðrækt án þess að virða það viðlits eða taka á nokkurn hátt tillit til þess.
Og hana nú!
Viðbót:
Mig langar í arkitektúrnám!
mánudagur, september 22, 2003
Helgin var viðburðarík ef róleg. Öllum helstu pólum góðrar helgar voru gerð skil og voru skipti óvenju jöfn:
Á föstudagskvöldið var áfengiskvótinn nýttur með aðstoð Auðar undir sjónvarpsglápi (Idol) og leikjaskipulagningu.
Laugardagurinn fór í að uppfylla fjölskyldu og íþróttaþarfir þar sem ég spilaði í fjöldatafli kvenna á Ráðhúsinu og heilsaði síðan um kvöldið upp á foreldrana og barnabarnið þeirra.
Sunnudagurinn var svo dagur mikillar menningar þar sem ég afrekaði það að fara þrisvar sinnum á kaffihús og horfa á alla "League of Extraordinary Gentlemen."
Geri aðrir betur.
Á föstudagskvöldið var áfengiskvótinn nýttur með aðstoð Auðar undir sjónvarpsglápi (Idol) og leikjaskipulagningu.
Laugardagurinn fór í að uppfylla fjölskyldu og íþróttaþarfir þar sem ég spilaði í fjöldatafli kvenna á Ráðhúsinu og heilsaði síðan um kvöldið upp á foreldrana og barnabarnið þeirra.
Sunnudagurinn var svo dagur mikillar menningar þar sem ég afrekaði það að fara þrisvar sinnum á kaffihús og horfa á alla "League of Extraordinary Gentlemen."
Geri aðrir betur.
föstudagur, september 19, 2003
Eiginkona vinnufélaga míns er búin að sitja inni í eldhúsi hérna á skrifstofunni í þrjú kortér og tala um herbalife og megrunarkúra. Eftir 20 mínútur flúði ég inn í vinnuna sem skyndilega fékk á sig þennan líka fína afþreyingarblæ. Það er gaman að fletta upp á viðföngum og tegundum! Allt er betra en eilífðarfyrirlestrarnir.
Herbalifesúkkulaði bragðast eins og kennaratyggjó.
Mér skilst að það standi til að sprella eitthvað í kvöld. Ég finn mig sem viljalaust verkfæri í höndum djammóðra kvenna og er það vel. Ætti kannski að hætta þessari vinnuvitleysu - ómurinn úr eldhúsinu berst hvort eð er til mín - og skella mér í ríkið. Rommbirgðirnar eru orðnar hættulega rýrar.
Herbalifesúkkulaði bragðast eins og kennaratyggjó.
Mér skilst að það standi til að sprella eitthvað í kvöld. Ég finn mig sem viljalaust verkfæri í höndum djammóðra kvenna og er það vel. Ætti kannski að hætta þessari vinnuvitleysu - ómurinn úr eldhúsinu berst hvort eð er til mín - og skella mér í ríkið. Rommbirgðirnar eru orðnar hættulega rýrar.
fimmtudagur, september 18, 2003
Fæðing að listaverki snemma í vor:
Ljótbjörg says: má ég senda þér dóna sögu?
Ljótbjörg says: hvernig spyr ég? http://www.michaelkelly.fsnet.co.uk/fnj.htm
Ljótbjörg says: ég er ekki mikið fyrir þetta slash fyrirbæri en mér fannst þessi nokkuð góð
Fúlhildur says: Ég get ekki staðið í því að vera að klæmast endalaust í vinnunni, kona!
Ljótbjörg says: af hverju ekki?
Fúlhildur says: við skulum bara gera það í kvöld
Fúlhildur says: klæmast hressilega
Fúlhildur says: hehe
Fúlhildur says: kasta fram hálfkveðnum vísum
Fúlhildur says: eigum við ekki að hittast frekar snemma?
Ljótbjörg says: jújú - hvenær varstu að spá?
Fúlhildur says: svona 7 kannski
Fúlhildur says: er að vinna í fyrramálið og vil kannski fara heim fyrir miðnætti - eins og öskubuska
Ljótbjörg says: skil það
Ljótbjörg says: þá á ég bara von á þér um sjöleitið
Fúlhildur says: ok
Ljótbjörg says: og komdu með hárkollu og myndavél
Fúlhildur says: you pervert
Fúlhildur says: hvað með hatt?
Fúlhildur says: ,,you can leave your hat on"
Ljótbjörg says: já ætlaði einmitt að stinga upp á hatti- áttu einhvern?
