mánudagur, desember 27, 2004
Stundum þykist ég geta prjónað. Tók til að mynda þá ákvörðun í nóvember að ég skyldi prjóna vettlinga á alla í jólagjöf. Það fór nú ekki alveg eins og ég ætlaði. Tókst að koma hvorki fleiri né færri en þremur pörum í pakka. Er með þrjú önnur í lokavinnslu. Framleiðnin er ekki meiri en þetta. En ég hef allt árið framundan til að æfa mig fyrir næstu jól og hver veit nema ég hefji leikinn upp á nýtt og ókannað plan. Ég held ég geti fullyrt það að engir aðrir muni finna annað eins í jólapakkanum að ári.
laugardagur, desember 25, 2004
miðvikudagur, desember 22, 2004
Kíkti í gær í heimsókn til Svavars þar sem verið var að leggja loka hönd á hina epísku jólaplötu Hrauns (mark 2). Eftir að hafa fengið nasasjón af því sem í boði verður get ég með sanni sagt að þessi plata verður a) bráðskemmtileg, b) ólík öllum öðrum jólaplötum á markaðnum og c) með allt öðrum brag en platan í fyrra.
Mestur tíminn fór í að taka upp lagið hennar Nönnu (sem helti sér í verkefnið af mikilli innlifun þrátt fyrir afskaplega bágborna heilsu) - bæði stórgóðan söng hennar og sérstakan trompetleik Jóns Geirs. Síðan góluðum við Nanna nokkrar bakraddir við örfá lög. Alveg merkilegt hvað hægt er að koma miklu í verk á ekki lengri tíma en þetta (vorum svona 2 tíma.) Einhvern tímann var uppi sú hugmynd að ég léti ljós mitt skína á þessari plötu en bæði datt mér ekkert almennilegt lag í hug og svo hljóp tíminn frá öllum þannig að ekkert varð úr. Það var svo auðvitað ekki fyrr en ég var á leiðinni heim að mér datt loksins í hug hið fullkomna jólalag og verður það bara að fá að vera með næstu jólaplötu fyrir náð og miskunn.
Sko.
Fyrir næstu plötu finnst mér að Fúlhildur ætti að taka Santa baby með sinni geðþekku rödd - og eftir svona hálfa flösku af sherríi. Þetta lag hefur gjarnan verið framið með einhverri hálf pervertískri babydoll rödd af meyjum á borð við Madonnu. Þannig lifir það a.m.k. í minni minningu. Er ekki mál til komið að gera það almennilega og án vandræðalegrar tvíræðni? Sungið af sauðdrukkinni og drafandi miðaldra kerlingu. "Come and trim my Christmas tree" indeed.
Mestur tíminn fór í að taka upp lagið hennar Nönnu (sem helti sér í verkefnið af mikilli innlifun þrátt fyrir afskaplega bágborna heilsu) - bæði stórgóðan söng hennar og sérstakan trompetleik Jóns Geirs. Síðan góluðum við Nanna nokkrar bakraddir við örfá lög. Alveg merkilegt hvað hægt er að koma miklu í verk á ekki lengri tíma en þetta (vorum svona 2 tíma.) Einhvern tímann var uppi sú hugmynd að ég léti ljós mitt skína á þessari plötu en bæði datt mér ekkert almennilegt lag í hug og svo hljóp tíminn frá öllum þannig að ekkert varð úr. Það var svo auðvitað ekki fyrr en ég var á leiðinni heim að mér datt loksins í hug hið fullkomna jólalag og verður það bara að fá að vera með næstu jólaplötu fyrir náð og miskunn.
Sko.
Fyrir næstu plötu finnst mér að Fúlhildur ætti að taka Santa baby með sinni geðþekku rödd - og eftir svona hálfa flösku af sherríi. Þetta lag hefur gjarnan verið framið með einhverri hálf pervertískri babydoll rödd af meyjum á borð við Madonnu. Þannig lifir það a.m.k. í minni minningu. Er ekki mál til komið að gera það almennilega og án vandræðalegrar tvíræðni? Sungið af sauðdrukkinni og drafandi miðaldra kerlingu. "Come and trim my Christmas tree" indeed.
þriðjudagur, desember 21, 2004
Afmælisdagurinn var ánægjulegur ef lágstemmdur. Fór í dýrindis mat til bróður míns og mágkonu þar sem dramakóngur heimilisins (Gísli Hrafn) þóttist vera skyndilega logandi hræddur við mig og skemmti fólki með hljóðgjörningi þangað til maturinn byrjaði. Síðan brunaði ég heim og tók til í stofunna svona ef og mundi einhvern mundi kíkja. Auður kíkti til mín en aðrir voru forfallaðir og við fylgdumst með leiðinlegu fólki segja leiðinlega hluti í Survivor. Vinningshafinn hélt uppteknum lygahætti og gekk svo langt að gráta krókódílatárum við hvert tækifæri sem skilaði nettri milljón í vasann. Farið hefur fé betra.
Annars hefur afmælið mitt gjarnar þjónað þeim tilgangi í lífi mínu að minna á að jólin eru að bresta á en einhverra hluta vegna gengur mér ill að muna eftir þeim þessa dagana. Kannski einmitt vegna þess að ég er búin með öll jólagjafainnkaup og hef þau ekki til að stressast yfir. Það eina sem er eftir er að klára nokkra vettlinga, þvo þvott og draga upp gamla gervijólatréð hennar ömmu sem ég fann óvænt í geymslunni síðastliðið sumar.
Og jólalag Baggalúts er víst komið út. Sem þýðir að það er ekki flóafriður í vinnunni þar sem einn starfsmaður er með lagið á repeat og fullu blasti og vei þeim sem reynir að hlusta á eitthvað annað. Þannig að - "The Final Countdown" í íslenskum, jólalegum búning - aftur og aftur og aftur. Baggalútur hefur gert mörg skemmtileg jólalög í gegnum tíðina en af hverju þarf að gera mér þetta? Europe ... *hrollur*
Annars hefur afmælið mitt gjarnar þjónað þeim tilgangi í lífi mínu að minna á að jólin eru að bresta á en einhverra hluta vegna gengur mér ill að muna eftir þeim þessa dagana. Kannski einmitt vegna þess að ég er búin með öll jólagjafainnkaup og hef þau ekki til að stressast yfir. Það eina sem er eftir er að klára nokkra vettlinga, þvo þvott og draga upp gamla gervijólatréð hennar ömmu sem ég fann óvænt í geymslunni síðastliðið sumar.
Og jólalag Baggalúts er víst komið út. Sem þýðir að það er ekki flóafriður í vinnunni þar sem einn starfsmaður er með lagið á repeat og fullu blasti og vei þeim sem reynir að hlusta á eitthvað annað. Þannig að - "The Final Countdown" í íslenskum, jólalegum búning - aftur og aftur og aftur. Baggalútur hefur gert mörg skemmtileg jólalög í gegnum tíðina en af hverju þarf að gera mér þetta? Europe ... *hrollur*
mánudagur, desember 20, 2004
Jæja árinu eldri og aldurskomplexar næstum því hættir að segja til sín. Eftir að hafa fylgst með Snorra Hergli verða þrítugur með látum um helgina rifjaðist upp mín eigin örvænting yfir þeim merku tímamótum. Sem virka ekki svo merk lengur. Þá var ég ung og vitlaus og hélt að tíminn hefði bitið á mér í síðasta skipti. Eitthvað í þá veru. En ég varð samt bæði þrjátíuogeins og þrjátíuogtveggja og verð að öllum líkinum þrjátíuogþriggja að ári. Mál komið að sætta sig við þróunina.
Þannig að - fyrst að þetta kallast nú afmælisdagurinn er ekki úr vegi að heiðra hann sem slíkann. Halldór og Jóhanna hafa boðið mér í mat í kvöld en svo ætla ég bara að vera heima hjá mér og ef fólk vill heilsa upp á mig er það velkomið. Formlegheit, hins vegar, verða nákvæmlega engin þó mögulega verði hægt að plata mig til að hella upp á kaffi.
Þannig að - fyrst að þetta kallast nú afmælisdagurinn er ekki úr vegi að heiðra hann sem slíkann. Halldór og Jóhanna hafa boðið mér í mat í kvöld en svo ætla ég bara að vera heima hjá mér og ef fólk vill heilsa upp á mig er það velkomið. Formlegheit, hins vegar, verða nákvæmlega engin þó mögulega verði hægt að plata mig til að hella upp á kaffi.
fimmtudagur, desember 16, 2004
Komin heim frá Bretlandseyjum og langar aldrei til að ferðast aftur. Ekki að þetta hafi verið á nokkurn hátt leiðinleg ferð; þvert á móti. Ég þrammaði um Manchester þvera og endilanga á hverjum degi (þó mest um miðbæinn) og dvaldi í afskaplegu góðu yfirlæti Skottu. En 12 tíma ferðalög eru meira en ég hef úthald og andlega heilsu í. Lest + neðanjarðarlest + rúta + flug + rúta + leigubíll * 30 kílóa taska = löngun til að loka mig inni á heimili mínu um ókomna ævi. Samt - þrátt fyrir smá hnökra á ferðalaginu (ég er þannig að ferðalög verða að vera fullkomlega hnökralaus ef ég á ekki að tapa geði) gekk nú allt upp. Þegar illu lestarmennirnir í London vildu ekki hleypa mér í lestina sem fór til Manchester vegna þess að miðinn minn var eitthvað vitlaust merktur fann ég yndæla miðasölukonu sem reddaði mér í næstu lest (við það tækifæri var tekin sú allar sorglegasta, úldnasta og grátbólgnasta passamynd sem um getur.) Eins þegar ég var á leiðinni heim og sá fram á að vera með alltof mikla yfirvigt gat ég fengið manninn sem stóð fyrir aftan mig í röðinni og var farangurslaus með öllu til að tékka sig inn um leið og ég og bjarga mér frá himinháum gjöldum. Semsagt - allt hið besta mál.
Það sem gerðist svo á milli miklu landaflutninganna var fullkomlega stresslaus yndælistími. Ég vona bara að ég hafi ekki truflað Skottu of mikið við lærdóminn. Ég gekk að reyndar af mér báða fótleggi - a.m.k. þangað til ég fann almennilega strigaskó - en hafði það af að klára jólgjafainnkaupin með öllu. Get nú bara tjillað með bækurnar mínar og prjónana og DVD-ið út mánuðinn og fyrir utan hin hefðbundnu jólatrjáainnkaup sem við pabbi förum alltaf í þarf ég aldrei aftur að hætta mér út í jólaörtröðina. Jibbí jei!
Það sem gerðist svo á milli miklu landaflutninganna var fullkomlega stresslaus yndælistími. Ég vona bara að ég hafi ekki truflað Skottu of mikið við lærdóminn. Ég gekk að reyndar af mér báða fótleggi - a.m.k. þangað til ég fann almennilega strigaskó - en hafði það af að klára jólgjafainnkaupin með öllu. Get nú bara tjillað með bækurnar mínar og prjónana og DVD-ið út mánuðinn og fyrir utan hin hefðbundnu jólatrjáainnkaup sem við pabbi förum alltaf í þarf ég aldrei aftur að hætta mér út í jólaörtröðina. Jibbí jei!
mánudagur, desember 06, 2004
Úff - er ég að leggjast í bloggleti? Nú væri afskaplega hentugt að skella skuldinni á skammdegið og firra sig allri ábyrgð. Hins vegar vill til að ég er ekkert sérstaklega illa fyrir kölluð þessa dagana og því verður þetta háttalag eingöngu skrifað á leti og hugmyndasnauði.
Þrír daga þangað til ég fer út. Ég er ekki frá því að ég kvíði hálfpartinn fyrir því. Ver umheimsfælnari og heimóttalegri með hverju árinu sem líður hér bjargföst á klakanum. Fyrst og fremst finnst mér leiðinlegt að ferðast. Að þurfa að flækjast á milli staða og tala við útlendinga og rata ekki og þekkja ekki á kerfið - mér finnst það bara minna en ekkert spennandi. Og samt ætla ég. Gerir það að verkum að ég missi af jólatónleikum Hrauns sem verða á meðan ég verð úti en í staðinn geri ég eitthvað dásamlega skemmtilegt með Skottu.
Planið eins og það lítur í dag er sem sagt þannig ég fer út næstkomandi fimmtudag kl. 14:50 og lendi á Stansted um sexleytið. Þarf síðan að koma mér með lest eða rútu til London þar sem ég á bókað hótelherbergi um nóttina. Síðan daginn eftir þarf ég að finna út úr lestastöðvunum og koma mér til Manchester. Einhvern tímann áður en ég fer þyrfti ég líka að panta mér lestarmiða en ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að því og get ekki fyrir mitt litla líf fundið rétta síðu fyrir slíkt.
Já og mig vantar far á völlinn. Anyone?
Þrír daga þangað til ég fer út. Ég er ekki frá því að ég kvíði hálfpartinn fyrir því. Ver umheimsfælnari og heimóttalegri með hverju árinu sem líður hér bjargföst á klakanum. Fyrst og fremst finnst mér leiðinlegt að ferðast. Að þurfa að flækjast á milli staða og tala við útlendinga og rata ekki og þekkja ekki á kerfið - mér finnst það bara minna en ekkert spennandi. Og samt ætla ég. Gerir það að verkum að ég missi af jólatónleikum Hrauns sem verða á meðan ég verð úti en í staðinn geri ég eitthvað dásamlega skemmtilegt með Skottu.
Planið eins og það lítur í dag er sem sagt þannig ég fer út næstkomandi fimmtudag kl. 14:50 og lendi á Stansted um sexleytið. Þarf síðan að koma mér með lest eða rútu til London þar sem ég á bókað hótelherbergi um nóttina. Síðan daginn eftir þarf ég að finna út úr lestastöðvunum og koma mér til Manchester. Einhvern tímann áður en ég fer þyrfti ég líka að panta mér lestarmiða en ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að því og get ekki fyrir mitt litla líf fundið rétta síðu fyrir slíkt.
Já og mig vantar far á völlinn. Anyone?
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ég var með einhverjar yfirlýsingar um að ég treysti mér ekki strax til að segja skoðun mína á Memento Mori strax sem þýðir víst að ég verð að gera það einhvern tímann. Í sem allra stystu orðum: þrátt fyrir nokkra byggingagalla á sýningunni og úrlausn sem kom of fljótt og virkaði ekki nógu vel á mig var þetta mjög flott sýning. Afskaplega vel leikin, skrifuð og sérstaklega leikstýrt. Ég get lofað því að engum mun leiðast og hefði sýningin notið sín enn betur hefði hún verið lengri. En hún ku víst vera þetta stutt (rúmur klukkutími) af ásettu ráði.
Hvað hefur annars á daga mína drifið? Lítið annað en sjónvarp og prjónaskapur. Kíkti í fajitas og setu yfir Skjá einum hjá Siggu Láru á mánudaginn. Í gær var svo hið alræmda bíókvöld okkar Auðar sem byrjar yfirleitt á "Amazing race" og hverfist svo yfir í gláp á einhverri kvikmynd eftir fyrirframákveðnu þema. Stundum villist bjór eða léttvín inn í dæmið en ekki oft og sjaldan í miklum magni *hóst*. Þemað þessa dagana er "heimsendir" og eins og í síðustu viku var hörgull á slíkum myndum á heimilinu og enginn nennti út í vídeóleigu. Í stundarbrjálæði rámaði mig í að bókin Slapstick: Or Lonesome No More eftir Kurt Vonnegut innihéldi slíkar pælingar og vildi svo skemmtilega til að ég átti mynd sem gerð var eftir henni árið 1982 í fórum mínum, mynd sem ég hafði verið að humma fram af mér að horfa á því mig grunaði að hún væri það vond. En hún var ekki vond. Það verður aldrei sagt að Slapstick (of another kind) sé bara vond. Þetta var vondasta, versta og illasta mynd sem gerð hefur verið nokkurn tímann ever. Við gáfumst upp eftir svona tuttugu mínútur og þá af einskærum leiðindum. Fyrir rest tókst að halda heiðri þemans á lofti með glápi á In the mouth of madness - sem er kannski aðeins of póstmódernísk fyrir árið 2004 en alltaf soldið krípí.
Hvað hefur annars á daga mína drifið? Lítið annað en sjónvarp og prjónaskapur. Kíkti í fajitas og setu yfir Skjá einum hjá Siggu Láru á mánudaginn. Í gær var svo hið alræmda bíókvöld okkar Auðar sem byrjar yfirleitt á "Amazing race" og hverfist svo yfir í gláp á einhverri kvikmynd eftir fyrirframákveðnu þema. Stundum villist bjór eða léttvín inn í dæmið en ekki oft og sjaldan í miklum magni *hóst*. Þemað þessa dagana er "heimsendir" og eins og í síðustu viku var hörgull á slíkum myndum á heimilinu og enginn nennti út í vídeóleigu. Í stundarbrjálæði rámaði mig í að bókin Slapstick: Or Lonesome No More eftir Kurt Vonnegut innihéldi slíkar pælingar og vildi svo skemmtilega til að ég átti mynd sem gerð var eftir henni árið 1982 í fórum mínum, mynd sem ég hafði verið að humma fram af mér að horfa á því mig grunaði að hún væri það vond. En hún var ekki vond. Það verður aldrei sagt að Slapstick (of another kind) sé bara vond. Þetta var vondasta, versta og illasta mynd sem gerð hefur verið nokkurn tímann ever. Við gáfumst upp eftir svona tuttugu mínútur og þá af einskærum leiðindum. Fyrir rest tókst að halda heiðri þemans á lofti með glápi á In the mouth of madness - sem er kannski aðeins of póstmódernísk fyrir árið 2004 en alltaf soldið krípí.
mánudagur, nóvember 29, 2004
Ég dró Auði með mér á Memento Mori í gærkvöldi. Og hvernig fannst mér? Skemmtileg sýning ... og meira treysti ég mér eiginlega ekki til að segja um það fyrr en ég hef haft tækifæri til að pota aðeins í hausinn á Siggu Láru. Auðvitað ætti ég að vera ofboðslega hlutlaus og bókmenntafræðileg og aðeins skjalfesta mína skoðun og upplifun án utanaðkomandi inpútts eins og sönnum rýnanda sæmir en ég er bara ekki tilbúin til þess í þessu tilfelli. Það er svo miklu auðveldara að vera með sleggjudóma þegar um "ókunnugar" sýningar er að ræða. Þegar maður er búinn að fylgjast þetta náið með aðdragandanum og það hjá leikfélögunum sem maður þekkir vel - sérstaklega þegar sýningin sem á í hlut er talsvert frábrugðin því sem þessi leikfélög (og þá aðallega Hugleikur - ég þekki uppsetningar Leikfélags Kópavogs ekki nógu vel) hafa sett upp áður vill manni ósjálfrátt finnast uppsetningin góð - og af því maður finnur hjá sér þessa tilhneigingu fer maður að streitast á móti og finna eitthvað að. Ekki að mér hafi þótt þetta léleg sýning. Langt í frá. Hins vegar finnur maður alltaf eitthvað gagnrýnivert ef maður endilega vill og ég vil vera viss um að ég gagnrýni á réttum forsendum áður en ég fer að troða báðum löppum upp í mig.
föstudagur, nóvember 26, 2004
Mig grunaði nú alltaf að b2.is liðið (áður batman.is) væri afskaplega mis vel gefið en nú er svo komið að það er nauðsyn frekar en þörf að skella þeim á enskunámskeð.
Illegal aliens = ólöglegar geimverur.
Í alvöru strákar?
Illegal aliens = ólöglegar geimverur.
Í alvöru strákar?
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Ég veit ekki hvað kom mér til að spekúlera um rakstur og almenna háreyðingu en upp úr þeim pælingum spratt eftirfarandi samtal milli Rakstursmafíunnar og Konunnar:
R. Góðan daginn. Ertu búin að raka þig?
K. Á ég að gera það?
R. Líttu undir hendurnar á þér kona!
K. Það er rétt hjá þér - þetta er nú ekki mjög kvenlegt og kræsilegt. Á ég að raka þetta af?
R. Já takk.
K. Ok. Ég er búin. Þetta er miklu betra.
R. Og svo lappirnar.
K. Á ég líka að raka lappirnar?
R. Að sjálfsögðu.
K. En ég er bara með fíngerð ljós hár á löppunum. Er það nú ekki óþarfi? Ef ég raka þau munu þau aldrei vaxa aftur svona ljós og fín.
R. Þetta er ógeðslegt. Af með þau.
K. Nú fyrst þetta er ógeðslegt skal ég raka.
K. Jæja. Nú ætti ég að vera orðin boðleg. Eru leggirnir ekki mjúkir og fagrir? Ja fyrir utan sárin.
R. No pain no gain. Fyrir ofan hné líka?
K. Ha?
R. Úr buxunum. Sko! Hvað er þetta út um öll lærin?
K. Hár?
R. Hár.
K. Þau sjást varla.
R. Alveg sama. Við vitum af þeim.
K. Mér finnst þetta nú vera farið að fara út í öfgar.
R. Ertu með einhvern kjaft? Ertu kannski feminísk lesbía?
K. Nei nei!
R. Eins gott. Losaðu þig svo við þetta yfirvaraskegg.
K. Ég er ekki með yfirvaraskegg!
R. Þú heldur það já? Skoðaðu þig aðeins í þessu stækkunargleri. Þarna má greinilega sjá hár!
K. Ég er líka með hár fyrir ofan augun! Á ég ekki að raka þau af?
R. Engin hortugheit við mig góða! En fyrst þú minnist á það væri svo miklu snyrtilegra að plokka þau af og teikna á augabrúnir.
K. Jæja fer þetta ekki að verða gott?
R. Alveg að verða búið. Hvernig er klofið á þér?
K. Væri þér sama? Hvaða kemur þér það við. Ég snyrti eins og til þarf.
R. Eins og til þarf ... láttu mig ekki hlæja. Það verður að fara með sláttuvélina á allt saman góða. Þetta er allra versti staðurinn.
K. En það hlýtur að vera óþarfi. Það er nú ekki eins og þetta sjáist dags daglega.
R. Þú verður að fylgja tískunni ef þú vilt kallast gjaldgeng stúlka. Hvort má nú bjóða þér rakvél, hníf, heitt vax eða brennand efni?
K. Um... með hverju mælirðu?
R. Hnífurinn og rakvélin kalla á ákveðna tækni og sveigjanleika, vaxið þolgæði og háreyðingarkremið góða tímavintund. Of stuttur tími og hárin eyðast ekki alls staðar og of langur og ætandi efnin fara að erta húðina.
K. Hana, ertu þá loksins ánægð?! Ég er útskorin á löppunum, með inngróin hár í handakriknum og klofið orðið rústir einar. Ekki stingandi strá á líkamanum fyrir utan hárið á höfðinu.
R. Fallegt hár er stolt hverrar konu.
K. Já og nokkur væskisleg hár á handleggjunum. Á ég ekki að rífa þau af fyrst ég er nú á annað borð byrjuð?
R. Auðvitað ekki. Það er enginn að ætlast til þess. Ennþá. Við verðum í sambandi.
R. Góðan daginn. Ertu búin að raka þig?
K. Á ég að gera það?
R. Líttu undir hendurnar á þér kona!
K. Það er rétt hjá þér - þetta er nú ekki mjög kvenlegt og kræsilegt. Á ég að raka þetta af?
R. Já takk.
K. Ok. Ég er búin. Þetta er miklu betra.
R. Og svo lappirnar.
K. Á ég líka að raka lappirnar?
R. Að sjálfsögðu.
K. En ég er bara með fíngerð ljós hár á löppunum. Er það nú ekki óþarfi? Ef ég raka þau munu þau aldrei vaxa aftur svona ljós og fín.
R. Þetta er ógeðslegt. Af með þau.
K. Nú fyrst þetta er ógeðslegt skal ég raka.
K. Jæja. Nú ætti ég að vera orðin boðleg. Eru leggirnir ekki mjúkir og fagrir? Ja fyrir utan sárin.
R. No pain no gain. Fyrir ofan hné líka?
K. Ha?
R. Úr buxunum. Sko! Hvað er þetta út um öll lærin?
K. Hár?
R. Hár.
K. Þau sjást varla.
R. Alveg sama. Við vitum af þeim.
K. Mér finnst þetta nú vera farið að fara út í öfgar.
R. Ertu með einhvern kjaft? Ertu kannski feminísk lesbía?
K. Nei nei!
R. Eins gott. Losaðu þig svo við þetta yfirvaraskegg.
K. Ég er ekki með yfirvaraskegg!
R. Þú heldur það já? Skoðaðu þig aðeins í þessu stækkunargleri. Þarna má greinilega sjá hár!
K. Ég er líka með hár fyrir ofan augun! Á ég ekki að raka þau af?
R. Engin hortugheit við mig góða! En fyrst þú minnist á það væri svo miklu snyrtilegra að plokka þau af og teikna á augabrúnir.
K. Jæja fer þetta ekki að verða gott?
R. Alveg að verða búið. Hvernig er klofið á þér?
K. Væri þér sama? Hvaða kemur þér það við. Ég snyrti eins og til þarf.
R. Eins og til þarf ... láttu mig ekki hlæja. Það verður að fara með sláttuvélina á allt saman góða. Þetta er allra versti staðurinn.
K. En það hlýtur að vera óþarfi. Það er nú ekki eins og þetta sjáist dags daglega.
R. Þú verður að fylgja tískunni ef þú vilt kallast gjaldgeng stúlka. Hvort má nú bjóða þér rakvél, hníf, heitt vax eða brennand efni?
K. Um... með hverju mælirðu?
R. Hnífurinn og rakvélin kalla á ákveðna tækni og sveigjanleika, vaxið þolgæði og háreyðingarkremið góða tímavintund. Of stuttur tími og hárin eyðast ekki alls staðar og of langur og ætandi efnin fara að erta húðina.
K. Hana, ertu þá loksins ánægð?! Ég er útskorin á löppunum, með inngróin hár í handakriknum og klofið orðið rústir einar. Ekki stingandi strá á líkamanum fyrir utan hárið á höfðinu.
R. Fallegt hár er stolt hverrar konu.
K. Já og nokkur væskisleg hár á handleggjunum. Á ég ekki að rífa þau af fyrst ég er nú á annað borð byrjuð?
R. Auðvitað ekki. Það er enginn að ætlast til þess. Ennþá. Við verðum í sambandi.
Nú er mál til komið að ég gerist menningaleg hið mesta og sinni skyldum mínum af samviskusemi. Ætla að draga Auði með mér á Memento Mori á sunnudaginn og verður án efa þrusustuð. Hversu mörg ný íslensk leikrit um ódauðleika eru sett á fjalirnar á hverju ári, ég bara spyr? Annar sé ég fram á óvenju annasaman tíma framundan. Á morgun skal litla bróðurdóttir mín skírð og mágkona mín knúsuð í tilefni af þrítugsafmæli hennar. Síðan á laugardaginn verður haldið upp á sama þrítugsafmæli með látum með þema og búningum og tilheyrandi. Þennan sama laugardag verður líka extra langur söngtími þar sem þeir falla báðir niður þessa vikuna. Og svo leikhús á sunnudaginn. Úff ég er strax farin að finna fyrir væntanlegri þynnku.
föstudagur, nóvember 19, 2004
Hin konan hér á vinnustaðnum stakk upp á því að starfsmennirnir tækju í spil á milli jóla og nýárs og vildi vita hvaða átta manna spil væru til. Ég stakk að sjálfsögðu upp á því að það yrði spilað bridds á tveimur borðum. Kom þá upp úr dúrnum að besseviserinn hjá fyrirtæknu er liðtækur briddsspilari og aldrei að vita nema þessi hugmynd verði að veruleika! Annars er alltof langt síðan ég hef tekið í spil og ekki laust við að það hvíli rósrauður nostalgíublær yfir gömlu góðu spiladögunum á Leifsgötunni. Hvernig væri nú að fara að hittast við fjórða mann og gera eitthvað í þessu? Eins og Lombert er fjárhættuspil er bridds hið besta drykkjuspil. Það kallast ekki góð briddssessjón nema einhver spili undan kóngi og drepist á slagina sína. Ég legg til að vinningshafar fá t.d. eitt staup að tequila eftir hvert spil sem ætti að gera útkomuna áhugaverða.
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Hvaðan kemur sú heimskulega bjartsýni og bjartsýna heimaska sem fær mann til að dragnast í vinnuna eftir veikindi bara af því að manni líður aðeins betur heldur en daginn áður? Sérstaklega þegar maður byrjar daginn á því að:
* sofa yfir sig sökum andvökunætur
* þurfa að moka sig út úr stæðinu þar sem snjóruðningstæki höfðu svo samviskusamlega rutt Háteigsveginn daginn áður
* bölsótast út í bílinn sem lagði beint fyrir aftan stæðið mitt og moka sveig í kringum hann
* berjast við óopnanlegar hurðir, frosnar rúðuþurrkur og klaka límdan við gler
Þegar allt þetta var afstaðið langaði mig mest að skríða aftur upp í rúm og breiða yfir haus þar til þiðna tekur en bara varð að fara í vinnuna fyrst ég var búin að hafa svona svakalega fyrir því.
Það er eins gott að það er að koma helgi.
* sofa yfir sig sökum andvökunætur
* þurfa að moka sig út úr stæðinu þar sem snjóruðningstæki höfðu svo samviskusamlega rutt Háteigsveginn daginn áður
* bölsótast út í bílinn sem lagði beint fyrir aftan stæðið mitt og moka sveig í kringum hann
* berjast við óopnanlegar hurðir, frosnar rúðuþurrkur og klaka límdan við gler
Þegar allt þetta var afstaðið langaði mig mest að skríða aftur upp í rúm og breiða yfir haus þar til þiðna tekur en bara varð að fara í vinnuna fyrst ég var búin að hafa svona svakalega fyrir því.
Það er eins gott að það er að koma helgi.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Take the quiz: "Which American City Are You?"
Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.
Auður er San Fransisco, Skotta Los Angeles og Svandís New York. Ég er alein sem Las Vegas. En það er allt í lagi - teningarnir eru vinir mínir. Come on ... double sixes...!
Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.
Auður er San Fransisco, Skotta Los Angeles og Svandís New York. Ég er alein sem Las Vegas. En það er allt í lagi - teningarnir eru vinir mínir. Come on ... double sixes...!
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Hér sit ég á sunnudagseftirmiðdegi og falda gardínur (er bara í smá bloggpásu). Í gær prjónaði ég vettlinga af miklum móð. Ég held ég sé hægt og sígand að breytast í ömmu mína og nöfnu. Svosem ekki leiðum að líkjast. Annars er ég aðallega að hugsa um blóm. Spennandi, ég veit. Ekki veit ég hvaðan hugsunin kom en ég fór að spá í það af hverju fólk gefur blóm - hverjum og af hvaða tilefni. Getur einhver svarað því? Nú væri hjálplegt að fá svör; af hverju gefur þú blóm og þá hverjum og af hvaða tilefni? Af hverju að standa í því yfir höfuð? Þetta er litríkt og rándýrt gras sem fölnar á þremur dögum! Mér leikur virkilega forvitni á að vita þetta.
föstudagur, nóvember 12, 2004
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Okkar ástkæra fangor er enn og aftur komin undir hnífinn - í þriðja sinn á jafn mörgum mánuðum. Þetta er auðvitað sótbölvanlegt ástand og um að gera að krossleggja allt sem krosslagt verður fyrir hennar hönd í von um að þessu fari nú að ljúka.
Nú mæli ég um, legg á, munda haðaspjónið og hrín eins og vindurinn; allt er þegar þrennt er!
Nú mæli ég um, legg á, munda haðaspjónið og hrín eins og vindurinn; allt er þegar þrennt er!
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Herma...
ever had a song written about you? Nei.
what song makes you cry? ekkert sérstakt
what song makes you happy? á þessari stundu? þetta
height? 178 cm
hair color? Skollitað + ljósar strípur
eye color? grá/blá/græn
piercings? bar eitt í sitthvoru eyra
tattoos? nei
what ...
are you wearing? svartar buxur, vínrauður bolur, drapplituð peysa, svartir opnir skór
song are you listening to? ekkert eins og er
taste is in your mouth? samloka með skinku, osti, grænmeti og pítusósu
whats the weather like? ég sé sól
how are you? bara ágæt
do you ...
get motion sickness? smá
have a bad habit? auðvitað
get along with your parents? jamm
like to drive? stundum
have a boyfriend? nei
have a girlfriend? nei
have children? nei
ever ...
had a hard time getting over somone? nei
been hurt? já
your greatest regret? að ég vissi ekki hvað ég vildi þegar ég var 20
your cd player has in it right now? diskur með fullt af mp3 lögum
if you were a crayon what color would you be? blágrænn
what makes you happy? góður vinafundur
whats the next cd you're gonna get? ég kaupi lítið af diskum. kannski Placebo eða Scissor Sisters
seven things in your room? heima eða hér? sími, tómar diet pepsi flöskur, skanni, gleraugu, kerti, reiknivél, skæri
seven things to do before you die...? eignast barn, eignast mann, öðlast frama, ferðast meira, skrifa eitthvað, klára MA ritgerðina, skemmta mér sem það væri enn árið 1999
top seven things you say the most...? ekki málið, Fasteignir ríkssjóðs, augnablik, kssss kssss, æi ég veit ekki, sko, Lísa ertu búin að skíta á gólfið?
do you...
smoke? nei
do drugs? áfengi
pray? nei
have a job? já
attend church? ekki nema um brúðkaup og jarðafarir sé að ræða
have you ever...
been in love? veit ekki
had a medical emergency? nei
had surgery? ekki nema hálskirtlataka teljist með
swam in the dark? held ekki
been to a bonfire? já
got drunk? já
ran away from home? nei
played strip poker? já
gotten beat up? já
beaten someone up? nei
been onstage? já
pulled an all nighter? já
been on radio or tv? já
been in a mosh pit? nei - bara ofboðslegum troðningi á Bowie tónleikum
do you have any gay or lesbian friends? já
describe your...
first kiss? úti á götu
wallet? nota ekki svoleiðis
coffee? alls ekki
shoes? hata skó - vantar almennilega stanslaust
cologne? nota svoleiðis helst ekki
in the last 24 hours you have...
cried? nei
bought anything? já - nagladekk
gotten sick? nei
sang? já
been kissed? nei
felt stupid? já
talked to an ex? nei
talked to someone you have a crush on? nei
missed someone? nei
hugged someone? nei
ever had a song written about you? Nei.
what song makes you cry? ekkert sérstakt
what song makes you happy? á þessari stundu? þetta
height? 178 cm
hair color? Skollitað + ljósar strípur
eye color? grá/blá/græn
piercings? bar eitt í sitthvoru eyra
tattoos? nei
what ...
are you wearing? svartar buxur, vínrauður bolur, drapplituð peysa, svartir opnir skór
song are you listening to? ekkert eins og er
taste is in your mouth? samloka með skinku, osti, grænmeti og pítusósu
whats the weather like? ég sé sól
how are you? bara ágæt
do you ...
get motion sickness? smá
have a bad habit? auðvitað
get along with your parents? jamm
like to drive? stundum
have a boyfriend? nei
have a girlfriend? nei
have children? nei
ever ...
had a hard time getting over somone? nei
been hurt? já
your greatest regret? að ég vissi ekki hvað ég vildi þegar ég var 20
your cd player has in it right now? diskur með fullt af mp3 lögum
if you were a crayon what color would you be? blágrænn
what makes you happy? góður vinafundur
whats the next cd you're gonna get? ég kaupi lítið af diskum. kannski Placebo eða Scissor Sisters
seven things in your room? heima eða hér? sími, tómar diet pepsi flöskur, skanni, gleraugu, kerti, reiknivél, skæri
seven things to do before you die...? eignast barn, eignast mann, öðlast frama, ferðast meira, skrifa eitthvað, klára MA ritgerðina, skemmta mér sem það væri enn árið 1999
top seven things you say the most...? ekki málið, Fasteignir ríkssjóðs, augnablik, kssss kssss, æi ég veit ekki, sko, Lísa ertu búin að skíta á gólfið?
do you...
smoke? nei
do drugs? áfengi
pray? nei
have a job? já
attend church? ekki nema um brúðkaup og jarðafarir sé að ræða
have you ever...
been in love? veit ekki
had a medical emergency? nei
had surgery? ekki nema hálskirtlataka teljist með
swam in the dark? held ekki
been to a bonfire? já
got drunk? já
ran away from home? nei
played strip poker? já
gotten beat up? já
beaten someone up? nei
been onstage? já
pulled an all nighter? já
been on radio or tv? já
been in a mosh pit? nei - bara ofboðslegum troðningi á Bowie tónleikum
do you have any gay or lesbian friends? já
describe your...
first kiss? úti á götu
wallet? nota ekki svoleiðis
coffee? alls ekki
shoes? hata skó - vantar almennilega stanslaust
cologne? nota svoleiðis helst ekki
in the last 24 hours you have...
cried? nei
bought anything? já - nagladekk
gotten sick? nei
sang? já
been kissed? nei
felt stupid? já
talked to an ex? nei
talked to someone you have a crush on? nei
missed someone? nei
hugged someone? nei
mánudagur, nóvember 08, 2004
Ja hérna!
Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag.
Stóra spurningin er: ætti ég að færa flugið til um 1-2 daga eða breyta allri bókuninni minni? Ég get í raun farið hvenær sem er næst mánuði. Fyrir þá sem eru að skríða út úr helli þá var ég á leiðinni til Englands þann 8. desember og ætlaði að vera í viku - aðallega í heimssókn hjá Skottu í Manchester. Það stendur að sjálfsögðu ennþá til en það er spurning hvort ég ætti að flytja flugið mitt eitthvað drastískt til? Er einhver með sniðugar hugmyndir? Ætti ég að færa mig nær jólum? Fjær? Reyna að hitta á eitthvað fólk sem verður að sniglast í London á næstunni?
Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag.
Stóra spurningin er: ætti ég að færa flugið til um 1-2 daga eða breyta allri bókuninni minni? Ég get í raun farið hvenær sem er næst mánuði. Fyrir þá sem eru að skríða út úr helli þá var ég á leiðinni til Englands þann 8. desember og ætlaði að vera í viku - aðallega í heimssókn hjá Skottu í Manchester. Það stendur að sjálfsögðu ennþá til en það er spurning hvort ég ætti að flytja flugið mitt eitthvað drastískt til? Er einhver með sniðugar hugmyndir? Ætti ég að færa mig nær jólum? Fjær? Reyna að hitta á eitthvað fólk sem verður að sniglast í London á næstunni?
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Ég fer í söngtíma klukkan hálf þrjú á fimmtudögum. Þar sem ég stóð flygilinn í stofu 10 áðan og reyndi að kreista þessi hljómfögru háu tóna út úr viðmótsillu barkakýlinu vissi ég og fann að ég yrði aldrei fræg söngkona. Ekki á meðan röddin heimtaði að bresta við ekki einu sinni það háa tóna. Og mér sem hafði gengið svo ágætlega fram að þessu! Ég hafði greinlega verið að vinna á einhverri uppsafnaðir rödd sem var hreinlega uppurin eftir æfingar síðustu vikna. Adios Ópera. Ég sagði það reyndar ekki við kennarann. Eftir einn virkilega sársaukafullan breimatón afsakaði ég mig og sagðist ekkert skilja í þessu. Hún hallaði undir flatt og spurði mig hvort það gæti verið að ég væri mánaðarlega illa fyrir kölluð. Það hlaut að vera! "Já," sagði ég fegin, "ég er á bullandi túr!" Mig grunar að hún hafi verið jafn fegin og ég og hún útskýrði að svona tvo daga í mánuði væri líkaminn í þvílíku uppnámi að það hefði þessi áhrif á röddina. Í Vín þykir það víst góð iðja að gefa söngkonum tveggja daga sjálfvalið frí í mánuði af þessum sökum. Við héldum svo áfram með tímann og ég hætti að hafa áhyggjur af gólinu mínu með þá vitneskju á bakinu að ég yrði skárri næst.
En þar sem ég var að keyra í burtu eftir tímann fór ég að spá í það hvað það er í raun mikið að gerast í líkamanum á þessum tíma fyrst að raddböndin - sem síðast þegar ég gáði voru hvergi nálægt móðulífinu - höndla ekki álagið. Og ég sá fyrir mér konuna sem eldavél með bakaraofn; glansandi fínt yfirborðið með keramikhelluborði eða kannski gashellum en það skiptir ekki máli því undir niðri miðast megnið af apparatinu við að baka fjandans kökuna. Ætli karlmenn séu þá ekki hrærivélar í þessari eldhúslíkamasamlíkingu - hafa eina ákveðna fúnksjón og bera það með sér. Ég var nefnilega að lesa stórmerkilega grein í Nýju Lífi sem Auður var svo elskuleg að gefa mér þar sem kom fram að karlar hafa verið viðmiðið í flestum læknisrannsóknum og meðferðum út síðustu öld og að alltof lítið hafi verið spáð í það að líkamar karla og kvenna bregðast mismandi við áreiti, sjúkdómum og lyfjagjöf. Sama eldhús - tvö mismunandi tæki sjáiði til.
En þar sem ég var að keyra í burtu eftir tímann fór ég að spá í það hvað það er í raun mikið að gerast í líkamanum á þessum tíma fyrst að raddböndin - sem síðast þegar ég gáði voru hvergi nálægt móðulífinu - höndla ekki álagið. Og ég sá fyrir mér konuna sem eldavél með bakaraofn; glansandi fínt yfirborðið með keramikhelluborði eða kannski gashellum en það skiptir ekki máli því undir niðri miðast megnið af apparatinu við að baka fjandans kökuna. Ætli karlmenn séu þá ekki hrærivélar í þessari eldhúslíkamasamlíkingu - hafa eina ákveðna fúnksjón og bera það með sér. Ég var nefnilega að lesa stórmerkilega grein í Nýju Lífi sem Auður var svo elskuleg að gefa mér þar sem kom fram að karlar hafa verið viðmiðið í flestum læknisrannsóknum og meðferðum út síðustu öld og að alltof lítið hafi verið spáð í það að líkamar karla og kvenna bregðast mismandi við áreiti, sjúkdómum og lyfjagjöf. Sama eldhús - tvö mismunandi tæki sjáiði til.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Hafiði tekið eftir því hvað fréttnæmir atburðir eru gjarnir á að koma í pökkum? 16. janúar árið 1990 gerðust fjórir hlutir:
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
1. Saddam Hussein neitaði að hverfa frá Kúveit og George Bush hóf Persaflóastríðið með innrás í Írak
2. Noregskonungur dó
3. Heklugos hófst*
Uppskriftin er sem hér segir:
Einn afdrifaríkur atburður á alþjóðamælikvarða tengdur Bushbjálfa
Einn harmleikur
Eitt stykki eldgos á Íslandi
Og hvað gerist í dag?