Fúlhildur says: er komin í geðveikt stuð, orðin æst eftir söguna
Ljótbjörg says: ;)
Fúlhildur says: neeei engan hatt
Ljótbjörg says: ekki ég heldur
Fúlhildur says: úff
Ljótbjörg says: hmm
Fúlhildur says: við verðum bara að fótósjoppa hann á hausinn
Ljótbjörg says: það ætti að vera vel hægt
Fúlhildur says: við erum svo snjallar
Ljótbjörg says: ekkert smá - ég er búin að prófa míkrafóninn og finna forrit þannig að það virkar
Fúlhildur says: vúú
Fúlhildur says: söngstu eitthvað fallegt? woman in love?
Fúlhildur says: við getum algjörlega fríkað út, sungið inn heilu ljóðabálkana
Fúlhildur says: sungið stefnuskrána
Fúlhildur says: við hvaða lag?
Ljótbjörg says: við finnum út úr því
Fúlhildur says: siggi var úti
Fúlhildur says: ég þekki kátan krókódíl
Ljótbjörg says: mér var reyndar að detta í hug að við gætum búið til hatt - smá pappi, skæri, heftari og fjólublátt efni...
Fúlhildur says: föndra?
Fúlhildur says: ja við getum reynt
Fúlhildur says: en ef ég þekki mig rétt tekst mér að hefta fingurna á mér saman og klippa í nefið á mér
Fúlhildur says: en það verður bara gaman
Ljótbjörg says: nóg að gera
Ljótbjörg says: Siggi var úti passar mjög vel við stefnuskrárljóðið
Fúlhildur says: hún er sópran, eða hvað?
Ljótbjörg says: ætli hún sé ekki mezzósópran
Ljótbjörg says: eða kannski bara 1. sópran - og hefur gaman af að sýna hvað hún kemst hátt
Fúlhildur says: now you lost me
Fúlhildur says: en ég hugsa að það verði fyndnara ef ég reyni að syngja undir þínum leiðbeiningum
Fúlhildur says: kannski ekki fallegt....
Fúlhildur says: svo getur karítas hjálpað
Fúlhildur says: ein sem vill afhjúpa tónlistarhæfileikana
Ljótbjörg says: við verðum sennilega að prófa okkur áfram - finna hvað hentar henni best
Ljótbjörg says: má ég senda þér dóna sögu?
Ljótbjörg says: hvernig spyr ég? http://www.michaelkelly.fsnet.co.uk/fnj.htm
Ljótbjörg says: ég er ekki mikið fyrir þetta slash fyrirbæri en mér fannst þessi nokkuð góð
Fúlhildur says: Ég get ekki staðið í því að vera að klæmast endalaust í vinnunni, kona!
Ljótbjörg says: af hverju ekki?
Fúlhildur says: við skulum bara gera það í kvöld
Fúlhildur says: klæmast hressilega
Fúlhildur says: hehe
Fúlhildur says: kasta fram hálfkveðnum vísum
Fúlhildur says: eigum við ekki að hittast frekar snemma?
Ljótbjörg says: jújú - hvenær varstu að spá?
Fúlhildur says: svona 7 kannski
Fúlhildur says: er að vinna í fyrramálið og vil kannski fara heim fyrir miðnætti - eins og öskubuska
Ljótbjörg says: skil það
Ljótbjörg says: þá á ég bara von á þér um sjöleitið
Fúlhildur says: ok
Ljótbjörg says: og komdu með hárkollu og myndavél
Fúlhildur says: you pervert
Fúlhildur says: hvað með hatt?
Fúlhildur says: ,,you can leave your hat on"
Ljótbjörg says: já ætlaði einmitt að stinga upp á hatti- áttu einhvern?
Fúlhildur says: er komin í geðveikt stuð, orðin æst eftir söguna
Ljótbjörg says: ;)
Fúlhildur says: neeei engan hatt
Ljótbjörg says: ekki ég heldur
Fúlhildur says: úff
Ljótbjörg says: hmm
Fúlhildur says: við verðum bara að fótósjoppa hann á hausinn
Ljótbjörg says: það ætti að vera vel hægt
Fúlhildur says: við erum svo snjallar
Ljótbjörg says: ekkert smá - ég er búin að prófa míkrafóninn og finna forrit þannig að það virkar
Fúlhildur says: vúú
Fúlhildur says: söngstu eitthvað fallegt? woman in love?
Fúlhildur says: við getum algjörlega fríkað út, sungið inn heilu ljóðabálkana
Fúlhildur says: sungið stefnuskrána
Fúlhildur says: við hvaða lag?
Ljótbjörg says: við finnum út úr því
Fúlhildur says: siggi var úti
Fúlhildur says: ég þekki kátan krókódíl
Ljótbjörg says: mér var reyndar að detta í hug að við gætum búið til hatt - smá pappi, skæri, heftari og fjólublátt efni...