1. Forsetakosningar í Bandarríkjunum þar sem úr því verður skorið hvort að Bush Jr. og kumpánar fá að klúðra heimsmálum í fjögur ár í viðbót eður ei
2. Hræðilegt morð í Kópavogi
3. Eldgos í Grímsvötnum
(síðustu tveir atburðirnir áttu sér stað í gær en voru í fréttum fyrst í dag)
Ég á kannski nokkuð langt í land með að komast í röð bestu samsæriskenningarmanna. Hitt veit ég með vissu að að mér setur óþægilega kunnuglega deja-vu tilfinningu.
* Einnig varð Heiða Skúla 16. ára þennan dag en erfitt að flétta hana með góðu móti inn í þessa alheimssamsæriskenningu
Skammdegið hótar að vara allan sólarhringinn og er ekki vænlegt til athafnasemi. Þessa dagana þarf eitthvað hressandi til að ná manni fram úr rúmi. Fréttunum tókst það í fyrsta skipti í all langan tíma með loforði um eldgos. Um leið og heilinn náði að melta upplýsingarnar og skilja frá draumum hentist ég fram úr rúmi og kveikti á sjónvarpi. Hvílík vonbrigði; föl kona var að þylja upp fréttaskýringu og engar spennandi myndir. Hvar er Ómar Ragnarsson þegar maður þarf á honum að halda? Ég fór því bara að dunda mér í rólegheitum þangað til klukkan var orðin alltof margt og ég þurfti að klæða mig og mæta í vinnu. Ferli sem tekur á góðum degi fimm mínútur. En ekki í morgun. Ennþá í pínu sæluvímu eftir íþróttaiðkunina í gær ákvað ég að fara aftur í hádeginu í dag (ekkert svakalegt - bara smá trítl á göngubrautinni og góð sturta) og hóf að tína ofan í íþróttatösku. Skyndilega tek ég eftir því að hún er blaut. "Andskotinn," hugsa ég, "þarf ég nú að fara að þrífa upp sjampó!" og tek til við að tína aftur upp úr töskunni. En nei - engin sjampóflaska í töskunni (sem þýðir að ég skildi hana eftir í Slippnum um daginn - dauði og djöfull!) - bara þessi indæla lykt. Um nóttina hafði annar kötturinn tekið upp á því að míga á hana. Ég hef Lísu sterklega grunaða - hún hljóp svo flóttalega undan mér um alla íbúð (sem hún reyndar gerir að jafnaði) og Gabríel hefur ekki pissað á gólfið síðan hann var kettlingur. Nú var ég að verða of sein en þurfti að leggjast í töskuþrifnað og annað skemmtilegt. Sem betur fer hafði kettinum tekist að pissa á það horn á töskunni sem var tómt þannig að leikfimisfötin mín voru alveg hrein. Nú liggur fúla ræksnið í bleyti í baðkarinu. Ég held ég viti hvað ég vilji í jólagjöf. Þegar ég kem heim seinna í dag bíður mín svo ilmandi íbúð.
fimmtudagur, október 28, 2004
Gerði soldið í gærkvöldi sem ég geri annars aldrei. Ég fór í bíó. Það sem meira er: ég sá íslenska kvikmynd! Ójá.
Og nú man ég hvers vegna ég er svona treg til að a)fara í bíó, b)fara á íslenskar myndir. Miðinn kostaði 1000 kr. og myndin var bara ekki nógu góð. Við Auður skelltum okkur s.s. á Dís í Regnboganum. Æi. Aumingjahrollurinn byrjaði strax og varði alveg fyrsta fjórðung myndarinnar. Svo fór hún reyndar aðeins skánandi. En það dugði ekki til. Þrátt fyrir nokkra góða spretti (t.d. allir litlu punktanir um stelpur sem kunna ekki að velja sér kærasta og vita ekki hvað þær vilja, einnig var Þórunn Erna Clausen sem brúður á barmi taugaáfalls sérlega eftirminnileg) var alltof mikið sem hægt var að setja út á. Undarlega mikil áhersla á klisjukennda sýn útlendinga á Íslandi (stelpur eru hórur, landið svo fagurt, nöfnin svo óvenjuleg) sem hafði svo ekkert með efni myndarinnar að gera. Það sem var kannski verst var að þarna mátti glitta í prýðismynd undir niðri - hún var bara ekki fullunnin. Því miður.
Og nú man ég hvers vegna ég er svona treg til að a)fara í bíó, b)fara á íslenskar myndir. Miðinn kostaði 1000 kr. og myndin var bara ekki nógu góð. Við Auður skelltum okkur s.s. á Dís í Regnboganum. Æi. Aumingjahrollurinn byrjaði strax og varði alveg fyrsta fjórðung myndarinnar. Svo fór hún reyndar aðeins skánandi. En það dugði ekki til. Þrátt fyrir nokkra góða spretti (t.d. allir litlu punktanir um stelpur sem kunna ekki að velja sér kærasta og vita ekki hvað þær vilja, einnig var Þórunn Erna Clausen sem brúður á barmi taugaáfalls sérlega eftirminnileg) var alltof mikið sem hægt var að setja út á. Undarlega mikil áhersla á klisjukennda sýn útlendinga á Íslandi (stelpur eru hórur, landið svo fagurt, nöfnin svo óvenjuleg) sem hafði svo ekkert með efni myndarinnar að gera. Það sem var kannski verst var að þarna mátti glitta í prýðismynd undir niðri - hún var bara ekki fullunnin. Því miður.
þriðjudagur, október 26, 2004
Gífurlegt sjálfsbætingarátak á sér stað þessa dagana. Í kjölfar þess að ég hóf söngnám (sem kærasti Siggu Láru segir að sé svo gott fyrir sálina) ákvað ég að bæta líkamanum á listann og hef keypt mér sex mánaða kort í líkamsrækt og verður nú tekið á af alefli. Eins og alltaf þegar fólk kaupir sex mánaða kort í líkamsrækt. Ég er þess sannfærð að forvitnir geti barið mig augum púla í hinum ýmsu tækjum Slippsins alla daga vikunnar næstu sex mánuði. Eða að minnsta kosti við og við. Slippurinn við Mýrargötu er forvitnileg líkamsræktarstöð og sker sig úr fyrst og fremst fyrir það sem hún hefur ekki:
* enga spegla
* enga sjónvarpsskjái
* enga tónlist í hátölurum
* enga sprikltíma
* enga kvenmenn
Þarna er að jafnaði tylft karlmann að lyfta afskaplega stórum og þungum lóðum. Kannski má glitta í eins og tvo kvenmenn trítlandi á göngubrautum - hafa sennilega mætt með köllunum sínum sem eru að taka á því milli prótínsjeikanna. Það sem lokkar mig er fyrst og fremst upptalningin hér að ofan. Engir speglar sem maður er stanslaust að firra sig yfir, enginn hávaði að valda hausverk, engar kellingar fyrir manni í tækjunum eða sturtunum, engir samviskubitsvaldandi sprikltímar sem ég hata hvort eð er að mæta í. Gott mál.
* enga spegla
* enga sjónvarpsskjái
* enga tónlist í hátölurum
* enga sprikltíma
* enga kvenmenn
Þarna er að jafnaði tylft karlmann að lyfta afskaplega stórum og þungum lóðum. Kannski má glitta í eins og tvo kvenmenn trítlandi á göngubrautum - hafa sennilega mætt með köllunum sínum sem eru að taka á því milli prótínsjeikanna. Það sem lokkar mig er fyrst og fremst upptalningin hér að ofan. Engir speglar sem maður er stanslaust að firra sig yfir, enginn hávaði að valda hausverk, engar kellingar fyrir manni í tækjunum eða sturtunum, engir samviskubitsvaldandi sprikltímar sem ég hata hvort eð er að mæta í. Gott mál.
mánudagur, október 25, 2004
Ég gef hérmeð út þá yfirlýsingu að ég ætla í sund eftir vinnu í dag. Hef verið að humma það fram af mér síðustu vikur og hreint út sagt ekki látið það hvarfla að mér vegna veðurs en í morgun mundi ég svo skyndilega eftir Sundhöllinni. Ég var hætt að fara þangað því það var alltaf allt morandi í krökkum að koma úr skólasundi að dýfa sér af köntum og almennt láta öllum illum látum en nú eru þau öll í verkfalli og þ.a.l. ekki í aðstöðu til að gera mér lífið leitt! Sundhöllin getur verið mín á ný!
sunnudagur, október 24, 2004
Ef thad er til betri leid til ad heidra hvildardaginn en ad hanga i baelinu tha vil eg ekki vita af henni. Eg tharf ekki einu sinni af fara framur til ad blogga!
Myndina sendi ég
Powered by Hexia
miðvikudagur, október 20, 2004
Ég er að hugsa um að setja mér nýja lífsreglu. Þessi er einföld sem aldrei fyrr enda nauðsynlegt þegar ég á í hlut. Breytingar á lífstíl hafa hingað til ekki verið mitt aðalsmerki. Hún felst í eftirfarandi spurningu: kem ég til með að sjá eftir þessu? Ólíkt öðrum lífsuppskriftum sem segja manni í smáatriðum hvað á og á ekki að gera (fara í ræktina, borða hollan mat, ekki slugsast, ekki éta nammi, hitta vini sína, ekki drekka of mikið, fylgjast með stjórnmálum, vera virk, rækta hugann, vinna í garðinum, fara snemma að sofa, eignast börn, spara o.s.frv.) byggist þessi á að kæfa í fæðingu grunnhugmyndina sem kemur í veg fyrir að gera allt sem maður á að gera - eða finnst að maður eigi að gera - þ.e. "ég nenni ekki." Það góða er svo að þessi heimspeki kemur ekki í veg fyrir almenna afslöppun og regluleg letiköst og eftirgjöf. Því ef rétt er farið með stóru spurninguna segir það sig sjálft að stundum sjái maður alls ekki eftir hinu góða og þægilega í lífinu. Ef maður sér ekki eftir því er það gott. Þetta er eiginlega of einfalt til að vera ekki satt og eina sem getur komið í veg fyrir ótakmakraða framtakssemi og fullnýtingu auðlinda er hreinlega tímaskortur.
Sem dæmi:
Ég fæ þá flugu í höfuðið að kannski værir vissast að taka til. Þá beit ég SpurningunniTM: mun ég sjá eftir því. Líklegt er að svarið sé nei og þá verð ég að taka til ekki satt?
Þetta virkar líka á hinn veginn. Mig langar að hanga fyrir framan sjónvarpið, prjóna og éta nammi. Skellu SpurningunniTM á þetta - og ekki stendur á svarinu. Svo lengi sem það stangast ekki á við annað í forgangsröðinni sem búið er að beita SpurningunniTM á er það í góðu lagi.
En að vísu ... ég er ennþá bara að hugsa.
Sem dæmi:
Ég fæ þá flugu í höfuðið að kannski værir vissast að taka til. Þá beit ég SpurningunniTM: mun ég sjá eftir því. Líklegt er að svarið sé nei og þá verð ég að taka til ekki satt?
Þetta virkar líka á hinn veginn. Mig langar að hanga fyrir framan sjónvarpið, prjóna og éta nammi. Skellu SpurningunniTM á þetta - og ekki stendur á svarinu. Svo lengi sem það stangast ekki á við annað í forgangsröðinni sem búið er að beita SpurningunniTM á er það í góðu lagi.
En að vísu ... ég er ennþá bara að hugsa.
Mig langar að blogga en hef ekkert eins spennandi og ný íbúðarkaup og ofur-rómantíska kærasta að segja frá eins og sumir.
Það er hins vegar eitt og annað að bresta á (þó ekki á íbúðar eða kærasta vígstöðvunum). Sigga Lára flytur hvað úr hverju og þá þarf ég skyndilega að fara að koma stofunni í minni í einhvers konar horf sem móðir mín hefur ekki ástæður til að agnúasta út af. Tölvan fer samt ekki fet sama hvað mútter tuðar. Það eru alls konar skemmtilegir hlutir að gerast næstu helgi og hef ég fyllilega hugsað mér að taka þátt í því enda athafnasemi eina leiðin til að halda á sér hita. Margt smátt í Borgaleikhúsinni verður áreiðanlega jafn skemmtilegt og í fyrra og svo verður Reykjavík gjörsamlega að springa úr tónleikahaldi þótt ég sé nú reyndar gjörn á að sniðganga svona atburði og sækja í sömu hljómsveitirnar.
Ég man ekki hvort ég hef eitthvað bloggað um bíókvöldin okkar Auðar - eða hvort hún hefur gert það - en síðustu vikur höfum við haft það fyrir reglu að hittast á þriðjudagkvöldum, horfa á "Amazing race" og einhverja vel valda kvikmynd. Helst með feminísku ívafi. Þessi iðja hefur mælst vel fyrir hjá okkur báðum og hefur endurvakið áhuga minn á hinum ýmsum kvikmyndum - áhuga sem annars var við það að drukkna í raunveruleikaþáttaflóði. Eftir nokkurra vikna seti er listinn sem hér segir (í áhorfstímaröð):
Iron Jawed Angels
The Stepford Wives (1975)
The Eternal Sunshine of the Spotless Mind
The Revenge of the Stepford Wives
Ginger Snaps
Sú síðasta er reyndar á listanum fyrir smá svindl því við höfum ekki horft á hana ennþá. Bíókvöldið okkar féll niður í gær sökum utan að komandi áhrifa og verður því haldið í kvöld. Ég er með divx útgáfu af Ginger Snaps tilbúna í tölvunni því DVD diskurinn minn er týndur einhvers staðar heima hjá Nönnu. Sem er í góðu lagi þegar svona auðvelt er að dánlóda því sem maður vill. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það ætti að vera rétt og gott. Ég er búin að borga fyrir myndina og ætti alveg að mega dánlóda henni eins og mér sýnist!
Úps hvernig lenti ég upp á þessum sápukassa?
Það er hins vegar eitt og annað að bresta á (þó ekki á íbúðar eða kærasta vígstöðvunum). Sigga Lára flytur hvað úr hverju og þá þarf ég skyndilega að fara að koma stofunni í minni í einhvers konar horf sem móðir mín hefur ekki ástæður til að agnúasta út af. Tölvan fer samt ekki fet sama hvað mútter tuðar. Það eru alls konar skemmtilegir hlutir að gerast næstu helgi og hef ég fyllilega hugsað mér að taka þátt í því enda athafnasemi eina leiðin til að halda á sér hita. Margt smátt í Borgaleikhúsinni verður áreiðanlega jafn skemmtilegt og í fyrra og svo verður Reykjavík gjörsamlega að springa úr tónleikahaldi þótt ég sé nú reyndar gjörn á að sniðganga svona atburði og sækja í sömu hljómsveitirnar.
Ég man ekki hvort ég hef eitthvað bloggað um bíókvöldin okkar Auðar - eða hvort hún hefur gert það - en síðustu vikur höfum við haft það fyrir reglu að hittast á þriðjudagkvöldum, horfa á "Amazing race" og einhverja vel valda kvikmynd. Helst með feminísku ívafi. Þessi iðja hefur mælst vel fyrir hjá okkur báðum og hefur endurvakið áhuga minn á hinum ýmsum kvikmyndum - áhuga sem annars var við það að drukkna í raunveruleikaþáttaflóði. Eftir nokkurra vikna seti er listinn sem hér segir (í áhorfstímaröð):
Iron Jawed Angels
The Stepford Wives (1975)
The Eternal Sunshine of the Spotless Mind
The Revenge of the Stepford Wives
Ginger Snaps
Sú síðasta er reyndar á listanum fyrir smá svindl því við höfum ekki horft á hana ennþá. Bíókvöldið okkar féll niður í gær sökum utan að komandi áhrifa og verður því haldið í kvöld. Ég er með divx útgáfu af Ginger Snaps tilbúna í tölvunni því DVD diskurinn minn er týndur einhvers staðar heima hjá Nönnu. Sem er í góðu lagi þegar svona auðvelt er að dánlóda því sem maður vill. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það ætti að vera rétt og gott. Ég er búin að borga fyrir myndina og ætti alveg að mega dánlóda henni eins og mér sýnist!
Úps hvernig lenti ég upp á þessum sápukassa?
þriðjudagur, október 19, 2004
Einhvern tímann fyrir langa, langa löngu vantaði mig aukapening og skráði mig því á vinna.is með von um að hreppa aukavinnu. Hef ég síðan fengið reglulega sendan til mín póst um vænleg störf í boði. Á tímabili fylltist inboxið mitt reglulega af gylliboðum frá Kárahnjúkum en í seinni tíð hefur aðallega verið að bjóða upp á hin ýmsu lagerstörf svo og afgreiðslu og mötuneytisstöður. Ég hef ekki bitið á agnið ennþá. Þangað til í dag. Hvernig er hægt að láta svona atvinnutækifæri framhjá sér fara?
Ég hef ekki kynnst kjúklingum náið í gegnum tíðina en ég er viss um að okkur mundi koma glimmdrandi vel saman. Svo er þarna líka lokkandi fyrirheit um vera ferjuð á milli staða:
Fyrirtækið sér um að koma starfsmönnum á tínslustaði.
Sláturplan liggur fyrir með töluverðum fyrirvara.
Af hverju við þyrftum að vita sláturplan með fyrirvara veit ég ekki en það er greinilega í rökréttu samhengi við ferjunina og getur bara verið gaman. Og ég bara spyr: hversu oft í lífinu fær maður tækifæri til að handfjatla kjúklinga á köldum vetrarkvöldum?
Ég hef ekki kynnst kjúklingum náið í gegnum tíðina en ég er viss um að okkur mundi koma glimmdrandi vel saman. Svo er þarna líka lokkandi fyrirheit um vera ferjuð á milli staða:
Fyrirtækið sér um að koma starfsmönnum á tínslustaði.
Sláturplan liggur fyrir með töluverðum fyrirvara.
Af hverju við þyrftum að vita sláturplan með fyrirvara veit ég ekki en það er greinilega í rökréttu samhengi við ferjunina og getur bara verið gaman. Og ég bara spyr: hversu oft í lífinu fær maður tækifæri til að handfjatla kjúklinga á köldum vetrarkvöldum?
mánudagur, október 18, 2004
Við Auður erum á leið í lýtaaðgerð. Það er ekkert annað hægt í stöðunni. Á laugardagskvöldið vorum við rauðar, rjóðar og sællega á 22 og í sæluvímu yfir eigin fegurð og glæsileika fannst okkur tilvalið að smella af okkur mynd og setja á bloggið (sjá mynd hér fyrir neðan). Í dag skvettist svo holskefla ískalds raunveruleikans yfir okkur með látum. Við erum víst eftir allt saman ljótar sem rass og aðhlátursefni í þokkabót. Á hin 15 ára gamla breska skjaldbaka Tasha Baker margar þakkir skyldar fyrir augljóslega löngu tímabært komment við myndina góður. Ég vona bara að hún haldi áfram að veiti fólki í neyð bráðnauðsynlega leiðsögn um óravegi veraldarvefsins.
sunnudagur, október 17, 2004
föstudagur, október 15, 2004
Guð hvað ég er fegin að það er komin helgi. Þessi vika hefur einkennst að sleni og nennuleysi sem aldrei fyrr. Ég líka hrædd um að ég sé að breytast í félagsskít af verstu gerð sem að flestir vinir mínir geta sennilega frætt mig á að er ekki andlega heilsusamlegt. Ég nenni bara svo afskaplega lítið út úr húsi. Vil ég gjarnan kenna leiðinlegu haustveðri um en kemst sennilega ekki upp með það til lengdar. Því skal slett úr stirðnuðum klaufum þessa helgi. Ég býst fastlega við því að ég stefni á Idol setu heima hjá Nönnu í kvöld ef það er í boði og svo verður bærinn málaður rauður - næstum því bókstaflega - í kjölfar mega-þema-afmælisveislu Auðar annað kvöld.
Það hefur víst fjölgað í húsinu okkar um einn. Strákarnir í kjallaranum hafa ákveðið að ættleiða litla, sæta, loðna og ómerkta læðu sem hefur verið að flækjast um húsið. Hún er svo blíð og mannblendin að ég er þess fullviss um að hún eigi heima einhvers staðar en þeir eru sannfærðir um að hún sé flækingsköttur. Ætti ég láta þá fara með hana í Kattholt? Ef hún er flækingur þarf hún örugglega að fá sprautur og ormalyf o.þ.h. Ég hef smá áhyggjur af því að strákarnir flytji burt einhvern tímann í náinni framtíð en skilji hana eftir - háða kjallaranum. Og hvað geri ég þá? Ég sé ekki fyrir mér að Lísa og Gabríel sætti sig við þriðja köttinn á heimilið. Svo eru tveir kettir á heimili alveg nógu slæmt fyrir piparjúnku ímynd mína - sérstaklega þar sem hægt er að finna mig hvert kvöld fyrir framan sjónvarpið hálfgrafna í prjónahrúgu - þrír, er ég hrædd um, myndu endanlega gera útslagið.