Fúlhildur says: föndra?
Fúlhildur says: ja við getum reynt
Fúlhildur says: en ef ég þekki mig rétt tekst mér að hefta fingurna á mér saman og klippa í nefið á mér
Fúlhildur says: en það verður bara gaman
Ljótbjörg says: nóg að gera
Ljótbjörg says: Siggi var úti passar mjög vel við stefnuskrárljóðið
Fúlhildur says: hún er sópran, eða hvað?
Ljótbjörg says: ætli hún sé ekki mezzósópran
Ljótbjörg says: eða kannski bara 1. sópran - og hefur gaman af að sýna hvað hún kemst hátt
Fúlhildur says: now you lost me
Fúlhildur says: en ég hugsa að það verði fyndnara ef ég reyni að syngja undir þínum leiðbeiningum
Fúlhildur says: kannski ekki fallegt....
Fúlhildur says: svo getur karítas hjálpað
Fúlhildur says: ein sem vill afhjúpa tónlistarhæfileikana
Ljótbjörg says: við verðum sennilega að prófa okkur áfram - finna hvað hentar henni best
Mig dreymdi óvenjulega í nótt. Ég var nýkomin í fangelsi og átti að afplána 1 árs dóm fyrir glæp sem ég framdi en man ekki hver var. Fangelsið sjálft var ekki eins og í bíómyndum heldur minnti það meira á hótel eða heimavistarskóla - en fangelsi engu að síður. Draumurinn gekk út á það að ég var að reyna að koma mér fyrir og sætta mig við orðinn hlut. Reyna að komast inn í rútínu svo þessir 365 dagar gætu farið að líða. Mér leið samt ekki það illa við þurfa að afplána dóm fyrir einhvern glæp sem ég var sek fyrir. Það sem aðallega lagðist á sálina var að enginn vildi segja mér hvernig þessi staður virkaði. Ég gat ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað mætti og hvað ekki og hvað ég ætti og ætti ekki að gera. Þurfti því að þreifa mig áfram í blindi og reka mig á reglurnar. Mjög óþæglegt sem hafði þær afleiðingar að ég missti alla sjálfstjórn og öskraði yfir alla að enginn vildi segja mér neitt, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera o.s.frv. Stjórnandi fangelsins var mjög skilningsríkur (skilningsrík?) og fór með mig inn á skrifstofu að ræða málin. Og meira man ég ekki.
Er einhver sem treystir sér til að túlka þessar stórmerkilegu draumfarir? Er ég kannski búin að horfa aðeins of mikið á Oz? Fangelsið sem ég var í minnti á engan hátt á þann ágæta þátt. Í fyrsta lagi er ég kvenkyns. Nokkuð mikilvægur punktur finnst mér. Ég sá ekki eina glerhurð - engin eiturlyf, slagsmál, morð, nauðganir, presta eða söngleiki. Þau vandamál sem ég var að kljást við minntu í engu á þau vandamál sem oftast er fjallað um í Oz.
Annars er ég bara nokkuð sátt við lífið nú þegar ég er orðin frjáls sem fuglinn á ný. Árstíðirnar farnar að haga sér samkvæmt áætlun: loksins er komið almennilegt íslenskt veður - norðanátt, ískaldur vindur ásamt sól í heiði. Nú er ég aftur farin að kannast við mig á Íslandi. Ég er jafnvel farin aðgera mér vonir um vetur búast við vetri!
Kannski lækkandi loftþrýstingur komi af stað þunglyndislegum draumförum?
Which Oz character are YOU?
Er einhver sem treystir sér til að túlka þessar stórmerkilegu draumfarir? Er ég kannski búin að horfa aðeins of mikið á Oz? Fangelsið sem ég var í minnti á engan hátt á þann ágæta þátt. Í fyrsta lagi er ég kvenkyns. Nokkuð mikilvægur punktur finnst mér. Ég sá ekki eina glerhurð - engin eiturlyf, slagsmál, morð, nauðganir, presta eða söngleiki. Þau vandamál sem ég var að kljást við minntu í engu á þau vandamál sem oftast er fjallað um í Oz.
Annars er ég bara nokkuð sátt við lífið nú þegar ég er orðin frjáls sem fuglinn á ný. Árstíðirnar farnar að haga sér samkvæmt áætlun: loksins er komið almennilegt íslenskt veður - norðanátt, ískaldur vindur ásamt sól í heiði. Nú er ég aftur farin að kannast við mig á Íslandi. Ég er jafnvel farin að
Kannski lækkandi loftþrýstingur komi af stað þunglyndislegum draumförum?