Það hefur víst fjölgað í húsinu okkar um einn. Strákarnir í kjallaranum hafa ákveðið að ættleiða litla, sæta, loðna og ómerkta læðu sem hefur verið að flækjast um húsið. Hún er svo blíð og mannblendin að ég er þess fullviss um að hún eigi heima einhvers staðar en þeir eru sannfærðir um að hún sé flækingsköttur. Ætti ég láta þá fara með hana í Kattholt? Ef hún er flækingur þarf hún örugglega að fá sprautur og ormalyf o.þ.h. Ég hef smá áhyggjur af því að strákarnir flytji burt einhvern tímann í náinni framtíð en skilji hana eftir - háða kjallaranum. Og hvað geri ég þá? Ég sé ekki fyrir mér að Lísa og Gabríel sætti sig við þriðja köttinn á heimilið. Svo eru tveir kettir á heimili alveg nógu slæmt fyrir piparjúnku ímynd mína - sérstaklega þar sem hægt er að finna mig hvert kvöld fyrir framan sjónvarpið hálfgrafna í prjónahrúgu - þrír, er ég hrædd um, myndu endanlega gera útslagið.
miðvikudagur, október 13, 2004
Nýlegar uppgötvanir:
Yahoo!Messenger er stórhættulegt forrit. Sérstaklegt er pool leikurinn viðsjálverður en kotran og skákin eru líka hættulegir tímaþjófar.
The Revenge of the Stepford Wives er ein versta mynd sem gerð hefur verið. Þó ekki eins vond og Highlander 2: The Quickening.
Stundum er nauðsynlegt að horfa á vondar myndir til að kunna að meta þær góðu - eða bara þær sæmilegu.
Á þremur vikum hefur raddsvið mitt stækkað um eina og hálfa áttund. Það er gott.
Ég kem aldrei til með að losna við fjandans raddæfingarlaglínurnar úr hausnum. Það er slæmt.
Stundum á maður bara að kýla á það og skella sér til útlanda. Best að hugsa ekkert um alla peningana sem maður á ekki. Á pantaðan miða til London þann 8. desember þar sem ég hef hugsað mér að heimsækja Skottu og haga mér sem ég væri 28 ára. Verð í Englandi í viku. Hver vill passa kettina?
Anna samstarfskona mín er að hlusta á "Mary" með Scissor Sisters í útvarpinu :)
Yahoo!Messenger er stórhættulegt forrit. Sérstaklegt er pool leikurinn viðsjálverður en kotran og skákin eru líka hættulegir tímaþjófar.
The Revenge of the Stepford Wives er ein versta mynd sem gerð hefur verið. Þó ekki eins vond og Highlander 2: The Quickening.
Stundum er nauðsynlegt að horfa á vondar myndir til að kunna að meta þær góðu - eða bara þær sæmilegu.
Á þremur vikum hefur raddsvið mitt stækkað um eina og hálfa áttund. Það er gott.
Ég kem aldrei til með að losna við fjandans raddæfingarlaglínurnar úr hausnum. Það er slæmt.
Stundum á maður bara að kýla á það og skella sér til útlanda. Best að hugsa ekkert um alla peningana sem maður á ekki. Á pantaðan miða til London þann 8. desember þar sem ég hef hugsað mér að heimsækja Skottu og haga mér sem ég væri 28 ára. Verð í Englandi í viku. Hver vill passa kettina?
Anna samstarfskona mín er að hlusta á "Mary" með Scissor Sisters í útvarpinu :)
mánudagur, október 11, 2004
Ég sé glitta í ákveðin tímamót í lífi okkar allra. Klíku- og kommúnutíminn er liðinn. Þessi hugljómun þarfnast forsögu. Á laugardagskvöldið sat ég ein heima hjá mér og prjónaði. Þetta hljómar vissulega sorglega; 31 árs kelling situr ein heima hjá köttunum, glápir á sjónvarp og prjónar vettlinga á meðan alþjóð skemmtir sér. Ég hefði vissulega getað farið eitthvað og gert eitthvað ef ég hefði borið mig eftir því en ég tók ákvörðun um að gera það ekki. Ég hugsaði sem svo að ef eitthvað skemmtilegt væri að gerast einhvers staðar og fólk óskaði eftir félagsskap mínum mundi það hafa samband. Auður hafði að vísu samband kl. 1 um nóttina en mér fannst það fullseint og fór því hvergi. Ég vorkenni ekki sjálfri mér fyrir þessa þróun mála. Svo virðist bara sem fólk sé almennt að hægja á sér, leita í mismunandi farvegi og sækja í sérsniða vinahópi og afþreyingu. Það er auðvitað hið besta mál og þegar hér er komið við sögu vil ég taka það fram að ég á fullt að af skemmtilegum vinum sem ég vil gjarnan umgangast og vilja gjarnan umgangast mig. Það er ekki málið. Það er bara ekki lengur hægt að hóa í hóp af fólki og láta hann ná saman. Það eru ekki lengur allir á sama hraða. Hverjum hópi virðist nú til dags fylgja sundrung í bið.
Nú skil ég loksins af hverju fólk sækir í að eiga maka. Því þegar vinirnir eru skyndilega allir komnir í nám erlendis, farnir í meðferð, lagstir í barneignir, fluttir út á land og komnir í æsispennandi harmonikkuklíku er gott að hafa einhvern innan seilingar sem fer ekki fet (nema auðvitað þegar helvítin púlla Þ******* - en það er allt önnur saga.)
Nú skil ég loksins af hverju fólk sækir í að eiga maka. Því þegar vinirnir eru skyndilega allir komnir í nám erlendis, farnir í meðferð, lagstir í barneignir, fluttir út á land og komnir í æsispennandi harmonikkuklíku er gott að hafa einhvern innan seilingar sem fer ekki fet (nema auðvitað þegar helvítin púlla Þ******* - en það er allt önnur saga.)
laugardagur, október 09, 2004
Ég fór að rifja upp alla þá leigjendur sem hafa hírst í litlu kjallaraholunni minni frá því að ég keypti þessa íbúð. Mér telst til að þeir séu 7. Flestir hafa látið sig hafa það að hanga þarna niðri, ekkert kvartað og látið fara lítið fyrir sér. Það eru þó alltaf undantekningar:
1. Fyrsti leigjandinn minn var sænsk stelpa. Hún var hjá mér í svona tvo mánuði og leið bara vel held ég. Hún var að vinna (eitthvað lítið) í Baðhúsínu og staðsetningin hentaði henni. Ég gerði allt sem ég gat til að láta henni líða sem best og lánaði henni meira að segja einu sinni bunka af spólum til að horfa á. Hún sagði upp herberginu eftir tvo mánuði með stuttum fyrirvara og flutti aftur til Svíðþjóðar. Hún skildi eftir sig slatta af tepokum, grænan vasa, stóran stauk af þurrkuðu parsley og svarta kommóðu en hirti hins vegar spólurnar mínar.
2. Leigjandi númer tvö var Svandís. Það þarf ekki að taka það fram að hún er besti leigjandi sem dvalið hefur þarna niðri. Hún entist í þá 5 mánuði sem liðu frá sölu íbúðar hennar og þangað til hún flutti til Frakklands. Ég held að hún hafi verið fegin að fara og lái ég henni það ekki. Það getur varla hafa verið auðvelt að búa við hliðina á gamla karlinum sem strompaði pípu allan liðlangan daginn og lokaði ekki hurðinni þegar hann fór á klósattið.
3. Þriðji leigjandinn var önnur stelpa - að þessu sinni argentínsk. Hrikalega horuð manneskja. Hún var víst að flýgja ómögulegan eiginmann og vann á veitingastað. Hún entist í 2-3 mánuði og hvarf rétt fyrir mánaðarmót án þess að kveðja kóng eða prest. Hún hirti ekkert en skildi eftir sig póst frá Landsspítalanum vegna lifrarbólurannsókna.
4. Fjórði leigjandinn var strákur og fannst mér mál til komið því mér fannst líklegra að strákur sætti sig við að búa við hliðina á gamla karlinum heldur en stelpa. Hann entist í tæpt ár og var aldrei vesen á honum. Ja, nema þegar hann og vinur hans gerðust boðflennur í þrítugsafmæli mínu, útúrspíttaðir og nærri drápu vini mína úr leiðindum með lygasögum. Ég fékk hann þó til að laga loftnetstenginguna í húsinu. Hann sagði einnig upp með dagsfyrirvara, skildi ekkert eftir en hirti loftnetssnúruna úr herberginu.
5. Þegar þarna var komið við sögu var gamli karlinn fluttur út og enginn í hinu kjallaraherberginu. Fannst mér mál til komið að fá stelpu inn og fimmti leigjandinn var rúmlega tvítug stelpa í iðnskólanámi. Hún virkaði feimin og indæl og fannst mér ómögulegt að láta hana búa við viðbjóðinn sem baðherbergið var orðið og því var ráðist í löngu tímabærar aðgerðir við að gera það upp. Hún þakkað fyrir sig með því að ná sér í kærasta sem kom henni upp á hassbragðið og laðaði að sér handrukkara. Þegar sæt stybban var farin fylla hvern krók og kima í húsinu fannst mér nóg komið og losaði mig við hana.
6. Nú vildi ég fá smá öryggi og þegar nágrannakona mín á efri hæðinni sagði mér að frænda hennar vantaði herbergi vildi ég ólm fá hann því ég þóttist viss um að hann yrði ekki með vesen í húsi frænku sinnar. Svo varð heldur ekki og var hann sjötti leigjandinn minn í 4 mánuði. Þá skipti hann að sjálfsögð yfir í herbergi frænku sinnar sem er stærra en hann fær fyrir sömu leigu. Hann tók með sér kommóðuna sem sænska stelpa skildi eftir.
7. Ég veit ekki hvort hann skildi eitthvað eftir í herberginu því að um leið og hann flytur út flytur vinur hans inn. Sá er bandarískur og með honum í námi. Þeir eru þarna niðri kumpánarnir og nota kjallarann mikið sem eina "stóra" íbúð. Þegar þeir komu upp eldhúsaðstöðu á ganginum fannst mér nóg um og lét útbúa eldhús í geymslunni minni. Þeir eru duglegir að elda en ekki svo mjög að þrífa. Kjallarinn hefur aldrei verið jafn skítugur en þeir eru ekki á leiðinni út í bráð og það er þó ekkert vesen á þeim. Og þá er ég (loksins) sátt.
Viðauki: þegar ég tala hérna um leiðinlega leigjandann á ég ekki við neinn af mínum þótt misjafnir séu heldur mann sem bjó á tímabili í hinu herberginu. Hann notaði aðstöðuna til að dömpa dóti sínu um gangana og garðinn og gerir enn þótt hann sé löngu fluttur. Það má vera að ég hati hann.
1. Fyrsti leigjandinn minn var sænsk stelpa. Hún var hjá mér í svona tvo mánuði og leið bara vel held ég. Hún var að vinna (eitthvað lítið) í Baðhúsínu og staðsetningin hentaði henni. Ég gerði allt sem ég gat til að láta henni líða sem best og lánaði henni meira að segja einu sinni bunka af spólum til að horfa á. Hún sagði upp herberginu eftir tvo mánuði með stuttum fyrirvara og flutti aftur til Svíðþjóðar. Hún skildi eftir sig slatta af tepokum, grænan vasa, stóran stauk af þurrkuðu parsley og svarta kommóðu en hirti hins vegar spólurnar mínar.
2. Leigjandi númer tvö var Svandís. Það þarf ekki að taka það fram að hún er besti leigjandi sem dvalið hefur þarna niðri. Hún entist í þá 5 mánuði sem liðu frá sölu íbúðar hennar og þangað til hún flutti til Frakklands. Ég held að hún hafi verið fegin að fara og lái ég henni það ekki. Það getur varla hafa verið auðvelt að búa við hliðina á gamla karlinum sem strompaði pípu allan liðlangan daginn og lokaði ekki hurðinni þegar hann fór á klósattið.
3. Þriðji leigjandinn var önnur stelpa - að þessu sinni argentínsk. Hrikalega horuð manneskja. Hún var víst að flýgja ómögulegan eiginmann og vann á veitingastað. Hún entist í 2-3 mánuði og hvarf rétt fyrir mánaðarmót án þess að kveðja kóng eða prest. Hún hirti ekkert en skildi eftir sig póst frá Landsspítalanum vegna lifrarbólurannsókna.
4. Fjórði leigjandinn var strákur og fannst mér mál til komið því mér fannst líklegra að strákur sætti sig við að búa við hliðina á gamla karlinum heldur en stelpa. Hann entist í tæpt ár og var aldrei vesen á honum. Ja, nema þegar hann og vinur hans gerðust boðflennur í þrítugsafmæli mínu, útúrspíttaðir og nærri drápu vini mína úr leiðindum með lygasögum. Ég fékk hann þó til að laga loftnetstenginguna í húsinu. Hann sagði einnig upp með dagsfyrirvara, skildi ekkert eftir en hirti loftnetssnúruna úr herberginu.
5. Þegar þarna var komið við sögu var gamli karlinn fluttur út og enginn í hinu kjallaraherberginu. Fannst mér mál til komið að fá stelpu inn og fimmti leigjandinn var rúmlega tvítug stelpa í iðnskólanámi. Hún virkaði feimin og indæl og fannst mér ómögulegt að láta hana búa við viðbjóðinn sem baðherbergið var orðið og því var ráðist í löngu tímabærar aðgerðir við að gera það upp. Hún þakkað fyrir sig með því að ná sér í kærasta sem kom henni upp á hassbragðið og laðaði að sér handrukkara. Þegar sæt stybban var farin fylla hvern krók og kima í húsinu fannst mér nóg komið og losaði mig við hana.
6. Nú vildi ég fá smá öryggi og þegar nágrannakona mín á efri hæðinni sagði mér að frænda hennar vantaði herbergi vildi ég ólm fá hann því ég þóttist viss um að hann yrði ekki með vesen í húsi frænku sinnar. Svo varð heldur ekki og var hann sjötti leigjandinn minn í 4 mánuði. Þá skipti hann að sjálfsögð yfir í herbergi frænku sinnar sem er stærra en hann fær fyrir sömu leigu. Hann tók með sér kommóðuna sem sænska stelpa skildi eftir.
7. Ég veit ekki hvort hann skildi eitthvað eftir í herberginu því að um leið og hann flytur út flytur vinur hans inn. Sá er bandarískur og með honum í námi. Þeir eru þarna niðri kumpánarnir og nota kjallarann mikið sem eina "stóra" íbúð. Þegar þeir komu upp eldhúsaðstöðu á ganginum fannst mér nóg um og lét útbúa eldhús í geymslunni minni. Þeir eru duglegir að elda en ekki svo mjög að þrífa. Kjallarinn hefur aldrei verið jafn skítugur en þeir eru ekki á leiðinni út í bráð og það er þó ekkert vesen á þeim. Og þá er ég (loksins) sátt.
Viðauki: þegar ég tala hérna um leiðinlega leigjandann á ég ekki við neinn af mínum þótt misjafnir séu heldur mann sem bjó á tímabili í hinu herberginu. Hann notaði aðstöðuna til að dömpa dóti sínu um gangana og garðinn og gerir enn þótt hann sé löngu fluttur. Það má vera að ég hati hann.
föstudagur, október 08, 2004
You are Fluffy Mackerel Pudding!! You somehow
manage to combine seafood and dessert into your
wonderfully fluffy world. We should all be as
tolerant of New Taste Sensations. And of
big-yolked eggs.
What Weight Watchers recipe card from 1974 are you?
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, október 07, 2004
Aðgerð: Menn í húsinu setja plastfleka meðfram stigahandriði
Gróði: Handriði sem börn geti ekki dottið í gegnum og hrapað niður um fjórar hæðir svo litlu hausarnir splundrist á steingólfinu í kjallaranum
Fórn: Stanslausar boranir sem gæti allt eins farið fram innan í hauskúpu minni
Afleiðing: Ég er farin snemma í mat
Gróði: Handriði sem börn geti ekki dottið í gegnum og hrapað niður um fjórar hæðir svo litlu hausarnir splundrist á steingólfinu í kjallaranum
Fórn: Stanslausar boranir sem gæti allt eins farið fram innan í hauskúpu minni
Afleiðing: Ég er farin snemma í mat
miðvikudagur, október 06, 2004
Ég var að tékka á vildarpuntastöðu minni og komst að því að ég á nógu marga punkta til að ferðast fram og til baka innanlands. Rétt svo. Helst vildi ég nú fara til London, París, Róm en verð víst að láta mér nægja Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði. Verst að ég á ekkert erindi til þessara staða. Vill einhver koma með mér og búa til erindi?
þriðjudagur, október 05, 2004
Úff, er bloggleti að leggjast yfir mig í bland við alla aðra leti? Veðrið hefur a.m.k. ekki verið framkvæmdahvetjandi og í gær var ekki um neitt annað að ræða en að skríða upp í rúm þegar heim var komið inn úr fárviðrinu. Hefði sennilega húkt þar það sem eftir lifði dags ef ég hefði ekki vaknað við Sigguláru í símanum um kvöldmatarleytið. Síðan tók við ófréttnæm sjónvarps- og prjónaseta.
Söngnámið gengur glimmrandi vel - eða mundi gera það ef ég væri duglegri að æfa mig. Mér finnst einhvern veginn ég bara geta æft mig þegar ég er ein heima - mér finnst ennþá hálf asnalegt að vera að góla svona - og ef ég nýti ekki þann tíma sem ég er ein heima nógu vel verður lítið úr æfingum.
Leiðinda fyrrverandi leigjandinn fékk í hausinn það sem hann átti skilið í gær. Hann hafði skilið eftir risastóran skáp á ganginum niðri í kjallara og mér tókst seint og síðar meir að fá ættingja hans til að flytja hann út. Skápræksnið fór nú samt ekki mjög langt og endaði á bakvið hús - beint fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn - vafinn inn í plast. Marga nóttina hef ég sofnað út frá regninu berja plastið með látum eða vindinn feykja því. Marg oft var ég búin að ganga á ættingjana og biðja þá um að fjarlægja ferlíkið þar sem það lægi undir skemmdum þarna úti. Því þótt að skápurinn væri vel hulinn plasti á öllum hliðum var ekkert undir honum og ekki líklegt að regnið færi mjög vel með viðinn. Það var eins og rökræða við athyglisskertan gullfisk og skápurinn sat sem fastast. Þar sem ég lá uppi í rúmi í gær og fann hverja hviðuna á eftir annarri hrista húsið tók ég eftir hljóði sem vantaði. Ekkert plast. Ég kíkti út og þar lá skápurinn - eða leifarnar af honum - innan um plasttjásur - mölbrotinn og dreifður um garðinn. Og ég fann vandlætinguna og sjálfumgleðina hríslast um kroppinn. Ég hefði sjálf ekki geta skipulagt betri dauðdaga fyrir skáphelvítið. Ennþá er smá réttlæti til í heiminum. Hins vegar hafa líkurnar á því að eigandi komi og hirði brakið snarminnkað.
Söngnámið gengur glimmrandi vel - eða mundi gera það ef ég væri duglegri að æfa mig. Mér finnst einhvern veginn ég bara geta æft mig þegar ég er ein heima - mér finnst ennþá hálf asnalegt að vera að góla svona - og ef ég nýti ekki þann tíma sem ég er ein heima nógu vel verður lítið úr æfingum.
Leiðinda fyrrverandi leigjandinn fékk í hausinn það sem hann átti skilið í gær. Hann hafði skilið eftir risastóran skáp á ganginum niðri í kjallara og mér tókst seint og síðar meir að fá ættingja hans til að flytja hann út. Skápræksnið fór nú samt ekki mjög langt og endaði á bakvið hús - beint fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn - vafinn inn í plast. Marga nóttina hef ég sofnað út frá regninu berja plastið með látum eða vindinn feykja því. Marg oft var ég búin að ganga á ættingjana og biðja þá um að fjarlægja ferlíkið þar sem það lægi undir skemmdum þarna úti. Því þótt að skápurinn væri vel hulinn plasti á öllum hliðum var ekkert undir honum og ekki líklegt að regnið færi mjög vel með viðinn. Það var eins og rökræða við athyglisskertan gullfisk og skápurinn sat sem fastast. Þar sem ég lá uppi í rúmi í gær og fann hverja hviðuna á eftir annarri hrista húsið tók ég eftir hljóði sem vantaði. Ekkert plast. Ég kíkti út og þar lá skápurinn - eða leifarnar af honum - innan um plasttjásur - mölbrotinn og dreifður um garðinn. Og ég fann vandlætinguna og sjálfumgleðina hríslast um kroppinn. Ég hefði sjálf ekki geta skipulagt betri dauðdaga fyrir skáphelvítið. Ennþá er smá réttlæti til í heiminum. Hins vegar hafa líkurnar á því að eigandi komi og hirði brakið snarminnkað.
þriðjudagur, september 28, 2004
Ég veit hvað ég er gömul. Í alvöru. Engin sjálfblekking í gangi hér. En stundum er hinni sorglegu staðreynd beinlínis slengt framan í mann svo maður liggur hálfvankaður eftir.
Ég fór út á nes á laugardaginn til að hjálpa mömmu að passa barnabörnin. Pabbi var ekki heima og hún vissi ekki að Heba kæmi með. Svo reyndist þetta hið minnsta mál þar sem pabbi kom fljótlega heim og við Heba og Gísli Hrafn fórum niður í vinnuherbergi pabba að tékka á myndarlega hljómborðinu sem ég ætlaði að fá lánað. Gísli Hrafn vissi ekkert betra en að fá að sitja í kjöltu minni, grípa um putta mína og láta mig þannig glamra á hljómborðið. Á meðan var Heba að skoða gömlu hljómplöturnar sem foreldrarnir voru búnir að fjarlægja úr stofunni ásamt græjunum sem pössuðu víst ekki lengur við innréttinguna. Svo kom sjokkið: hún hafði aldrei hlustað á hljómplötu. Hún kunni ekki að nota plötuspilara og þorði varla að koma við nálina. Barnið er 12 ára! Maður var sjálfur farinn að brúka þessi tæki þegar maður gat staðið uppréttur og skellt "Karíusi og Baktusi" á fóninn. Það sem bjargaði þessi ekki svo litla sjokki var að þar sem hún sat á gólfinu og fletti bunkanum og Gísla Hrafn lét mig berja út ódóðlegt tónverk (staccato) á ferlíkið datt mér í hug að athuga hvort foreldrar mínir höfðu verið svo fyrirhyggjusamir í den að kaupa plötu Böðvars Guðmundssonar - fyrst þau áttu nú Mannakorn og Savannatríóið og annað álíka sem prýðir held ég flest foreldraplötusöfn á landinu. Ég lít niður og þar blasir hún við! Að ég skyldi ekki tékka á því fyrr! Þar sem greinlega enginn var að nota hana (og hún er í svo góðu ásigkomulagi að mig grunar að hún hafi aldrei verið spiluð) var ég ekki lengi að ræna henni og get nú hlusta' á "Næturljóð úr fjörðum" þegar ég vil!
Ég fór út á nes á laugardaginn til að hjálpa mömmu að passa barnabörnin. Pabbi var ekki heima og hún vissi ekki að Heba kæmi með. Svo reyndist þetta hið minnsta mál þar sem pabbi kom fljótlega heim og við Heba og Gísli Hrafn fórum niður í vinnuherbergi pabba að tékka á myndarlega hljómborðinu sem ég ætlaði að fá lánað. Gísli Hrafn vissi ekkert betra en að fá að sitja í kjöltu minni, grípa um putta mína og láta mig þannig glamra á hljómborðið. Á meðan var Heba að skoða gömlu hljómplöturnar sem foreldrarnir voru búnir að fjarlægja úr stofunni ásamt græjunum sem pössuðu víst ekki lengur við innréttinguna. Svo kom sjokkið: hún hafði aldrei hlustað á hljómplötu. Hún kunni ekki að nota plötuspilara og þorði varla að koma við nálina. Barnið er 12 ára! Maður var sjálfur farinn að brúka þessi tæki þegar maður gat staðið uppréttur og skellt "Karíusi og Baktusi" á fóninn. Það sem bjargaði þessi ekki svo litla sjokki var að þar sem hún sat á gólfinu og fletti bunkanum og Gísla Hrafn lét mig berja út ódóðlegt tónverk (staccato) á ferlíkið datt mér í hug að athuga hvort foreldrar mínir höfðu verið svo fyrirhyggjusamir í den að kaupa plötu Böðvars Guðmundssonar - fyrst þau áttu nú Mannakorn og Savannatríóið og annað álíka sem prýðir held ég flest foreldraplötusöfn á landinu. Ég lít niður og þar blasir hún við! Að ég skyldi ekki tékka á því fyrr! Þar sem greinlega enginn var að nota hana (og hún er í svo góðu ásigkomulagi að mig grunar að hún hafi aldrei verið spiluð) var ég ekki lengi að ræna henni og get nú hlusta' á "Næturljóð úr fjörðum" þegar ég vil!
Nú er tími stórfelldra breytinga. Fólk flytur inn og út úr húsum. Byrjar og lýkur námi, barneignum, störfum og samböndum. Glímir við heilsuna og hrærir í lánasúpunni. Það er svo komið að ég þekki varla vini mína og ættingja lengur og á ekki von á að þeir þekki mig nokkuð betur. Einhver staðar var Dauðinn í spilunum og við gleymdum að gá.
Helstu breytingarnar í mínu lífi eru auðvitað þær að ég byrjaði í söngnámi, er komin með hljómborð inni í stofu og hafin að hamra út Greensleaves með talsverðum framförum dag frá degi. Ég hef líka tekið upp á því að fara að sofa á skikkanlegum tíma sem var alveg óvart. Siggalára ætlar að yfirgefa mig og flytja heila 2 kílómetra í burtu. Samlíf okkar síðustu 9 mánuði hefur gengið furðuvel þrátt fyrir -og kannski vegna þess - að við hittumst sárasjaldan. Einhvern veginn hefur okkur tekist að haga deginum þannig að við skiptumst á að vera heima og hittumst rétt aðeins áður en við förum að sofa. Persónulega finnst mér ekkert liggja á að hún segi skilið við heimilið en ég skil ósköp vel spenninginn við að flytja í sína eigin æðislegu íbúð.
Að öðru - fyrir ykkar sem hélduð að líf mitt væri búið þegar Buffy hætti og aðeins þunglyndi og eymd á sjóndeildarhringdum þar sem ég lægi snöktandi í uppi í sófa í fósturstellingu og horfði á dvd pakkana mína aftur og aftur - fyrir ykkur hef ég aðeins eitt orð: Lost.
Lífið heldur áfram.
Helstu breytingarnar í mínu lífi eru auðvitað þær að ég byrjaði í söngnámi, er komin með hljómborð inni í stofu og hafin að hamra út Greensleaves með talsverðum framförum dag frá degi. Ég hef líka tekið upp á því að fara að sofa á skikkanlegum tíma sem var alveg óvart. Siggalára ætlar að yfirgefa mig og flytja heila 2 kílómetra í burtu. Samlíf okkar síðustu 9 mánuði hefur gengið furðuvel þrátt fyrir -og kannski vegna þess - að við hittumst sárasjaldan. Einhvern veginn hefur okkur tekist að haga deginum þannig að við skiptumst á að vera heima og hittumst rétt aðeins áður en við förum að sofa. Persónulega finnst mér ekkert liggja á að hún segi skilið við heimilið en ég skil ósköp vel spenninginn við að flytja í sína eigin æðislegu íbúð.
Að öðru - fyrir ykkar sem hélduð að líf mitt væri búið þegar Buffy hætti og aðeins þunglyndi og eymd á sjóndeildarhringdum þar sem ég lægi snöktandi í uppi í sófa í fósturstellingu og horfði á dvd pakkana mína aftur og aftur - fyrir ykkur hef ég aðeins eitt orð: Lost.
Lífið heldur áfram.
föstudagur, september 24, 2004
Þegar kulda leggur yfir landið og lægðir pressa á axlirna langar mig mest af öllu að leggjast í alarlega áfengisneyslu. Þetta tvennt hlýtur að vera samtengt. Ég er þess fullviss um að aðeins ríflegt magn af etanóli getur aflétt þeim doða og sleni sem legið hefur á mér eins og mara síðastliðnar vikur. Það er í öllu falli planið þessi helgi: skemmtanir. Og kominn tími til.
Að öðru leyti er hausinn á mér þessa dagana uppfullur af hljómfögrum nótum og glæstum framtíðaráformum á óperusviðinu (eða ekki) þar sem ég hef hafið að mæta í söngtíma. Næsta mál á dagskrá er að næla sér í hljófæri og hef ég samþykkt að fara út á nes á morgun og hjálpa mömmu að passa barnabörnin en í staðinn mun ég ræna pabba hljómborðinu. Er búin að hamast á netinu í allan morgun við að finna nótur af hinum ýmsu klassísku verkum og prenta út og tilbúin að tækla tónlistan með góðu og/eða illu. Siggalára getur prísað sig sæla að hafa nóg fyrir stafni fyrir utan heimilið því ég á ekki von á að heimilið verði vettvangur mikillar geðheilsu næstu vikur - hvorki minnar né þeirra sem verða svo óheppnir að hlýða á. Für Elise - aftur og aftur og aftur ...
Að öðru leyti er hausinn á mér þessa dagana uppfullur af hljómfögrum nótum og glæstum framtíðaráformum á óperusviðinu (eða ekki) þar sem ég hef hafið að mæta í söngtíma. Næsta mál á dagskrá er að næla sér í hljófæri og hef ég samþykkt að fara út á nes á morgun og hjálpa mömmu að passa barnabörnin en í staðinn mun ég ræna pabba hljómborðinu. Er búin að hamast á netinu í allan morgun við að finna nótur af hinum ýmsu klassísku verkum og prenta út og tilbúin að tækla tónlistan með góðu og/eða illu. Siggalára getur prísað sig sæla að hafa nóg fyrir stafni fyrir utan heimilið því ég á ekki von á að heimilið verði vettvangur mikillar geðheilsu næstu vikur - hvorki minnar né þeirra sem verða svo óheppnir að hlýða á. Für Elise - aftur og aftur og aftur ...
þriðjudagur, september 21, 2004
Survivior er byrjaður á ný. Jibbí jibbí jei. *geisp*
Ég hef horft dyggilega á allar seríurnar hingað til og leyft mér, trekk í trekk, að horfa framhjá fyrirsjáanlegum úrslitum og alltof mörgum nautheimskum þátttakandum. Nú get ég bara ekki meir. Þessi nýjasta sería gerir ekkert til að vekja áhuga hjá mér. 18 könum, sem okkur gæti ekki verið meira sama um, er plantað á eyju og skipt í karla og kvennahópa. Ég sé fram á að það muni endast í svona 3 þætti. Þegar þessi skipting var síðast fannst mér auðvelt að halda með kvennahópnum en núna á ég í talsverðum vandræðum með að halda með nokkrum. Þetta er svo óttalega leiðinlegt lið. Karlahópurinn samanstendur af hrokafullum strákpjökkum og vænissjúkum gamlingjum. Kvennahópurinn skiptist í latar, ýlandi dræsur og bitrar, pirraðar kellingar. Ég gat ekki séð þau hefðu einn stakan persónuleika til skiptana. Sá/sú vinnur sem missir buxurnar sjaldnast niður um sig. Fer Amazing race ekki að byrja bráðum?
Ég hef horft dyggilega á allar seríurnar hingað til og leyft mér, trekk í trekk, að horfa framhjá fyrirsjáanlegum úrslitum og alltof mörgum nautheimskum þátttakandum. Nú get ég bara ekki meir. Þessi nýjasta sería gerir ekkert til að vekja áhuga hjá mér. 18 könum, sem okkur gæti ekki verið meira sama um, er plantað á eyju og skipt í karla og kvennahópa. Ég sé fram á að það muni endast í svona 3 þætti. Þegar þessi skipting var síðast fannst mér auðvelt að halda með kvennahópnum en núna á ég í talsverðum vandræðum með að halda með nokkrum. Þetta er svo óttalega leiðinlegt lið. Karlahópurinn samanstendur af hrokafullum strákpjökkum og vænissjúkum gamlingjum. Kvennahópurinn skiptist í latar, ýlandi dræsur og bitrar, pirraðar kellingar. Ég gat ekki séð þau hefðu einn stakan persónuleika til skiptana. Sá/sú vinnur sem missir buxurnar sjaldnast niður um sig. Fer Amazing race ekki að byrja bráðum?
mánudagur, september 20, 2004
Jæja - nú vil ég fara að fá að vita eitthvað. Fara að byrja í þessum skóla ef ég á að vera í honum á annað borð. Óvissa er ekki ástand sem ég kann vel við mig í. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hringja í kennarann - hún sagðist nú ætla að hafa samband við mig. Ætli hún sé búin að gleyma mér? Kannski verður hún bara pirruð ef ég fer að ganga á eftir henni?
Af hverju hef ég aldrei lært að naga neglurnar?
Af hverju hef ég aldrei lært að naga neglurnar?
föstudagur, september 17, 2004
Ja hérna hér - aldrei verður maður of gamall til söðla um og byrja upp á nýtt. Er s.s. á leið í skóla enn og aftur. Er búin að sækja um inngöng í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem ég ætla að stúdera söng og allt sem fylgir því. Sé fram á vera 10 árum eldri en samnemendur mínir. Skólinn er að vísu byrjaður en það á að vera hægt að troða mér inn engu að síður. Þetta hefur allt gerst svo hratt (fór í prufu í gærkvöldi, fékk að vita fyrir hádegi að ég kæmist inn, var að keyra fram hjá Skipholtinu þegar ég fékk símtalið þannig ég hentist þangað inn med det samme og fyllti út umsókn) að ég hef ekki haft tíma til að spá í hvað ég er að gera. Er búin að redda mér fjármagni fyrir skólavist ásamt vilyrði forstjóra fyrir því að hverfa úr vinnu einu sinni í viku þann eina klukkutíma sem stangast á við starfstímann.
Nú vantar mig víst bara píanó.
Nú vantar mig víst bara píanó.
þriðjudagur, september 14, 2004
Lumar einhver á mp3 spilara sem hann eða hún er hætt að nota og vill endilega koma í verð? Því ég er á höttunum eftir slíku apparati en get ekki hugsað mér að borga fullt verð. Ég var nefnilega að uppgötva hljóðbækur á ný. Þegar ég var í hlutastarfi hjá Landsvirkjun fyrir þó nokkrum árum mætti ég nokkrum sinnum í viku (2-3) og vann eins lengi og ég nennti - þó oftast minnst 4 tíma í senn. Fyrirtækið var að færa skjöl sín frá Word yfir í Lotus Notes kerfið og ekki var til betri aðferð en sú að gera copy/paste fyrir hvert skjal og laga síðan spássíur og fyrirsagnir í höndunum. Þetta er einföld og auðveld vinna en alveg ótrúlega leiðinleg. Eftir 3 skjöl var ég iðullega farin að dotta og slefa pínu á lyklaborðið og skipti þá engu máli hversu hress ég var þegar ég byrjaði. Ég fór því að mæta með vasadiskó og hlusta á útvarpið - eitthvað til að halda alfabylgjunum virkum (hér skal það tekið fram að Landsvirkjun sá ekki ástæðu til að úthluta mér tölvu með internet tenginu - aðeins aðgang að innra neti sem bauð ekki upp á mikið afþreyingarefni.) Það dugði í svona 10 sköl og þá fór tónlistin og malið í útvarpsmönnunum að hafa sömu áhrif á mig og flóuð mjólk og sterk svefntafla. Þá datt ég ofan á það snilldarráð að fá hljóðbækur lánaðar á Borgarbókasafninu og hlusta í vinnunni. Þetta svínvirkaði. Ég naut þess að hlusta á hin ýmsu skemmtilegu bókmenntaverk sem fönguðu næstum alla mín athygli og forðuðu mér frá því að dorma og sá hluti heilastarfsemi minnar sem fór annars í flókin verkefni á borð við að stanga úr tönnunum og klóra sér í rassinum nýttist sem aldrei fyrr til fjár. Í tvö ár sat ég reglulega í kjallaranum á Háaleitisbraut og henti inn gátlistum í þúsundatali á meðan hvert snilldarverkið streymdi um eyru mín. Þetta var ekki versta vinna sem ég hef haft (sá heiður fer til fatahengsins í Casablanca en það er önnur saga.) Eftir að ég hætti hjá Landsvirkjun hef ég lítið hlusta á hljóðbækur. Þær höfðu alltaf þjónað mjög ákeðnum og afmörkuðum tilgangi í mínu lífi - þ.e. halda mér með meðvitund - og þegar sá tilgangur var ekki lengur til staðar var engin nauðsyn fyrir hljóðbækurnar. Gömlu hljóðbækurnar voru allar á spólum og þegar ég var búin að taka allt á safninu sem hlustandi var á var aðeins um bókabúðirnar að ræða og þar voru (og eru) spólurnar seldar á uppsprengdu verði. En nú er öldin önnur. Þetta er allt komið á geisladiska og eðlileg afleiðing af því er sú að bækurnar rata á netið. Þar sem ég er byrjuð að dánlóda þeim. Ég er hins vegar ekki með geislaspilara í bílnum - eða nokkurs staðar annars staðar en í tölvunni og finnst það því vera snillarráð að skella þeim í mp3 spilara og fara svo í hressandi göngutúr í haustgolunni. Það vantar aðeins einn lítinn hlut til að fullkomna myndina; fjandans rándýra spilarann.
laugardagur, september 11, 2004
Mig langar til að skrifa leikrit um manneskju sem fer aldrei fram úr rúmi og er því hamingjusamasta manneskja í heimi. Uppsetningin ætti að vera mjög einföld - eina krafan er stórt og mjúkt vel um búið rúm á sviðunu og allt annað má mæta afgangi. Þessi manneskja býr ekki ein þvi einhver þarf að vera til staðar til að fara til dyra því það verður stanslaus straumur gesta sem koma með gjafir, skemmtilegar sögur og halda lofræður um yndislegu, hamingjusömu manneskjuna í rúminu. Ég ætla að láta öll salernismál liggja á milli hluta. Í lokin deyr hún af gleði og aðstandendur syngja saknaðarsöng þar sem þeir búa um rúmið í hinsta sinn. Sé fyrir mér frumraun mína í aðalhlutverki þar sem ég velti mér í múkum rúmklæðunum og brosi framan í heiminn/salinn.
Þarf titil... Beðmál? Sögur úr sængunum? Titlagerð hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.
Ég er hugsanlega undir smá áhrifum frá Beisku tárum Petru von Kant sem ég sá í gærkvöldi (af hverju voru þau svona beisk?) hvað sjáfsmiðaða aðalpersónu varðar en mér sýnist á öllu að mín sýning verði, ólíkt Petru, algjörlega laus við drama og átök. Það og mig grunar að ég nenni ekki að standa upprétt á sviði í bráð. Og er ekki ennþá búin að klæða mig þar sem ég þykist ennþá vera veik og hef hangið vakandi uppi í rúmi frá því kl. 8 í morgun. Skemmti mér vel á sýningunni í gær - ef skemmti er rétta orðið (sumir - og ég nefni engin nöfn - táruðust yfir atburðarrásinni); allar sex leikkonur stóðu sig vel, skiptingar voru vel útfærðar og endirinn magnaður. Takk fyrir mig.
Þarf titil... Beðmál? Sögur úr sængunum? Titlagerð hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.
Ég er hugsanlega undir smá áhrifum frá Beisku tárum Petru von Kant sem ég sá í gærkvöldi (af hverju voru þau svona beisk?) hvað sjáfsmiðaða aðalpersónu varðar en mér sýnist á öllu að mín sýning verði, ólíkt Petru, algjörlega laus við drama og átök. Það og mig grunar að ég nenni ekki að standa upprétt á sviði í bráð. Og er ekki ennþá búin að klæða mig þar sem ég þykist ennþá vera veik og hef hangið vakandi uppi í rúmi frá því kl. 8 í morgun. Skemmti mér vel á sýningunni í gær - ef skemmti er rétta orðið (sumir - og ég nefni engin nöfn - táruðust yfir atburðarrásinni); allar sex leikkonur stóðu sig vel, skiptingar voru vel útfærðar og endirinn magnaður. Takk fyrir mig.
miðvikudagur, september 08, 2004
Blah - ég held að ég sé aftur að verða ekki-veik.
En... ég elska ykkur nógu mikið til að væla ekki meira um það.
Fór í gær ásamt Auði að fylgjast með feministum taka alþingismenn á beinið á efri hæðinni á Sólon. Þótt mér sé annt um mikið af málefnunum sem rætt var um gat illgjarna kvikindið í mér ekki stillt sig um að hafa meiri áhuga á kómísku míkrafón brölti fundarstjóra, svipunum á Ögmundi þegar Einar Guðfinnsson tilkynnti að Sjálfstæðiflokkurinn færi aldrei úr ríkisstjórn og ranghvelfandi augum fundargesta yfir blaðrinum í frjálslynda gemlingnum Gunnari Örlygssyni. Einnig tókst mér að hafa illan bifur á þeim fundargestum sem áttu að spyrja einfaldrar spurningar en héldu að fyrst þeir fengu míkrafón í andlitið bæri þeim skylda til að röfla um eitt og annað í fari og starfi þingmannanna sem fór fyrir brjóstið á þeim. Fljótlega fór fólk að endurtaka sig og hjakka í smáatriðium og ég að upplifa athyglisbrest. Ég komst að því að ég hafði meiri áhuga á magainnihaldi mínu en fléttulistum og stakk af eftir rúman klukkutíma niður á neðri hæðina að fá mér að borða. Þegar ég kom aftur upp tæpum klukkutíma síðar hafði ég víst misst af litlu örðu en því að það ku ekki vera tímabært að svo stöddu að endurreisa Kvennalistann. Það er þó ekki þar með sagt að um tímaeyðslu hafi verið að ræða. Jónína Bjartmarz og Margrét Frímannsdóttir voru skemmtilegar í pontu og vissu um hvað þær voru að tala og Ögmundur átti nokkra góða spretti. Sérstaklega fór um mig ánægjuhrollur þegar Jónína setti ofan í við hrokafulla strákgutta (t.d. Gunnar). Þegar uppi er staðið er ég ekki alveg tilbúin til að ganga í femínistafélagið en hef talsvert meiri áhuga á pólitík. Það var alltaf verið að koma að því að þjóðfélagshópar ættu að eiga sína fulltrúa á þingi. Er einhver þarna sem representerar minn þjóðfélagshóp? Einhleypa, barnslausa, prjónandi kvenkyns nörda á fertugsaldri? Hvernig kemst maður í framboð?
En... ég elska ykkur nógu mikið til að væla ekki meira um það.