Which Oz character are YOU?
miðvikudagur, september 17, 2003
Ætli það sé nokkur að lesa bloggið mitt? A.m.k. hefur enginn kommentað í viku.
En það er allt í lagi - þá tala ég bara við sjálfa mig.
Hef ákveðið að skella mér í jóga til hennar Ástu Arnar einhvern tímann á næstu dögum. Hún er staðsett í Borgartúni og er með hádegistíma sem er of fullkomið til að sleppa því. Kemur einhver með? Nei?
Við Auður hittumst í gær til að skipuleggja leikinn. Byrjuðum á því að mála okkur út í horn, hentum svo öllum sem við höfðum gert og byrjuðum upp á nýtt. Við vorum komnar með endalaust flókin fyrirmæli fyrir alltof margar persónur en í hinni nýju mynd verður þetta mjög einfalt. Stóra spurningin er bara hvort einhver á Twister. Á einhver Twister?
En það er allt í lagi - þá tala ég bara við sjálfa mig.
Hef ákveðið að skella mér í jóga til hennar Ástu Arnar einhvern tímann á næstu dögum. Hún er staðsett í Borgartúni og er með hádegistíma sem er of fullkomið til að sleppa því. Kemur einhver með? Nei?
Við Auður hittumst í gær til að skipuleggja leikinn. Byrjuðum á því að mála okkur út í horn, hentum svo öllum sem við höfðum gert og byrjuðum upp á nýtt. Við vorum komnar með endalaust flókin fyrirmæli fyrir alltof margar persónur en í hinni nýju mynd verður þetta mjög einfalt. Stóra spurningin er bara hvort einhver á Twister. Á einhver Twister?
þriðjudagur, september 16, 2003
Fór og hitti hana Ausupausu á Svarta Kaffinu í hádeginu í dag. Starfsfólkið þar er nú ekkert að sálast úr þjónustulund. Þurfti að bíða í 20 mínútur eftir súpu! En ég hefði auðvitað átt að segja eitthvað fyrr en var svolítið annars hugar. Þannig er að það er komið nýtt plan. Nýtt plan fyrir nýtt partý: "The Lord of the Rings Roleplaying Shindig" (from the people who brought you The Ultimate Discworld Pub-crawl Roleplaying Game I and II TM). Þetta partý mun verða haldið einhvern tímann á næstu 30 dögum og reglurnar eru einfaldar. Hver gestur verður fyrirfram ákveðin persóna úr bókunum með smá baksögu, búningar eru skylda, áfengi hjálpar til og svo hittist fólk og fær nokkur létt fyrirmæli. Síðan verður meira áfengi.
Lengra eru við nú ekki komnar en munum hittast í kvöld og leggja línurnar og skipuleggja yfir okkur.
Og að því tilefni:
Sam's my fancy!
What's your fancy? Click here and tell the world!
Lengra eru við nú ekki komnar en munum hittast í kvöld og leggja línurnar og skipuleggja yfir okkur.
Og að því tilefni:
Sam's my fancy!
What's your fancy? Click here and tell the world!
mánudagur, september 15, 2003
Þá er afskaplega ströngu námskeiði lokið og ég orðin viðræðu- og blogghæf á ný. Sá tími sem fór ekki í námskeiðið fór alfarið í afslöppun og svefn (og eitt fyllerí). Nú þegar ég er byrjuð í vinnunni á ný er eins og ég sé komin í frí. Smá reikningastúss og tölvuplokk - fer létt með það. Annars var þetta afskaplega gagnlegt námskeið og fóru flestir nemendur heim með það veganesti að a) þeir gátu miklu meira en þeir héldu að þeir gætu, b) hvernig ætti að undirbúa vinnuna og selja hugmyndirnar þjóskum leikstjórum c) límbyssa reddar öllu. Annars var þetta námskeið uppfullt af allskonar sniðugum tipsum og nú þegar maður hefur öðlast smá verklag- og vit virkar búningahlutskiptið í leikhúsinu ekki jafn vanþakklátt og það hefur stundum gert.
miðvikudagur, september 10, 2003
Jæja - þá er hið stórmerkilega Gerva og búninganámskeið að hefjast og er fyrsti tíminn í kvöld. Næstu 4 daga verð ég svo upptekin við að klippa, líma, teikna og guð-má-vita-hvað og mun hvergi komast í návígi við tölvur nema heima hjá mér á kvöldin. Hætt er við því að bloggið verði fátæklegt og magurt fram yfir helgi.