Fór í gær ásamt Auði að fylgjast með feministum taka alþingismenn á beinið á efri hæðinni á Sólon. Þótt mér sé annt um mikið af málefnunum sem rætt var um gat illgjarna kvikindið í mér ekki stillt sig um að hafa meiri áhuga á kómísku míkrafón brölti fundarstjóra, svipunum á Ögmundi þegar Einar Guðfinnsson tilkynnti að Sjálfstæðiflokkurinn færi aldrei úr ríkisstjórn og ranghvelfandi augum fundargesta yfir blaðrinum í frjálslynda gemlingnum Gunnari Örlygssyni. Einnig tókst mér að hafa illan bifur á þeim fundargestum sem áttu að spyrja einfaldrar spurningar en héldu að fyrst þeir fengu míkrafón í andlitið bæri þeim skylda til að röfla um eitt og annað í fari og starfi þingmannanna sem fór fyrir brjóstið á þeim. Fljótlega fór fólk að endurtaka sig og hjakka í smáatriðium og ég að upplifa athyglisbrest. Ég komst að því að ég hafði meiri áhuga á magainnihaldi mínu en fléttulistum og stakk af eftir rúman klukkutíma niður á neðri hæðina að fá mér að borða. Þegar ég kom aftur upp tæpum klukkutíma síðar hafði ég víst misst af litlu örðu en því að það ku ekki vera tímabært að svo stöddu að endurreisa Kvennalistann. Það er þó ekki þar með sagt að um tímaeyðslu hafi verið að ræða. Jónína Bjartmarz og Margrét Frímannsdóttir voru skemmtilegar í pontu og vissu um hvað þær voru að tala og Ögmundur átti nokkra góða spretti. Sérstaklega fór um mig ánægjuhrollur þegar Jónína setti ofan í við hrokafulla strákgutta (t.d. Gunnar). Þegar uppi er staðið er ég ekki alveg tilbúin til að ganga í femínistafélagið en hef talsvert meiri áhuga á pólitík. Það var alltaf verið að koma að því að þjóðfélagshópar ættu að eiga sína fulltrúa á þingi. Er einhver þarna sem representerar minn þjóðfélagshóp? Einhleypa, barnslausa, prjónandi kvenkyns nörda á fertugsaldri? Hvernig kemst maður í framboð?
mánudagur, september 06, 2004
Jæja þá er loksins komið haust. Mér er a.m.k. kalt í fyrsta skipti í þrjá mánuði og þarf ekki lengur að sitja kófsveitt á hlírabol í vinnunni - hrellandi gesti og gangandi.
Helgin var aldeilis ljómandi ágæt og frídagarnir mínir tveir í síðustu viku komu að óvenju góðum notum. Ég er svotil alveg búin að mála kjallaraeldhúsið (það fór sem mig grunaði að leigjendurnir gerðu ekkert yfir helgina - nema að skíta út eldhúsið á ný - þrátt fyrir fögur fyrirheit) og heimsótti Kleifar í Steingrímsfirði á ný. Þangað hafði ég ekki komið í átján ár og það var soldið eins og að koma heim. Lyktin var alveg eins og mig minnti og sömu National Geographic blöðin uppi í hillum. Þarna var allt að springa úr berjum og tíndum við nokkur kíló af bláberjum Ég fór nú ekki í langan róður eins ég hafði ætlað mér en við Heba fórum á laugardagskvöldið þegar skyggja tók aðeins frá landi að veiða önd sem flækst hafði í netinu sem karlanir höfðu lagt um morguninn. Þegar við fundum loks fuglinn var orðið alltof dimmt til að ná honum úr þarna í bátnum með góðu móti þannig að við tókum allt netið inn og héldum í land. Pabbi og Atli voru þá mættir til að fylgjast með aðgerðum (eða kannski af því að þeir treystu ekki tveimur stelpum til að fara einar út í báti og verða sér ekki til skammar). Hin óheppna önd reyndist vera æðakolla sem Atli og frú munu væntanlega snæða með bestu lyst á næstu dögum. Ég læt mér nægja berin.
Helgin var aldeilis ljómandi ágæt og frídagarnir mínir tveir í síðustu viku komu að óvenju góðum notum. Ég er svotil alveg búin að mála kjallaraeldhúsið (það fór sem mig grunaði að leigjendurnir gerðu ekkert yfir helgina - nema að skíta út eldhúsið á ný - þrátt fyrir fögur fyrirheit) og heimsótti Kleifar í Steingrímsfirði á ný. Þangað hafði ég ekki komið í átján ár og það var soldið eins og að koma heim. Lyktin var alveg eins og mig minnti og sömu National Geographic blöðin uppi í hillum. Þarna var allt að springa úr berjum og tíndum við nokkur kíló af bláberjum Ég fór nú ekki í langan róður eins ég hafði ætlað mér en við Heba fórum á laugardagskvöldið þegar skyggja tók aðeins frá landi að veiða önd sem flækst hafði í netinu sem karlanir höfðu lagt um morguninn. Þegar við fundum loks fuglinn var orðið alltof dimmt til að ná honum úr þarna í bátnum með góðu móti þannig að við tókum allt netið inn og héldum í land. Pabbi og Atli voru þá mættir til að fylgjast með aðgerðum (eða kannski af því að þeir treystu ekki tveimur stelpum til að fara einar út í báti og verða sér ekki til skammar). Hin óheppna önd reyndist vera æðakolla sem Atli og frú munu væntanlega snæða með bestu lyst á næstu dögum. Ég læt mér nægja berin.
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Ömurlegt ömurlegt ömurlegt.
Ég er ekki-veik. Ég hef verið ekki-veik núna í 3 daga. Ég mætti galsvösk til vinnu í gærmorgun sannfærð um að ég væri ekki ekki-veik en fór heim í hádeginu og fannst það viðeigandi að taka hálfan veikindadag í þessum ekki-veikindum. Nú er ég mætt aftur - með hálfum hug - og staðráðin í að vera fullfrísk á viljanum einum saman.
Ég gæti ekki komið mér upp almennilegu þunglyndi í stöðunni ef ekki væri þessi skemmtilega viðeigandi rigning og þungbúni himinn. Ef það væri aðeins kaldara gæti ég réttlætt það að vera með trefil innan dyra, gengið um og lokað gluggum og kvartað undan dragsúg - ekki-veikindamáli mínu til stuðning.
Er það til of mikils mælt að krefjast þess að geta annað hvort slugsast fullfrísk í vinnunni ellegar hangið heima í móki yfir sjónvarpinu með skínandi hreina samvisku (og hor í nös)?
Ég er ekki-veik. Ég hef verið ekki-veik núna í 3 daga. Ég mætti galsvösk til vinnu í gærmorgun sannfærð um að ég væri ekki ekki-veik en fór heim í hádeginu og fannst það viðeigandi að taka hálfan veikindadag í þessum ekki-veikindum. Nú er ég mætt aftur - með hálfum hug - og staðráðin í að vera fullfrísk á viljanum einum saman.
Ég gæti ekki komið mér upp almennilegu þunglyndi í stöðunni ef ekki væri þessi skemmtilega viðeigandi rigning og þungbúni himinn. Ef það væri aðeins kaldara gæti ég réttlætt það að vera með trefil innan dyra, gengið um og lokað gluggum og kvartað undan dragsúg - ekki-veikindamáli mínu til stuðning.
Er það til of mikils mælt að krefjast þess að geta annað hvort slugsast fullfrísk í vinnunni ellegar hangið heima í móki yfir sjónvarpinu með skínandi hreina samvisku (og hor í nös)?
laugardagur, ágúst 28, 2004
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Jæja - ég réðst loksins í tímabæra andlitslyftingu á þessu bloggi. Ég veit nú ekki hvort ég ætlað að hafa þetta svona - þessi nýju template eru full fancy og "sniðug" fyrir minn smekk. Erfitt að breyta nokkru án þess að allt fari í klessu. Ég gafst t.d. upp eftir nokkrar tilraunir á að segja gamla kommentkerfið inn - þ.e.a.s. ég kom því inn en uppsetningin varð öll undarleg. Við sjáum til með það.
Nú er ég farin að telja mínúturnar þangað til ég fæ tölvuna aftur. Allir puttar og tær hafa verið krosslagðir og gripurinn skal koma heim í dag. Annars fær ég taugaáfall.
Besta leiðin að bægja slíkum óþægindum frá er að hafa nóg fyrir stafni. Gærdagurinn var viðburðarríkur í mínu annars snauða lífi. Fór á útsölu í Kringlunni í hádeginu og fann þar alklæðnað (pils, topp, buxur, jakka) á samtals 3000 kr. Fannst ég ofboðslega rík í kjölfarið og réðst í það að kaupa loksins afmælisgjöf handa Siggu Viggu sem varð sex ára þann 3. ágúst. Fór í Ikea og keypti þar trönur sem hægt er að mála, kríta og tússa á handa barninu sem varð himin lifandi. Sjálf hentist ég svo út á Granda um kvöldið þar sem ég málaði veggi Hugleikshússins svarta ásamt Einsa og Dr. Tótu þar til klukkan var langt gengin í ellefu. Rotaðist í sófanum heima nær dauða en lífi af þreytu á miðnætti.
Tölva? Hvaða tölva?
Nú er ég farin að telja mínúturnar þangað til ég fæ tölvuna aftur. Allir puttar og tær hafa verið krosslagðir og gripurinn skal koma heim í dag. Annars fær ég taugaáfall.
Besta leiðin að bægja slíkum óþægindum frá er að hafa nóg fyrir stafni. Gærdagurinn var viðburðarríkur í mínu annars snauða lífi. Fór á útsölu í Kringlunni í hádeginu og fann þar alklæðnað (pils, topp, buxur, jakka) á samtals 3000 kr. Fannst ég ofboðslega rík í kjölfarið og réðst í það að kaupa loksins afmælisgjöf handa Siggu Viggu sem varð sex ára þann 3. ágúst. Fór í Ikea og keypti þar trönur sem hægt er að mála, kríta og tússa á handa barninu sem varð himin lifandi. Sjálf hentist ég svo út á Granda um kvöldið þar sem ég málaði veggi Hugleikshússins svarta ásamt Einsa og Dr. Tótu þar til klukkan var langt gengin í ellefu. Rotaðist í sófanum heima nær dauða en lífi af þreytu á miðnætti.
Tölva? Hvaða tölva?
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Fyrir þá sem fylgjast spenntir með heimkomu tölvunnar minnar (ekki ólíkt heimkomu handritanna eða Keikós) og hafa ákveðið að gera þetta soldið spennandi eru komnar nýjar veðbankatölur:
Í kvöld: 1/365
Á morgun: 1/2 (var að tala við lillebro sem taldi það mjög líklegt)
Á fimmtudaginn: 2/9
Á föstudaginn: 1/365 (eða það verða læti)
Skannaði inn myndir - Verzló fyllerí og ýmsar fjölskyldumyndir - sumar kunna að vera vandræðalegar - sérstaklega fyrir mig en mér er bara hjartanlega sama og ef einhver barmar sér og ætlar að kvarta: díl.
Í kvöld: 1/365
Á morgun: 1/2 (var að tala við lillebro sem taldi það mjög líklegt)
Á fimmtudaginn: 2/9
Á föstudaginn: 1/365 (eða það verða læti)
Skannaði inn myndir - Verzló fyllerí og ýmsar fjölskyldumyndir - sumar kunna að vera vandræðalegar - sérstaklega fyrir mig en mér er bara hjartanlega sama og ef einhver barmar sér og ætlar að kvarta: díl.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Ég fæ bráðum tölvuna mína aftur. Nú er allt að gerast! Eftir tveggja mánaða kvöl og pínu kemur barnið loksins heim til sín. Hvað úr hverju. Greyð litla hafði ofhitnað all svakalega og brætt úr sér bæði harða diskinn og örgjörvann. Ég er að vísu ekki með afhendingardag nákvæmlega á hreinu en er að vonast eftir að það gerist í þessari viku. Fer allt eftir því hvað litli bróðir hefur mikinn tíma. Veðbankar hafa verið opnaðir og líkur sem hér segir:
1/20 í dag
3/7 fimmtudag
1/2 sunnudag
Frekari tölur verða gefnar upp eftir því sem líkur eru reiknaðar.
1/20 í dag
3/7 fimmtudag
1/2 sunnudag
Frekari tölur verða gefnar upp eftir því sem líkur eru reiknaðar.
föstudagur, ágúst 20, 2004
Mér varð litið á Esjuna áðan og var talsvert brugðið í brún. Ekki eitt einasta einmana snjókorn að sjá á öllu fjallinu. Hefur það nokkurn tímann gerst áður - meira að segja í ágúst?
Það sem ég vildi sagt hafa: fyrst að snjórinn er farinn af Esjunni á Grænlandsjökull álíka mikinn séns og Íslendingar á Ólympíuleikum.
Það sem ég vildi sagt hafa: fyrst að snjórinn er farinn af Esjunni á Grænlandsjökull álíka mikinn séns og Íslendingar á Ólympíuleikum.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
mánudagur, ágúst 16, 2004
Eftir 8 daga hef ég verið tölvulaus heima hjá mér í tvo mánuði. Hvern hefði grunað að ég gæti þetta? Nú vil ég samt fara að fá gripinn heim. Aðallega vegna þess að ég tími ekki að borga Margmiðlun endalaust fyrir ADSL tengingu sem ég nota ekkert. Tólf þúsund krónur í súginn er alveg nóg takk fyrir.
Leikritið er búið - engar fleiri sýningar - þeir sem misstu af verða bara að barma sér og bíta í það súra. Lokasýningin var á laugardaginn og þótt einhver gestur á svæðinu hafi verið svo elskulegur að fjarlægja húskarlabúninginn minn frá þeim stað sem ég hefði komið honum fyrir á (ég skelli mér í hann inni í kjarrinu eftir upphafslagið) kom það ekki mikið að sök.
Lokapartý um kvöldið - í bland við kveðjuhóp Nínu og Tóró sem eru að halda til sitt hvors landsins fljótlega í nám - að Eyjaslóð þar sem ég fékk loksins fyrir tilstilli örlætis Hjalta að smakka Absinthe. Ég var nú annars öll í skynseminni og þar sem ég hafði aðeins tekið á því kvöldið áður ásamt Auði var ég kominn heim til mín bara nokkuð hress um hálffjögurleytið.
Gærdagurinn fór strætóferð út á Granda til að ná í bílinn og svo misheppnaða berjatínsluferð í kjölfarið undir rótum Esju. Það var reyndar fínt að hlaupa pínu um hóla og hæðir en lítið fann ég af berjum.
Haldið var upp á afmælið hennar Nönnu með talsvert meiri pragt heldur en pompi í gærkvöldi en sæmilegur hópur (ég, Nanna, Jón Geir, Stebbi, Ragnheiður, Elva, Gunni) hittist uppi í Keiluhöll og reynt var að fella bévítans keilurnar með mjög misjöfnunum árangri. Þetta var hin besta skemmtun og rúllað var upp og niður allan tilfinningaskalann á meðan á stóð.
Leikritið er búið - engar fleiri sýningar - þeir sem misstu af verða bara að barma sér og bíta í það súra. Lokasýningin var á laugardaginn og þótt einhver gestur á svæðinu hafi verið svo elskulegur að fjarlægja húskarlabúninginn minn frá þeim stað sem ég hefði komið honum fyrir á (ég skelli mér í hann inni í kjarrinu eftir upphafslagið) kom það ekki mikið að sök.
Lokapartý um kvöldið - í bland við kveðjuhóp Nínu og Tóró sem eru að halda til sitt hvors landsins fljótlega í nám - að Eyjaslóð þar sem ég fékk loksins fyrir tilstilli örlætis Hjalta að smakka Absinthe. Ég var nú annars öll í skynseminni og þar sem ég hafði aðeins tekið á því kvöldið áður ásamt Auði var ég kominn heim til mín bara nokkuð hress um hálffjögurleytið.
Gærdagurinn fór strætóferð út á Granda til að ná í bílinn og svo misheppnaða berjatínsluferð í kjölfarið undir rótum Esju. Það var reyndar fínt að hlaupa pínu um hóla og hæðir en lítið fann ég af berjum.
Haldið var upp á afmælið hennar Nönnu með talsvert meiri pragt heldur en pompi í gærkvöldi en sæmilegur hópur (ég, Nanna, Jón Geir, Stebbi, Ragnheiður, Elva, Gunni) hittist uppi í Keiluhöll og reynt var að fella bévítans keilurnar með mjög misjöfnunum árangri. Þetta var hin besta skemmtun og rúllað var upp og niður allan tilfinningaskalann á meðan á stóð.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Hvaða rugl er í teljaranum mínum? Hann virðist hafa núllstillt sig upp úr þurru. Hvaða gagn er í því að hafa teljara ef hann tekur upp á slíkum tiktúrum?
Er búin að komast að því að ég á við alvarlega fötlun í starfi að ræða - hún kallast að vera kvenmaður. Hér sitjum við tvær - einu konurnar hjá fyrirtækinu og erum ekki í fríi í mestu hitabylgju sem komið hefur á Íslandi frá því mælingar hófust. Karlarnir létu sig svotil allir hverfa um leið og mælirinn þokaðist upp fyrir 17 gráður og voru ekkert að spá í það að við vorum nýbúin að opna skrifstofuna eftir tveggja vikna lokun og verkefni höfðu að sjálfsögðu hlaðist upp á meðan. Því sitjum við sveittar og reynum af óhóflegri samviskusemi að vinna upp glataðan tíma á meðan karlarnir firra sig allri ábyrgð og tjilla sennilega í einhverjum sumarbústaðnum með bjór í hönd.
Ekki að ég sé öfundsjúk.
Það sem er sennilega mest pirrandi er að ég veit upp á hár hver viðbrögðin væru ef ég hagaði mér eins og stingi bara af í frí. Almennt svekkelsi og fýla í minn garð ásamt hæfilegum skammti af vænissýki og taugaskjálfta. Hvað kallana varðar virðist þeim vera alveg sama um slík viðbrögð en ég - verandi haldin þessari óheppilegu fötlun - sit sem fastast af heimskulegri skyldurækni og vilja til að gera fólki til geðs.
Er búin að komast að því að ég á við alvarlega fötlun í starfi að ræða - hún kallast að vera kvenmaður. Hér sitjum við tvær - einu konurnar hjá fyrirtækinu og erum ekki í fríi í mestu hitabylgju sem komið hefur á Íslandi frá því mælingar hófust. Karlarnir létu sig svotil allir hverfa um leið og mælirinn þokaðist upp fyrir 17 gráður og voru ekkert að spá í það að við vorum nýbúin að opna skrifstofuna eftir tveggja vikna lokun og verkefni höfðu að sjálfsögðu hlaðist upp á meðan. Því sitjum við sveittar og reynum af óhóflegri samviskusemi að vinna upp glataðan tíma á meðan karlarnir firra sig allri ábyrgð og tjilla sennilega í einhverjum sumarbústaðnum með bjór í hönd.
Ekki að ég sé öfundsjúk.
Það sem er sennilega mest pirrandi er að ég veit upp á hár hver viðbrögðin væru ef ég hagaði mér eins og stingi bara af í frí. Almennt svekkelsi og fýla í minn garð ásamt hæfilegum skammti af vænissýki og taugaskjálfta. Hvað kallana varðar virðist þeim vera alveg sama um slík viðbrögð en ég - verandi haldin þessari óheppilegu fötlun - sit sem fastast af heimskulegri skyldurækni og vilja til að gera fólki til geðs.
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Ég fékk loksins að borða og er nú talsvert sáttari.
Svo ég vendi kvæðum...
Var að horfa á lokaþáttinn af þeim ágæta "raunveruleikaþætti" Joe Schmo í gær. Framleiðendum var greinilega mikið í mun að koma því til að skila að allt í þættinum væri feik - allt planað og allt leikið - fyrir utan auðvitað Joe Schmo sjálfan - hann Matt - sem hélt að hann væri staddur í frekar útvatnaðri útgáfu af Survivor og Paradise Hotel. Ég er hissa á að enginn skyldi minnast á tengslin við "The Truman Show" í kynningum á þáttunum sem eru ekki lítil og stór þáttur í því að þessi tilraun skyldi heppnast svo vel. Því að þótt á yfirborðin virðist um frekar ömurlega leið til að hafa einn veslings mann að fífli trekk í trekk varð reyndin ekki sú. Matt - ósköp hrekklaus og ljúfur náungi - var ekki hinn týpíska raunveruleikastjarna. Hann hefði sennilega aldrei verið valinn í "alvöru" raunveruleikaþátt því til þess er hann alltof normal. Þegar leikararnir fóru síðan að haga sér heimskulega á yfirkeyrðan hátt samkvæmt handriti brást hann við eins og eðileg manneskja. Hann brást við eins og við flest hefðum sennilega brugðist við; hristi bara höfuðið og reyndi að róa liðið. Þannig að sem áhorfandi fór maður að halda með honum - maður fór að óska þess að hann fattaði djókið - maður beið eftir því að leikaranir og framleiðendurnir klúðurðu blekkingunni á einhvern hátt. Baktjaldamakkarnir voru komnir í hlutverk fíflsins og við áhorfendur í lið með Matt. Enda veitti honum ekki af liðstyrknum. Leikararnir gerðu að sjálfsögðu sitt ýtrasta til að réttlæta sig - töluðu um það trekk í trekk hvað Matt væri æðislegur og þegar allt var yfirstaðið og ringlaður Matt stóð með risastóru ávísunina sína voru þau hársbreidd frá því að lúta í gólfið fyrir mikilfengleika gæsku hans og kyssa tær hans. Sennilega væri hægt að skrifa arfavonda bókmenntaritgerð um kristsfígúru í Joe Schmo. Loka djókurinn hans Matt er svo sá að hann er langt frá því að vera þessi guðumlíka vera sem leikrarahópurinn var búinn að búa til í brengluðum hugarskotum til að bæta uppi samviskubitið. Það fer ekki á milli mála að hann er góður gæi en eins og allt eðilegt fólk í hans sporum setti hann upp rétta andlitið fyrir myndavélarnar og passaði sig að segja og gera réttu hlutina. Hvaða hálfviti mundi gera nokkuð annað?