Annars þarf ég að birgja mig upp af efni fyrir kvöldið - fékk nefnilega þennan skemmtilega póst:
Okkur langar að biðja ykkur að grípa með ykkur eftirfarandi til að hafa á námskeiðinu - bara það sem þið eigið - ekki kaupa neitt, það verður líka eitthvað á staðnum.
Leikhúsbækur (je sjör - er að safna - nei annars á kannski eina)
Búningabækur (ahemm...)
Listasögubækur (einhvern tímann gaf ákveðin kona (*hóst*Auður*hóst*) mér lítið kver með gömlum ljósmyndum af hálf- ef ekki alnöktum karlmönnum - hvað ætli hafi orðið um hana?)
allskonar tímarit - líka sem má klippa niður - helling (ég á nokkur eintök af Lifandi vísindum)
Skæri (tjekk)
Lím (allt lím sem ég átti fór í hattinn góða - þarf að kaupa meira)
Liti - tré / vatns / túss... (eitthvað til í gestadótakassanum)
Myndir af eigin verkum (sem gerð voru eftir 12 ára aldur? umm...)
Held ég sé bara tilbúin í slaginn.
Annars þarf ég að birgja mig upp af efni fyrir kvöldið - fékk nefnilega þennan skemmtilega póst:
Okkur langar að biðja ykkur að grípa með ykkur eftirfarandi til að hafa á námskeiðinu - bara það sem þið eigið - ekki kaupa neitt, það verður líka eitthvað á staðnum.
Leikhúsbækur (je sjör - er að safna - nei annars á kannski eina)
Búningabækur (ahemm...)
Listasögubækur (einhvern tímann gaf ákveðin kona (*hóst*Auður*hóst*) mér lítið kver með gömlum ljósmyndum af hálf- ef ekki alnöktum karlmönnum - hvað ætli hafi orðið um hana?)
allskonar tímarit - líka sem má klippa niður - helling (ég á nokkur eintök af Lifandi vísindum)
Skæri (tjekk)
Lím (allt lím sem ég átti fór í hattinn góða - þarf að kaupa meira)
Liti - tré / vatns / túss... (eitthvað til í gestadótakassanum)
Myndir af eigin verkum (sem gerð voru eftir 12 ára aldur? umm...)
Held ég sé bara tilbúin í slaginn.
þriðjudagur, september 09, 2003
Ég er búin að uppgötva hinn fullkomna megrunarkúr! Þú einfaldlega deyfir tungu og kjálka nokkrum sinnum á dag og missir um leið alla lyst á mat. Kjálkinn verður aumur sem gerir alla tuggu erfiða og tungan breytist í skynlausan húðpoka sem minnir mest á slímugt lindýr og er ekki til að auka á aðdráttarafl matar. Hver er tilgangurinn með því að raða í sig dýrindis réttum á borð við nautasteik, súkkulaði, kartöfluflögur, pylsur, saltfisk, sushi, kjöt í karrí, pizzu með pepperoni, flatköku með spægipylsu, jarðaberjasjeik, gleym-mér-ei hamborgara, super nachos, tapas, makkarónur og ost, hamborgarahrygg og sviðasultu ef ekkert bragð finnst? Það hjálpar svo upp á að þegar ekki er hægt að finna mun á ljúffengum hrognum og eigin tungu getur verðið beinlínis stórhættulegt að borða og farsælast að sleppa því.
Næsta mál á dagskrá er að gera þessi deyfilyf lögleg fyrir almenning.
Við munum kannski minna á slefandi hálfvita en við verðum grannir slefandi hálfvitar!
Næsta mál á dagskrá er að gera þessi deyfilyf lögleg fyrir almenning.
Við munum kannski minna á slefandi hálfvita en við verðum grannir slefandi hálfvitar!
mánudagur, september 08, 2003
Ekki búast við undrum og stórmerkjum á þessari síðu í dag (öfugt við aðra daga.) Ég var í sjúkraþjálfun í hádeginu, er meira eða minna dofin frá toppi til táar og við það að sofna ofan á reikningabunkanum.
Horfði aftur á "Pirates of the Caribbean" í gær ásamt fangor, Jóni Geir og Steina. Þessi mynd var alveg jafn ágæt í seinna skiptið. Þessi spes heimaútgáfa kom líka með skemmtilegum zoom effektum sem vantaði alveg í bíóútgáfuna.
Horfði aftur á "Pirates of the Caribbean" í gær ásamt fangor, Jóni Geir og Steina. Þessi mynd var alveg jafn ágæt í seinna skiptið. Þessi spes heimaútgáfa kom líka með skemmtilegum zoom effektum sem vantaði alveg í bíóútgáfuna.
Duh. You are "But WHY's the rum gone?!"
You're not the smartest one in the bunch, but
you're sweetly appealing and you don't let
disappointment get to you. Everybody
identifies with you, because let's face it, why
IS the rum gone?
Which one of Captain Jack Sparrow's bizarre sayings from Pirates of the Caribbean are you?
brought to you by Quizilla
föstudagur, september 05, 2003
Loksins! Loksins fæ ég að misnota aðstöðu mína sem ríkisstarfsmaður! Fyrirtækið sem ég starfa hjá á víst heil ósköp af notuðum en vel með förnum salernum og vöskum og ekki einn af þeim er bleikur! Þar sem ekki er mikill markaður fyrir notaðar græjur af þessu tagi er þessum hlutum iðullega hent og ég get því bara farið og valið nýja - og hvíta - keramiskbrunna í kjallarabaðherbergið. Gratís. Lifi spillingin!
Aaahhh - ég braut tönn! Andskotans, djöfulsins, helvítis ... Sirka 1/4 af yfirborði eins jaxl er horfinn og ég á ekki tíma hjá tannlækni fyrr en á þriðjudaginn. Þarf að tyggja með hægri þangað til því taugarnar eru allar berar og aumar :(
Sjúkraþjálfunin hefur haft þau áhrif að ég sef alla daga. Sofnaði um sexleytið í gær og svaf í einn og hálfan tíma og var svo farin að sofa kl. hálftólf í gær sem er kraftaverk fyrir mig. Held samt að þessi meðferð sé að hafa einhver áhrif - finnst ég ekki alveg jafn bólgin.
En í skemmtilegri fréttum þá skellti ég mér í leikhús í gær og sá loksins Grimmsævintýri hjá Leikfélagi Kópavogs. Mikið gaman - þótt vantað hafi hálftíma í sýninguna (sem er stytt vegna leikferðar sem félagið er að fara í). En ég hef eina spurningu: eins og sést á myndinni sem ég tók af heimsíðu leikfélagsins er Toggi að spila á fagott. Mér fannst hann bara spila á óbó! Er ég orðin svona athyglisskert af tannpínu og svefndrunga að ég þekki ekki muninn á fagott og óbó eða er hér brögð í tafli? Hmmm...
Sjúkraþjálfunin hefur haft þau áhrif að ég sef alla daga. Sofnaði um sexleytið í gær og svaf í einn og hálfan tíma og var svo farin að sofa kl. hálftólf í gær sem er kraftaverk fyrir mig. Held samt að þessi meðferð sé að hafa einhver áhrif - finnst ég ekki alveg jafn bólgin.
En í skemmtilegri fréttum þá skellti ég mér í leikhús í gær og sá loksins Grimmsævintýri hjá Leikfélagi Kópavogs. Mikið gaman - þótt vantað hafi hálftíma í sýninguna (sem er stytt vegna leikferðar sem félagið er að fara í). En ég hef eina spurningu: eins og sést á myndinni sem ég tók af heimsíðu leikfélagsins er Toggi að spila á fagott. Mér fannst hann bara spila á óbó! Er ég orðin svona athyglisskert af tannpínu og svefndrunga að ég þekki ekki muninn á fagott og óbó eða er hér brögð í tafli? Hmmm...
fimmtudagur, september 04, 2003
Eitt í viðbót og svo er ég hætt ... í bili.
Hmm... hvað var ég eiginlega að gera 26. júní? Þetta var fimmtudagur - daginn áður en jazzhátíðin byrjaði - ég var stödd fyrir austan. Vorum við að tjalda í stofunni eða gerðist það seinna? Kannski Ísfólkið og MasterMind hafi fangað alla mína athygli. Í öllu falli hef ég augljóslega verið mjög upptekin þennan dag og ekki mátt vera að því að bjarga mannkyninu. Ég biðst innilegrar afsökunar. Í alvöru. Þetta gerist ekki aftur.
Hmm... hvað var ég eiginlega að gera 26. júní? Þetta var fimmtudagur - daginn áður en jazzhátíðin byrjaði - ég var stödd fyrir austan. Vorum við að tjalda í stofunni eða gerðist það seinna? Kannski Ísfólkið og MasterMind hafi fangað alla mína athygli. Í öllu falli hef ég augljóslega verið mjög upptekin þennan dag og ekki mátt vera að því að bjarga mannkyninu. Ég biðst innilegrar afsökunar. Í alvöru. Þetta gerist ekki aftur.
miðvikudagur, september 03, 2003
þriðjudagur, september 02, 2003
Hvenær mun ég ... mun ég finna frægð?
Ég get ei svarað ... get ei svarað því.
Þetta hins vegar ...