Svo ég vendi kvæðum...
Var að horfa á lokaþáttinn af þeim ágæta "raunveruleikaþætti" Joe Schmo í gær. Framleiðendum var greinilega mikið í mun að koma því til að skila að allt í þættinum væri feik - allt planað og allt leikið - fyrir utan auðvitað Joe Schmo sjálfan - hann Matt - sem hélt að hann væri staddur í frekar útvatnaðri útgáfu af Survivor og Paradise Hotel. Ég er hissa á að enginn skyldi minnast á tengslin við "The Truman Show" í kynningum á þáttunum sem eru ekki lítil og stór þáttur í því að þessi tilraun skyldi heppnast svo vel. Því að þótt á yfirborðin virðist um frekar ömurlega leið til að hafa einn veslings mann að fífli trekk í trekk varð reyndin ekki sú. Matt - ósköp hrekklaus og ljúfur náungi - var ekki hinn týpíska raunveruleikastjarna. Hann hefði sennilega aldrei verið valinn í "alvöru" raunveruleikaþátt því til þess er hann alltof normal. Þegar leikararnir fóru síðan að haga sér heimskulega á yfirkeyrðan hátt samkvæmt handriti brást hann við eins og eðileg manneskja. Hann brást við eins og við flest hefðum sennilega brugðist við; hristi bara höfuðið og reyndi að róa liðið. Þannig að sem áhorfandi fór maður að halda með honum - maður fór að óska þess að hann fattaði djókið - maður beið eftir því að leikaranir og framleiðendurnir klúðurðu blekkingunni á einhvern hátt. Baktjaldamakkarnir voru komnir í hlutverk fíflsins og við áhorfendur í lið með Matt. Enda veitti honum ekki af liðstyrknum. Leikararnir gerðu að sjálfsögðu sitt ýtrasta til að réttlæta sig - töluðu um það trekk í trekk hvað Matt væri æðislegur og þegar allt var yfirstaðið og ringlaður Matt stóð með risastóru ávísunina sína voru þau hársbreidd frá því að lúta í gólfið fyrir mikilfengleika gæsku hans og kyssa tær hans. Sennilega væri hægt að skrifa arfavonda bókmenntaritgerð um kristsfígúru í Joe Schmo. Loka djókurinn hans Matt er svo sá að hann er langt frá því að vera þessi guðumlíka vera sem leikrarahópurinn var búinn að búa til í brengluðum hugarskotum til að bæta uppi samviskubitið. Það fer ekki á milli mála að hann er góður gæi en eins og allt eðilegt fólk í hans sporum setti hann upp rétta andlitið fyrir myndavélarnar og passaði sig að segja og gera réttu hlutina. Hvaða hálfviti mundi gera nokkuð annað?
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Ég er alltaf að gleyma hvar í tíma ég er og hvað ég á að vera að gera. Núna er ég stödd á skrifstofunni að tölvast pínulíti áður en ég fer með flöskur í endurvinnslu, kaupi grunn á nýja kjallaravegginn og mála síðan fyrrnefndan grunninn á fyrrnefndan vegginn. Þetta eru næstu 3-4 tíma sem ég ræð nokkuð léttilega við. Allt annað veldur mér talsverður vankvæðum. T.d. morgundagurinn. Ég er í fríi þessa dagana og hef verið nú í ca. 10 daga. Annað kvöld er rennsli á Stútungasögu í Heiðmörk vegna þess að það er sýning á fimmtudagskvöldið (kl. 8 - miðaverð 500 kr.) Þetta man ég núna en aðeins vegna þess að faðir minn minnti mig á það fyrr í dag. Fljótlega eftir reyndi ég að skipuleggja kjallaraviðgerðir (í alvöru kjallara) um helgina og var rétt í þessu að muna eftir því að ég verð soldið upptekin þar sem ég er víst á leiðinni til Dalvíkur á föstudaginn (hinn mikli Fiskidagur - það verður sýning hjá okkur kl. 10 á laugardagsmorguninn) og kem aftur á sunnudaginn. Það gengur illa að halda þessum upplýsingum inni í hausnum og fremst í vitundinni því í hvert skipti sem ég einbeiti mér að einhverju öðru lekur út öll vitneskja um vikudaga og framtíðarplön. Það er víst kominn tími til að krota í lófana.
föstudagur, júlí 23, 2004
Hvað er skemmtilegra heldur en að fara í fýluferð upp í Heiðmörk í rigningunni? Tvisvar?!
Hnuss!
Kom á daginn að frilluhlutverkið sem ég átti að taka að mér var mannað og ég skyndalega komi í hlutverk illa gerðs hlutar. Verð því seint í sjónvarpinu og er merkilega sátt við það. Útvarpið dúkkaði hins vegar óvænt upp þarna og vildi fá smá bút úr leikritinu og tók ég þátt í því. Hef ekki hugmynd hvenær það verður flutt eða á hvaða stöð.
Má ekki vera að þessu rugli - þarf að einbeita mér að reikningunum.
Hnuss!
Kom á daginn að frilluhlutverkið sem ég átti að taka að mér var mannað og ég skyndalega komi í hlutverk illa gerðs hlutar. Verð því seint í sjónvarpinu og er merkilega sátt við það. Útvarpið dúkkaði hins vegar óvænt upp þarna og vildi fá smá bút úr leikritinu og tók ég þátt í því. Hef ekki hugmynd hvenær það verður flutt eða á hvaða stöð.
Má ekki vera að þessu rugli - þarf að einbeita mér að reikningunum.
Hún Sigga mín Lára er orðinn útvarpsbloggari með meiru eins og sjá má. Þeir sem taka vel ígrundað útvarpsefni fram yfir upplognar fréttir og gamanþáttaþunnyldi ætti að stilla á Rás 1 kl. 18:28 næstkomandi laugardag (á morgun.)
Sjálf er ég meira fyrir ljósvakamiðlana og hef verið skikkuð upp í Heiðmörk eftir svona hálftíma til að vera í atriði úr leikritinu fyrir einhverja sjónvarpsstöðina. Er annars kominn á skrítinn, rólegan stað sem mér dettur aðeins í hug að kalla stilluna fyrir storminn. Er með myndarlega reikningabunka fyrir framan mig sem ég þarf að klára pronto - helst áður en ég fer upp í Heiðmörk - og er svo bara að blogga í mestu makindum.
Sjálf er ég meira fyrir ljósvakamiðlana og hef verið skikkuð upp í Heiðmörk eftir svona hálftíma til að vera í atriði úr leikritinu fyrir einhverja sjónvarpsstöðina. Er annars kominn á skrítinn, rólegan stað sem mér dettur aðeins í hug að kalla stilluna fyrir storminn. Er með myndarlega reikningabunka fyrir framan mig sem ég þarf að klára pronto - helst áður en ég fer upp í Heiðmörk - og er svo bara að blogga í mestu makindum.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Þá er best að byrja að plögga - áður en ég fer í frí og inn í tölvulausa tilveru.
Leikfélagið Sýnir frumsýnir hina arfafyndnu Stútungasögu undir berum himni í Furulundi í Heiðmörk (afleggjari frá Suðurlandsvegi).
Frumsýning laugardaginn 24. júlí kl. 15:00 í Furulundi í Heiðmörk
2. sýning sunnudaginn 25. júlí kl. 16:00 í Furulundi í Heiðmörk
3. sýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20:00 í Furulundi í Heiðmörk
4. sýning laugardaginn 7. ágúst kl. 10:00 á Dalvík
Lokasýning laugardaginn 14. ágúst kl. 16 í Furulundi í Heiðmörk
Aðgangseyrir 500 kr. seðill (ATH getum ekki tekið kort). Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Miðapantanir í síma 616-7191 eða í tölvupósti synir@visir.is
Um leikritið og leikhópinn (sjá einnig frétt á www.leiklist.is):Í leikritinu er að finna ýmsar nýstárlegar kenningar um Íslandssöguna og það hvernig stóð á því að Ísland varð hluti af norska konungsveldinu áSturlungaöld. Þar er hulunni t.d. svipt af því hver skrifaði Njálu og því hvers vegna íslensk skáld voru alltaf að semja drápur til að flytja fyrirkóngafólkið í Noregi. Áhorfendur kynnast einnig frillulíferni biskups, berdreyminni yngismey og blómalestri. Húskarlar vega hver annan með sverðum,kyndlum er brugðið á loft og eldur lagður í bæi. Um þrjátíu manns taka þátt í uppfærslunni.
Leikfélagið Sýnir samanstendur af áhugaleikurum víðs vegar að af landinu, og er starfsemi félagsins fyrirferðamest yfir sumartímann en síðustu fimm árhefur félagið sett upp stóra útisýningu á hverju sumri. Í fyrra var Draumur á Jónsmessunótt, eftir William Shakespeare, sýndur í Elliðaárdalnum ogkomust færri að en vildu.
Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, sem lauk nýlega námi í leik við ArtsEd í London í Bretlandi og er þetta fyrsta stóraleikstjóraverkefni hans hér á landi. Hann mun fara með hlutverk Úlfhams í verki byggðu á Úlfhamssögu, sem Hafnarfjarðarleikhúsið ætlar að takast á viðí haust.Stútungasaga var fyrst sýnd af Hugleik vorið 1993 og hefur frá því verið sett upp af áhugaleikfélögum víða um land. Leikritið er eftir ÁrmannGuðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikfélagið Sýnir
Leikfélagið Sýnir frumsýnir hina arfafyndnu Stútungasögu undir berum himni í Furulundi í Heiðmörk (afleggjari frá Suðurlandsvegi).
Frumsýning laugardaginn 24. júlí kl. 15:00 í Furulundi í Heiðmörk
2. sýning sunnudaginn 25. júlí kl. 16:00 í Furulundi í Heiðmörk
3. sýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20:00 í Furulundi í Heiðmörk
4. sýning laugardaginn 7. ágúst kl. 10:00 á Dalvík
Lokasýning laugardaginn 14. ágúst kl. 16 í Furulundi í Heiðmörk
Aðgangseyrir 500 kr. seðill (ATH getum ekki tekið kort). Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Miðapantanir í síma 616-7191 eða í tölvupósti synir@visir.is
Um leikritið og leikhópinn (sjá einnig frétt á www.leiklist.is):Í leikritinu er að finna ýmsar nýstárlegar kenningar um Íslandssöguna og það hvernig stóð á því að Ísland varð hluti af norska konungsveldinu áSturlungaöld. Þar er hulunni t.d. svipt af því hver skrifaði Njálu og því hvers vegna íslensk skáld voru alltaf að semja drápur til að flytja fyrirkóngafólkið í Noregi. Áhorfendur kynnast einnig frillulíferni biskups, berdreyminni yngismey og blómalestri. Húskarlar vega hver annan með sverðum,kyndlum er brugðið á loft og eldur lagður í bæi. Um þrjátíu manns taka þátt í uppfærslunni.
Leikfélagið Sýnir samanstendur af áhugaleikurum víðs vegar að af landinu, og er starfsemi félagsins fyrirferðamest yfir sumartímann en síðustu fimm árhefur félagið sett upp stóra útisýningu á hverju sumri. Í fyrra var Draumur á Jónsmessunótt, eftir William Shakespeare, sýndur í Elliðaárdalnum ogkomust færri að en vildu.
Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, sem lauk nýlega námi í leik við ArtsEd í London í Bretlandi og er þetta fyrsta stóraleikstjóraverkefni hans hér á landi. Hann mun fara með hlutverk Úlfhams í verki byggðu á Úlfhamssögu, sem Hafnarfjarðarleikhúsið ætlar að takast á viðí haust.Stútungasaga var fyrst sýnd af Hugleik vorið 1993 og hefur frá því verið sett upp af áhugaleikfélögum víða um land. Leikritið er eftir ÁrmannGuðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikfélagið Sýnir
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Búningarnir eru komnir! Hjúkk - nú getum við loksins farið að æfa fyrir alvöru. Ég fæ þröngan grænan kjól með gullbryddingum á ermum og hálsmáli. Verð ofboðslega frilluleg og engin tjöld í sjónmáli. Ætla annars ekkert að tjá mig um æfinguna í gær - fá orð - lítil ábyrgð o.s.frv.
Mér til mikillar hrellingar heldur lífið áfram að gerast þótt ég sé að fíflast í einhverju leikriti. Ég á t.d. heimili sem þarf víst að hugsa um. Ég hef tekið þá ofur heilbrigðu ákvörðun að ekkert verði tekið til fyrr en ég sé farin í frí og er ég mjög sátt við hana. Það er öllu verra með kjallarann þar sem pípur eru að gefa sig og ekkert heitt vatn að hafa. Ég hef bara ekki tíma til að standa í þessu. Hringdi samt í ofurbissí pípara sem stofnunin skiptir mikið við og get sennilega fengið hann á föstudaginn. Verð líklegast að láta Helgu nágrannakonu sjá um öll smáatriði við að díla við hann. Nema Sigga Lára hafi einhvern tíma. Meh - þetta reddast. Á meðan geta strákarnir í kjallaranum bara skellt sér í sund - nógu gott er veðrið.
Hvað umheiminn almennt varðar - pólitíkst veðurfar og menningalega strauma - veit ég ekki betur en að hann sé ekki lengur til. Miðpunktur alheimsins er uppi í Heiðmörk og þeir sem mæta ekki og kíkja á listaverkið skulu fá að eiga mig á fæti (eða taka um fót minn - hvort heldur sem er.)
Góðar stundir.
Mér til mikillar hrellingar heldur lífið áfram að gerast þótt ég sé að fíflast í einhverju leikriti. Ég á t.d. heimili sem þarf víst að hugsa um. Ég hef tekið þá ofur heilbrigðu ákvörðun að ekkert verði tekið til fyrr en ég sé farin í frí og er ég mjög sátt við hana. Það er öllu verra með kjallarann þar sem pípur eru að gefa sig og ekkert heitt vatn að hafa. Ég hef bara ekki tíma til að standa í þessu. Hringdi samt í ofurbissí pípara sem stofnunin skiptir mikið við og get sennilega fengið hann á föstudaginn. Verð líklegast að láta Helgu nágrannakonu sjá um öll smáatriði við að díla við hann. Nema Sigga Lára hafi einhvern tíma. Meh - þetta reddast. Á meðan geta strákarnir í kjallaranum bara skellt sér í sund - nógu gott er veðrið.
Hvað umheiminn almennt varðar - pólitíkst veðurfar og menningalega strauma - veit ég ekki betur en að hann sé ekki lengur til. Miðpunktur alheimsins er uppi í Heiðmörk og þeir sem mæta ekki og kíkja á listaverkið skulu fá að eiga mig á fæti (eða taka um fót minn - hvort heldur sem er.)
Góðar stundir.
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Ég er vond frænka og hef ekki sinnt tilkynningaskyldunum sem ... ja skyldi. Ég var búin að minnast á að bróðir minn hefði eignast dóttur 8. júlí og að hún heitir Sigrún í Ýr í höfuðið á móður minni og móður sinni. En ég hef ekki komið með neinar myndir sem er auðvitað argasta hneisa. Verð að sjálfsögðu að bæta úr því í hvelli:
Ég verð að hætta að tala um leikmeiðsl mín - ég fæ sorglega litla samúð út úr því og hrín svo bara á mig meiri meiðslum í leiðinni. Sem dæmi: í gær tjáði ég mig um að ég yrði að hætta að leika áður en ég slasaði mig alvarlega. Síðan fór ég á leikæfingu þar sem ég flæktist í einhverrum rótartjáum og flaug á hausinn. Fyrsta hugsunin var að buxurnar hefðu rifnað og var mikill léttir að sjá að svo var ekki (bara soldið skítugar). Svo tók ég eftir hægri lófanum. Þetta er ekki skráma - það einfaldlega vantar myndarlegt stykki í holdið fyrri neðan þumalinn. Sem betur fer var hægt að redda pappír til að stöðva blóðrennslið og svo almennilegum plástri. Ég hef smá áhyggjur af því að ég eigi eftir að vera með holu í lófanum um alla framtíð en þó truflar það mig meira að einhvers staðar uppi í Heiðmörk (og ég veit nákvæmlega hvar) liggur lítill rotnandi bútur af mér.
mánudagur, júlí 19, 2004
Þetta er nú gæðamyndefnið sem Mogginn býður upp á. Ég tek það fram að ég hef ekkert minnkað myndina - hvorki að stærð né gæðum - svona er hún beint úr kúnni (Moggavefnum)
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir notaði góða veðrið í gær til að taka eina æfingu á leikritinu Stútungasaga í Heiðmörk.
Leikfélagið samanstendur af leiklistaráhugafólki úr leikfélögum um land allt sem sameinast á sumrin í Sýni, sem setur upp eina leiksýningu á sumri undir berum himni.
Stútungasaga er leikrit eftir þau Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Hjördísi Hjartardóttur og Þorgeir Tryggvason. Sagan gerist á Stútungaöld og gerist á þeim tíma er Íslendingar ganga Noregskonungi á hönd.
Á myndinni gefur að líta brúðkaup þeirra Jórunnar Ásgrímsdóttur og Haka Granasonar en þau Anna Bergljót Thorarensen og Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson eru í hlutverkum þeirra. Guðjón Pálmason leikstýrir sýningunni.
Stútungasaga verður frumsýnd í Furulind í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan 15.
Það var s.s. þessi líka dýrindis 6 tíma æfing í Heiðmörkinni í gær - glampandi sól, gargandi krakkar og ljósmyndari frá Morgunblaðinu. Ég er pínu útitekin.
Það er reyndar heila sannleikur - var dugleg að maka á sólarvörninni og er ekkert bruninn þrátt fyrir viðveru hinnar stórhættulegu Íslandssólar. En hvernig var máltækið aftur ... þegar Guð opnar einhvers staðar glugga skellir hann aftur hurð með svo miklum látum að glymur um allt himnaríki og englar detta á bossann. Eitthvað í þá veru. Er blessunalega brunalaus - og meira að segja óðelilega spræk í bakinu - en er komin með glæsilegt mýbit á vinstri öxl og er með svo miklar harðsperrur í hægra (og bara hægra) læri að ég er varla gangfær. Hef komist að þeirri niðurstöðu að leiklist er íþrótt og þar sem íþróttaiðkunargenið er ekki til í minni fjölskyldu er mál komið að ég dragi mig í hlé áður en ég slasa mig virkilega alvarlega. Auðvitað ekki fyrr en eftir þessa sýningu. Frillur Geirs bjúga eru jú lykillinn að öllu verkinu.
En það var líka gott veður á laugardaginn og þar sem okkur hafði verið bolað úr Furulundinum fundum við annan lund til að vera í og héngum þar í hálfgerðu skipulagsleysi fram eftir degi. Kannski var veðrið bara of gott:
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir notaði góða veðrið í gær til að taka eina æfingu á leikritinu Stútungasaga í Heiðmörk.
Leikfélagið samanstendur af leiklistaráhugafólki úr leikfélögum um land allt sem sameinast á sumrin í Sýni, sem setur upp eina leiksýningu á sumri undir berum himni.
Stútungasaga er leikrit eftir þau Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Hjördísi Hjartardóttur og Þorgeir Tryggvason. Sagan gerist á Stútungaöld og gerist á þeim tíma er Íslendingar ganga Noregskonungi á hönd.
Á myndinni gefur að líta brúðkaup þeirra Jórunnar Ásgrímsdóttur og Haka Granasonar en þau Anna Bergljót Thorarensen og Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson eru í hlutverkum þeirra. Guðjón Pálmason leikstýrir sýningunni.
Stútungasaga verður frumsýnd í Furulind í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan 15.
Það var s.s. þessi líka dýrindis 6 tíma æfing í Heiðmörkinni í gær - glampandi sól, gargandi krakkar og ljósmyndari frá Morgunblaðinu. Ég er pínu útitekin.
Það er reyndar heila sannleikur - var dugleg að maka á sólarvörninni og er ekkert bruninn þrátt fyrir viðveru hinnar stórhættulegu Íslandssólar. En hvernig var máltækið aftur ... þegar Guð opnar einhvers staðar glugga skellir hann aftur hurð með svo miklum látum að glymur um allt himnaríki og englar detta á bossann. Eitthvað í þá veru. Er blessunalega brunalaus - og meira að segja óðelilega spræk í bakinu - en er komin með glæsilegt mýbit á vinstri öxl og er með svo miklar harðsperrur í hægra (og bara hægra) læri að ég er varla gangfær. Hef komist að þeirri niðurstöðu að leiklist er íþrótt og þar sem íþróttaiðkunargenið er ekki til í minni fjölskyldu er mál komið að ég dragi mig í hlé áður en ég slasa mig virkilega alvarlega. Auðvitað ekki fyrr en eftir þessa sýningu. Frillur Geirs bjúga eru jú lykillinn að öllu verkinu.