Ég sé þetta núna - það mun taka 49 ár að fullkomna leikhæfileika mína og þegar ég drepst loks úr þreytu og andlegu álagi 79 ára að aldri næ ég heimsfrægð fyrir hlutverk mitt í Börn náttúrunnar 2: ógnvætturin á elliheimilinu (leikstýrt af mjög hrumum Lars von Trier). Afkomendur mínir eyða svo næstu 26 árum í að slást um trilljónirnar (!) í réttarsölum landsins og ég verð afskaplega fegin að vera dauð.
Ég get ei svarað ... get ei svarað því.
Þetta hins vegar ...
Ég sé þetta núna - það mun taka 49 ár að fullkomna leikhæfileika mína og þegar ég drepst loks úr þreytu og andlegu álagi 79 ára að aldri næ ég heimsfrægð fyrir hlutverk mitt í Börn náttúrunnar 2: ógnvætturin á elliheimilinu (leikstýrt af mjög hrumum Lars von Trier). Afkomendur mínir eyða svo næstu 26 árum í að slást um trilljónirnar (!) í réttarsölum landsins og ég verð afskaplega fegin að vera dauð.
Á meðan ég man þá vil ég þakka bróður mínum og mágkonu fyrir að eignast þennan hérna:
Þykir alveg ótrúlega vænt um þetta barn.
Þykir alveg ótrúlega vænt um þetta barn.
mánudagur, september 01, 2003
Vei - litla kisan er komin í leitirnar. Nýi fíni leigjandinn minn hringdi áðan og sagði að Lísa hefði komið inn í kjallarann. Hún lokaði köttinn þar inni og þegar ég kom að sat Lísa stjörf og í losti uppi í gluggakistu. Stóri heimurinn víst alltof stór. Ég þurfti að toga hana úr glugganum með afli en þegar við komum upp vildi hún ekki að haldið yrði á sér. Ég þurfti því að sleppa henni til að opna dyrnar en hún fór ekkert heldur beið á meðan og mjálmaði og kvartaði hástöfum - eins og þetta væri mér að kenna. Sem það var auðvitað - ég opnaði jú gluggann sem hún svo skreið út um. Ég á þetta illa hannaða hús með of mjóum gluggasillum sem ekki er hægt að snúa sér við á án þess að hrynja niður. Síðan um leið og ég opnaði dyrnar hentist hún inn og undir rúm. Á von á að sjá hana aftur einhvern tímann með vorinu.
Það er alltaf sama sagan þegar maður byrjar á einhverjum framkvæmdum. Allt í einu sér maður allt rykið í horninu - hið metafóríska svo og eiginlega ryk. Mestur tími um helgina fór í að skrapa málningu af sturtubotninu á meðan nágrannakona mín einbeitti sér að því að gera vaskinn þann hreinasta í heimi og losa hann við allan kísil. Við erum hugsanlega of smámunasamar. Svo lekur klósettið víst líka og ekki er hægt að mála gólfið fyrr en búið er að laga það og svona verða allar samræður við mig út þessa viku.
Í öðrum fréttum þá tókst mér að tapa öðrum kettinu. Lísa litla (áður Smeagle) stökk út um glugga kl. hálf fjögur í gær og hefur ekki sést síðan. Gabríel er hæstánægður og hefur ekki eytt jafn miklum tíma heima hjá sér í rúman mánuð. Nú fær hann loksins frið til að sofa. Eigingjarna kvikindi. Annars hafa bæst við tveir kvenmenn á þrítugsaldri í húsið og báðar virðast vera ástfangnar að honum og vilja ættleiða þannig að það væsir nú ekki um hann þótt Lísa flækist aðeins fyrir fótum hans.
Í öðrum fréttum þá tókst mér að tapa öðrum kettinu. Lísa litla (áður Smeagle) stökk út um glugga kl. hálf fjögur í gær og hefur ekki sést síðan. Gabríel er hæstánægður og hefur ekki eytt jafn miklum tíma heima hjá sér í rúman mánuð. Nú fær hann loksins frið til að sofa. Eigingjarna kvikindi. Annars hafa bæst við tveir kvenmenn á þrítugsaldri í húsið og báðar virðast vera ástfangnar að honum og vilja ættleiða þannig að það væsir nú ekki um hann þótt Lísa flækist aðeins fyrir fótum hans.
laugardagur, ágúst 30, 2003
Dugnaðarforkur er ég. Stend í stórræðum í kjallaranum í dag. Nú skal baðherbergi dauðans fá að verða mönnum uppábjóðandi! Það var slæmt en eftir að vatn lak um allt gólf varð þetta ógeðslegt og nú veður allt málað, sett nýr sturtuhaus og nýtt sturtuhengi, motta á sturtubotninn, gólfdúkurinn rifinn af gólfinu og það lagað og sett upp nýr spegill. Klósettið og vaskurinn verður eftir sem áður bleikur en það verður ekki á allt kosið. Þetta verður stutt færsla - ég rétt skrapp upp til að skipta um föt og fá mér smá vökva. Síðan verður haldið niður með pensil á lofti.
föstudagur, ágúst 29, 2003
Um að gera að blogga eins og vindurinn áður en nýja brumið fer af þessu.
Ég var úti í bakaríi áðan (keypti stóra ameríska súkkulaðiköku og 6 eplastykki ... mmmm ... ) og þar sem ég var að rýna í kræsingarnar í borðinu varð ég vör við annarlega hreyfingu. Tveir hlussustórir geitungar höfðu sest að í borðinum - nánar til tekið hjá snúðunum. Þar sveimuðu þeir fram og aftur í augljóslega mjög góðu yfirlæti og vissu um að þeir yrðu látnir fullkomlega í friði. Enda virtust stúlkurnar á bakvið borðið ekki hafa miklar áhyggjur og tilkynntu rólega að það væri til fleiri snúðar á bakvið. Ég er nú orðin yfirmáta stóísk þegar kemur að geitungum og gat eiginlega ekki látið þetta pirra mig á nokkurn hátt. Hefði sennilega keypt mér snúð úr borðinu ef hugur minn og hungur hefðu legið í þá átt. Hvaðan kemur þetta sinnuleysi eiginlega? Er ég búin að venja mig svo kyrfilega á þann hugsunarhátt að geitungar séu hættulausir og tilgangslaust að fríka út að ég mundi glöð brjóta brauð (eða snúð) með einum eða tveimur slíkum? Kona sem var þarna í brauðleit var ekki jafn róleg og ég þegar ég benti henni á geitungana og vildi vita hvers vegna stúlkurnar væru ekki með spaðana á lofti. Þetta er víst gasalega heilsuspillandi. Ég segi nú bara; leyfið geitungunum að koma til mín. Þeir geta fengið bita af kökusneiðinni minni.
Ég var úti í bakaríi áðan (keypti stóra ameríska súkkulaðiköku og 6 eplastykki ... mmmm ... ) og þar sem ég var að rýna í kræsingarnar í borðinu varð ég vör við annarlega hreyfingu. Tveir hlussustórir geitungar höfðu sest að í borðinum - nánar til tekið hjá snúðunum. Þar sveimuðu þeir fram og aftur í augljóslega mjög góðu yfirlæti og vissu um að þeir yrðu látnir fullkomlega í friði. Enda virtust stúlkurnar á bakvið borðið ekki hafa miklar áhyggjur og tilkynntu rólega að það væri til fleiri snúðar á bakvið. Ég er nú orðin yfirmáta stóísk þegar kemur að geitungum og gat eiginlega ekki látið þetta pirra mig á nokkurn hátt. Hefði sennilega keypt mér snúð úr borðinu ef hugur minn og hungur hefðu legið í þá átt. Hvaðan kemur þetta sinnuleysi eiginlega? Er ég búin að venja mig svo kyrfilega á þann hugsunarhátt að geitungar séu hættulausir og tilgangslaust að fríka út að ég mundi glöð brjóta brauð (eða snúð) með einum eða tveimur slíkum? Kona sem var þarna í brauðleit var ekki jafn róleg og ég þegar ég benti henni á geitungana og vildi vita hvers vegna stúlkurnar væru ekki með spaðana á lofti. Þetta er víst gasalega heilsuspillandi. Ég segi nú bara; leyfið geitungunum að koma til mín. Þeir geta fengið bita af kökusneiðinni minni.
Er það svo hérna sem ég á að lýsa mínum dagförum? Hvað gerðist í dag eða gær? Vill einhver lesa um það? Ég fór til læknis í gær og fékk tilvísun á sjúkraþjálfara. Nauðsynlegt það. Ég tók aðeins til í kjallaranum og læsti dót "listamannsins" inni í geymslu hjá mér. Hann hefur ekkert minnst á það ennþá. Kettirnir slást upp á líf og dauða á hverjum degi núna. Tekur þetta engan endi eða verð ég að láta annan fara? Það er föstudagur og ég er orðin frísk (hallelúja). Ætlar fólk almennt að flýja bæinn eða leggjast undir feld eða verður það samræðu- og/eða drykkjarhæft þessa helgi? Ætti ég að skella mér í sund? Var þessi færsla nógu handahófskennd?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)