En það var líka gott veður á laugardaginn og þar sem okkur hafði verið bolað úr Furulundinum fundum við annan lund til að vera í og héngum þar í hálfgerðu skipulagsleysi fram eftir degi. Kannski var veðrið bara of gott:
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Við Sigga Lára vorum um daginn að ræða um ... ja hvað vorum við að ræða um? Heilinn á mér er álíka áreiðanlegur og ryðguð sigti þessa dagana. Mig rámar í að um hafi verið að ræða eitt stykki samtal. Eitthvað held ég að það hafi tengst kaupum okkar á DVD pökkum. Eina sem ég veit með vissu að eftir liggur löngun til að linka á Amazon óskalistann minn (sjá linka hér á hægri hönd) í þeirri veiku von um að góðhjörtuð sál muni aumka sig yfir mér og kaupa handa mér dót algjörlega að óþörfu. Gæti gerst! Litli bróðir minn er farinn að drekka kaffi þannig að ekkert er ómögulegt.
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Af hverju get ég ekki haldið úti almennilegri fýlu svona einu sinni? Þessi varði rétt svo í sólarhring og gufaði síðan upp eins og dögg fyrir sólu. Og það þótt að slagveður hafi verið í Heiðmörk í gærkvöldi. Endurskoðum listann:
- bak sem vill ekki lagast (ekki svo slæmt eins og er)
- óklífanlegt reikningafjall (reikningar smeikningar)
- æfingar á hverju kvöldi næsti 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn (þá klæðir maður sig bara vel unga stúlka - svo vel að maður á föt afgangs til að lána illa klæddum vesalingum)
- engan möguleika á að taka frí þessa viku eða næstu (en svo fer ég líka í tveggja vikna frí - ekki amalegt)
- ennþá enga heimatölvu (en er með glænýja vinnutölvu)
- enga peninga (hver getur ekki lifað á loftinu?)
- enga sól (eins gott - þetta er stórhættulegur andskoti)
- enga glætu (tralalala)
- engan sundbol (ég á tvo gamla sundboli sem ég nota bara í neyð - og ætti að geta náð í þann þriðja til Nönnu í hádeginu)
- ósamstarfsfúsa ketti (þetta eru ágætis grey)
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð (smæl!)
Ekki að allt sé sólskin og spékoppar þessa dagana. Ég stend sjálfa mig að því að stressa mig út af smáatriðum í samandi við leikritið nú þegar það eru bara 10 dagar í frumsýningu. Smáatriðum sem ég hef enga stjórn á og eru engan veginn mín ábyrgð - hlutum eins og skiptingum, tæmingum, staðsetningu áhorfenda, leikmunum og búningum. Ekkert sem er í mínum verkahring að hafa áhyggjur af. Í raun þarf ég bara að muna mína söngtexta og þessar tvær og hálfa setningu sem mér voru úthlutaðar og mæta á réttum tíma. Kannski er ég bara vön að vita meira hvar hlutirnir eru staddir á þessum tímapunkti. Ég er a.m.k. búin að venja mig á það að hafa áhyggjur af gervunum og þar sem engir búningar hafa sést ennþá - engin mál hafa t.d. verið tekin af leikurum og ég er manneskja sem þarf helst að taka mál af ef vel á að fara1 - er mig pínulítið farið að klæja í puttana að skipta mér af. Sem er auðvitað helber flónska. Ég er loksins búin að koma mér í þetta fína ábyrgðarlausa hlutverk og er svo að sækjast eftir óþarfa hausverk!
1Kannski er hugmyndin af setja mig í tjald eins og í Sirkus. Ég sem var að vonast eftir því að þar sem ég leik nú frillu fengi ég að hafa mitti svona einu sinni.
- bak sem vill ekki lagast (ekki svo slæmt eins og er)
- óklífanlegt reikningafjall (reikningar smeikningar)
- æfingar á hverju kvöldi næsti 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn (þá klæðir maður sig bara vel unga stúlka - svo vel að maður á föt afgangs til að lána illa klæddum vesalingum)
- engan möguleika á að taka frí þessa viku eða næstu (en svo fer ég líka í tveggja vikna frí - ekki amalegt)
- ennþá enga heimatölvu (en er með glænýja vinnutölvu)
- enga peninga (hver getur ekki lifað á loftinu?)
- enga sól (eins gott - þetta er stórhættulegur andskoti)
- enga glætu (tralalala)
- engan sundbol (ég á tvo gamla sundboli sem ég nota bara í neyð - og ætti að geta náð í þann þriðja til Nönnu í hádeginu)
- ósamstarfsfúsa ketti (þetta eru ágætis grey)
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð (smæl!)
Ekki að allt sé sólskin og spékoppar þessa dagana. Ég stend sjálfa mig að því að stressa mig út af smáatriðum í samandi við leikritið nú þegar það eru bara 10 dagar í frumsýningu. Smáatriðum sem ég hef enga stjórn á og eru engan veginn mín ábyrgð - hlutum eins og skiptingum, tæmingum, staðsetningu áhorfenda, leikmunum og búningum. Ekkert sem er í mínum verkahring að hafa áhyggjur af. Í raun þarf ég bara að muna mína söngtexta og þessar tvær og hálfa setningu sem mér voru úthlutaðar og mæta á réttum tíma. Kannski er ég bara vön að vita meira hvar hlutirnir eru staddir á þessum tímapunkti. Ég er a.m.k. búin að venja mig á það að hafa áhyggjur af gervunum og þar sem engir búningar hafa sést ennþá - engin mál hafa t.d. verið tekin af leikurum og ég er manneskja sem þarf helst að taka mál af ef vel á að fara1 - er mig pínulítið farið að klæja í puttana að skipta mér af. Sem er auðvitað helber flónska. Ég er loksins búin að koma mér í þetta fína ábyrgðarlausa hlutverk og er svo að sækjast eftir óþarfa hausverk!
1Kannski er hugmyndin af setja mig í tjald eins og í Sirkus. Ég sem var að vonast eftir því að þar sem ég leik nú frillu fengi ég að hafa mitti svona einu sinni.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Ég vildi bara koma því til skila að lífið er ömurlegt. Því til sönnunar hef ég:
- bak sem vill ekki lagast
- óklífanlegt reikningafjall (fyrir hverja 20 sem ég klára fæ ég svona 50 nýja í andlitið)
- æfingar á hverju kvöldi næsti 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn
- engan möguleika á að taka frí þessa viku eða næstu
- ennþá enga heimatölvu
- enga peninga
- enga sól
- enga glætu
- engan sundbol
- ósamstarfsfúsa ketti
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð
Einnig er mig farið að gruna að ég sé að verða veik - annað hvort það er bara dauðþreytt á sál og líkama. Í öllu falli hefði ég gott af almennilegu fríi og góðri hvíld en alas það er ekki á dagskrá. Venjubundið félags og fjölskyldulíf verður líka að fá að bíða betri tíma. Vill einhver rota mig næst þegar mér dettur í hug að taka þátt í leiksýningu?
Takk fyrir áheyrn
- bak sem vill ekki lagast
- óklífanlegt reikningafjall (fyrir hverja 20 sem ég klára fæ ég svona 50 nýja í andlitið)
- æfingar á hverju kvöldi næsti 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn
- engan möguleika á að taka frí þessa viku eða næstu
- ennþá enga heimatölvu
- enga peninga
- enga sól
- enga glætu
- engan sundbol
- ósamstarfsfúsa ketti
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð
Einnig er mig farið að gruna að ég sé að verða veik - annað hvort það er bara dauðþreytt á sál og líkama. Í öllu falli hefði ég gott af almennilegu fríi og góðri hvíld en alas það er ekki á dagskrá. Venjubundið félags og fjölskyldulíf verður líka að fá að bíða betri tíma. Vill einhver rota mig næst þegar mér dettur í hug að taka þátt í leiksýningu?
Takk fyrir áheyrn
mánudagur, júlí 12, 2004
föstudagur, júlí 09, 2004
Ég held að ég sé búin að átta mig á þessum bakveikisvandamálum - þ.e.a.s. er komin með líklega orsök. Er með skrifstofustól dauðans. Ég var í fríi í gær á meðan ég passaði Gísla Hrafn og Hebu (foreldrar þeirra fóru á spítalann að eiga barn - sem fæddist í gærkvöldi - Sigrún Ýr, 18 merkur!) og bakið mitt snarbatnaði. Svo í morgun var ég búin að sitja í vonda stólnum í svona korter þegar ég fann að bakið var allt að stífna upp á nýtt. Fór því og náði í gamlan skrifstofustól inni í geymslu og það er allt annað líf. Þarf að vísu að taka armana af honum og ég hefði örugglega bara gott af því að fara í sund en þetta horfir allt á bjartari og betri veg.
Næst á dagskrá er að kíkja aftur út á nes og heilsa upp á nýju frænkuna (þau koma heim af spítalanum í dag) og svo held ég svei mér þá að ég komist á æfingu í kvöld.
Næst á dagskrá er að kíkja aftur út á nes og heilsa upp á nýju frænkuna (þau koma heim af spítalanum í dag) og svo held ég svei mér þá að ég komist á æfingu í kvöld.
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Jæja ágæta bakveika fólk - nú vantar mig ráðleggingar. Þannig er að ég byrjaði að fá í bakið fyrir rúmum tveimur vikum og það virðist ekkert ætla að lagast. Fram að þessu hef ég þó getað haldið verkjunum í skefjum með ABC hitaplástrum. En eitthvað gerðist um helgina. Sennilega hefur álagið við langt ferðalag fram og til baka svo og lega á hörðum dýnum haft sitt að segja. Ný er ég nefnilega ómöguleg - bakið allt stíft og aumt - mjóbakið allra verst - og plástrarnir gera lítið sem ekkert gert. Er að bryðja ibúfen og naproxen en er samt illt. Spurningin er hvort ég eigi að fara til læknis og láta hana segja mér að taka íbúfen og fara í sund eða hvort ég eigi að koma mér til sjúkraþjálfara. Er ég að gleyma einhverri töfralausn? Hvað mundu þið gera?
mánudagur, júlí 05, 2004
Status:
Tölva: í lamasessi
Bak: ónýtt
Þreyta: 96% (ef 100% er dásvefn)
Ánægja með helgina: 124%
Fjöldi fyrrum skólasystkina sem kynni voru endurnýjuð við: 2 (Ásaskóli, Verzló)
Dagar þangað til bróðurdóttir mín fæðist: 4
Vilji til að mæta á æfingu í kvöld: 13%
Vinna sem bíður mín: of mikil til þess að ég geti dúllað mér við blogg alveg strax
Þarf líka að koma myndunum inn áður en ég get sagt almennilega frá helginni.
Tölva: í lamasessi
Bak: ónýtt
Þreyta: 96% (ef 100% er dásvefn)
Ánægja með helgina: 124%
Fjöldi fyrrum skólasystkina sem kynni voru endurnýjuð við: 2 (Ásaskóli, Verzló)
Dagar þangað til bróðurdóttir mín fæðist: 4
Vilji til að mæta á æfingu í kvöld: 13%
Vinna sem bíður mín: of mikil til þess að ég geti dúllað mér við blogg alveg strax
Þarf líka að koma myndunum inn áður en ég get sagt almennilega frá helginni.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Ég get svarið það að ég svindlaði ekki!
Þú hefur hlotið 51 stig
Persónuleiki þess sem fær á milli 51-60 stig:
Fólki finnst þú spennandi, mjög hviklynd og hvatvís persóna sem búir yfir sönnum hæfileikum til stjórnunar. Þú ert fljót að taka ákvarðanir, þó þær reynist ekki alltaf réttar. Fólki finnst þú djörf persóna sem sért tilbúin til að taka áhættu og njótir ævintýranna sem þú tekur þátt í. Fólk nýtur návista við þig vegna orkunnar sem er allt í kringum þig.
"Persónuleikaprófið"
Orð á borð við "hvatvís", "stjórnun", "djörf" og "orka" notuð í tengslum við mig? Augljóslega ekkert að marka þetta.
Þú hefur hlotið 51 stig
Persónuleiki þess sem fær á milli 51-60 stig:
Fólki finnst þú spennandi, mjög hviklynd og hvatvís persóna sem búir yfir sönnum hæfileikum til stjórnunar. Þú ert fljót að taka ákvarðanir, þó þær reynist ekki alltaf réttar. Fólki finnst þú djörf persóna sem sért tilbúin til að taka áhættu og njótir ævintýranna sem þú tekur þátt í. Fólk nýtur návista við þig vegna orkunnar sem er allt í kringum þig.
"Persónuleikaprófið"
Orð á borð við "hvatvís", "stjórnun", "djörf" og "orka" notuð í tengslum við mig? Augljóslega ekkert að marka þetta.
miðvikudagur, júní 30, 2004
Það er spurning...
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að útskýra fyrir umheiminum ást okkar Auðar á Barböru Streisand ballöðunni "Woman in love." Þarfnast slíkt einhverrar útskýringar? Ég hélt ekki en eftir Júróvisjón partýið góða þar sem einhverjum ofbauð víst dívulegur flutningur okkar á téðu lagi (ég veit ekki hver en einhver mun hafa tautað "Guð minn almáttugur" á meðan á ósköpunum stóð) hefur þetta virkilega legið á sál minni.
Eins og svo margt annað gott í mínu lífi byrjaði þetta sem brandari. Í hópkarókívímupartýi heima hjá Auði fyrir nokkrum árum áður var hún neydd til að taka þetta lag í einsöng og var ekki mjög skemmt. Síðar í annars konar (áfengis)vímu vorum við tvær að spasla saman enn einum kjánakaflanum í Ástríki og kom einhver staðar upp sú hugmynd að láta persónur okkar taka þetta lag í karókí (write what you know segja þeir). Eftir að hafa haft upp á textanum á netinu og komist að því hversu arfavondur hann er í raun og veru spratt upp sú hugmynd að íslenska hann með stæl og laga að sögunni. Að sjálfsögðu var passað að halda sama gæðastíl í textagerð og fröken Streisand hafði sett sér. Texta dæmi:
Þarna þótti okkur vel að verki staðið og var afraksturinn settur í söguna. Síðan tóku við ófáar áskoranir á báða bóga að taka þetta lag einhvern tímann í karókí. Tækifærið bauðst hins vegar ekki fyrr en á títtnefnda Júróvisjón nótt. Sjálfar vorum við afskaplega ánægðar með að fá loksins tækifæri til að fremja tónlist sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í mörg ár en greinlegt er að sumum hefur ofboðið. Við þessa suma segi ég bara :þ
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að útskýra fyrir umheiminum ást okkar Auðar á Barböru Streisand ballöðunni "Woman in love." Þarfnast slíkt einhverrar útskýringar? Ég hélt ekki en eftir Júróvisjón partýið góða þar sem einhverjum ofbauð víst dívulegur flutningur okkar á téðu lagi (ég veit ekki hver en einhver mun hafa tautað "Guð minn almáttugur" á meðan á ósköpunum stóð) hefur þetta virkilega legið á sál minni.
Eins og svo margt annað gott í mínu lífi byrjaði þetta sem brandari. Í hópkarókívímupartýi heima hjá Auði fyrir nokkrum árum áður var hún neydd til að taka þetta lag í einsöng og var ekki mjög skemmt. Síðar í annars konar (áfengis)vímu vorum við tvær að spasla saman enn einum kjánakaflanum í Ástríki og kom einhver staðar upp sú hugmynd að láta persónur okkar taka þetta lag í karókí (write what you know segja þeir). Eftir að hafa haft upp á textanum á netinu og komist að því hversu arfavondur hann er í raun og veru spratt upp sú hugmynd að íslenska hann með stæl og laga að sögunni. Að sjálfsögðu var passað að halda sama gæðastíl í textagerð og fröken Streisand hafði sett sér. Texta dæmi:
I am a woman in love
and I'll do anything to get you into my world and hold you within. It's a right that I defend over and over again. What do I do? |
Ég er vinkona þín
og ég geri allt til þess að halda í þig ég sleppi þeir ei Þú er allt sem ég á aftur og aftur ætíð Hvað geri ég nú? |
Þarna þótti okkur vel að verki staðið og var afraksturinn settur í söguna. Síðan tóku við ófáar áskoranir á báða bóga að taka þetta lag einhvern tímann í karókí. Tækifærið bauðst hins vegar ekki fyrr en á títtnefnda Júróvisjón nótt. Sjálfar vorum við afskaplega ánægðar með að fá loksins tækifæri til að fremja tónlist sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í mörg ár en greinlegt er að sumum hefur ofboðið. Við þessa suma segi ég bara :þ
Já ég gleymdi - tók nokkrar myndir af krakkaormunum hennar Emblu um daginn.
Fór annars með þeim í sund í hádeginu í gær. Þær eru skondnar. Ofboðslega ólíkar systur. Venjulega er Ragnheiður Dís öll á iði, klifrand og garandi - almennilega skvetta - á meðan eldri systir hennar er rólegri og yfirvegaðri. Ekki kannski alvarleg en talsvert minna fyrir öfgarnar. Hefur t.a.m. ekki slasað sig jafn oft og litla systir. Svo er þeim dýpt í vatn og eitthvað undarlegt gerist - þær skiptast á persónuleikum. Sigga Vigga verður manísk - hoppar og skoppar í lauginn og er slétt sama þótt hún kunni ekki að synda. Ragnheiður Dís hins vegar rígheldur í hálsinn á mömmu sinni og þorir ekki einu sinni að láta lappirnar leita að botninum. Henni fannst nú samt gaman - þarf bara að fá að venjast lauginni smám saman. Maður þurfti sífellt að fullvissa hana um að það væri allt í lagi þótt hún buslaði með fótunum eða settist í heita pottinum - maður mundi ekki sleppa. Fyrir rest var hún farin að sitja ein og óstudd - þótt annað hvort ég eða Embla hafi auðvitað alltaf verið aðeins í nokkurra sentimetra fjarlægð. Á meðan gerði Sigga Vigga sitt besta til að drekkja sér og var vatnsrennibrautinn óspart nýtt. Ég prófaði að fara einu sinni með hana en það var ekki svo sniðugt þannig að hún fór bara alein eftir það. Og hefði ekki getað verið sáttari.
Fór annars með þeim í sund í hádeginu í gær. Þær eru skondnar. Ofboðslega ólíkar systur. Venjulega er Ragnheiður Dís öll á iði, klifrand og garandi - almennilega skvetta - á meðan eldri systir hennar er rólegri og yfirvegaðri. Ekki kannski alvarleg en talsvert minna fyrir öfgarnar. Hefur t.a.m. ekki slasað sig jafn oft og litla systir. Svo er þeim dýpt í vatn og eitthvað undarlegt gerist - þær skiptast á persónuleikum. Sigga Vigga verður manísk - hoppar og skoppar í lauginn og er slétt sama þótt hún kunni ekki að synda. Ragnheiður Dís hins vegar rígheldur í hálsinn á mömmu sinni og þorir ekki einu sinni að láta lappirnar leita að botninum. Henni fannst nú samt gaman - þarf bara að fá að venjast lauginni smám saman. Maður þurfti sífellt að fullvissa hana um að það væri allt í lagi þótt hún buslaði með fótunum eða settist í heita pottinum - maður mundi ekki sleppa. Fyrir rest var hún farin að sitja ein og óstudd - þótt annað hvort ég eða Embla hafi auðvitað alltaf verið aðeins í nokkurra sentimetra fjarlægð. Á meðan gerði Sigga Vigga sitt besta til að drekkja sér og var vatnsrennibrautinn óspart nýtt. Ég prófaði að fara einu sinni með hana en það var ekki svo sniðugt þannig að hún fór bara alein eftir það. Og hefði ekki getað verið sáttari.
Fallegi bíllinn minn er farinn. Ég seldi fyrsta bílinn sem ég eignaðist í gær og vona bara að Embla feri um hann mjúkum höndum. Það var grunsamlega auðvelt að ná í hann á bílasöluna. Ég bara rölti inn, sagðist vera að ná í bílinn minn og fékk lyklana. Engin pappírsvinna, engin sönnunarkrafa á því að ég ætti í raun bílinn. Eygi þarna gullið gróðatækifæri...
Síðan þegar við Embla vorum búnar að skrifa undir okkar pappíra, koma lyklum í réttar hendur og setja barnabílstólana á sína staði skildu leiðir okkar og ég brunaði út á nes með umslag með 160 þúsund krónum í fimm þúsund köllum.
Sú ánægjulega tilbreyting átti sér stað að engin tölva kom nálægt þessu viðskiptum. Millifærsla smillifærsla.
Síðan þegar við Embla vorum búnar að skrifa undir okkar pappíra, koma lyklum í réttar hendur og setja barnabílstólana á sína staði skildu leiðir okkar og ég brunaði út á nes með umslag með 160 þúsund krónum í fimm þúsund köllum.
Sú ánægjulega tilbreyting átti sér stað að engin tölva kom nálægt þessu viðskiptum. Millifærsla smillifærsla.
þriðjudagur, júní 29, 2004
Allt að gerast. Ég er sennilega búin að selja bílinn minn; Embla ætlar að kaupa hann á hagstæðu verðu. Ég er loksins byrjuð á eldhúsframkvæmdunum í kjallaranum - vantar bara vegg sem kemur vonandi á morgun. Er á leið á Trékyllisvík um helgina ásamt Siggu Láru, Nönnu, Steina og Hraunmönnum. Munum gista á Djúpuvík fyrri nóttina, Trékyllisvík þá síðar eftir Hraunballið og almennt njóta íslenskrar náttúru. Það verður alltaf bara gaman. Bakið virðist eitthvað vera að skána og er ég fallin frá þeirri sjúkdómsgreiningu að ég sé komin með brjósklos - þetta var sennilega bara heiftarleg vöðvabólga. Því ætla ég í sund í hádeginu. Skal í Árbæjarlaug ásamt Emblu og stelpunum.
Heimatölvan er ennþá jafn dauð.
Heimatölvan er ennþá jafn dauð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)