Allt morandi í menningu.

Dr. Tóta og Hrefna Friðriks eru ofvirkar konur tvær. Tvö verk eftir Tótu voru frumsýnd í apríl - hvort öðru skemmtilegra. Því miður voru aðeins tvær sýningar af
Mærþöll en
Systur er ennþá verið að sýna í Möguleikhúsinu og svíkur engan. Hrefna, ásamt því að leikstýra
Mærþöll, skrifaði, ja, tvíþáttung nokkurn sem heitir
Lán í óláni og verður sýndur í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi fimmtudag og sunnudag. Ég á í stökustu vandræðum með að skilgreina hann - þetta er farsi en þó ekki, gamanleikur með broddi, heilt leikrit í hálfri lengd. Lýsingin á
leiklist.is segir það best.
Talandi um menningu... ég dundaði mér við það í morgun að heimsækja heimasíður hinna ýmsu stjórnmálaflokka og reyna að komst til botns í því hvaða skoðun þeir hefðu á (vanda)málum tónlistarskólanna.
D listinni: Það er þrautinni þyngra að finna einfaldan lista yfir helstu stefnumál þeirra. Þó gróf ég upp
þessa grein þar sem segir m.a.:
Þegar ákvörðun var tekin að loka á greiðslur til nemenda utan borgarmarkanna þá spöruðust umtalsverðar upphæðir sem nota átti til þess að stytta biðlista nemenda í Reykjavík. Það var ekki gert heldur var sparnaðurinn sem var um 80 milljónir króna tekinn út úr málaflokknum og færður annað.
...
Það er eins og borgaryfirvöld telji að binda þurfi allt í reglugerð og skín þar í gegn tortryggni um að stjórnendum tónlistarskólanna sé yfirhöfuð treystandi. Hins vegar hefur þessi reglugerðarsmíð tekið langan tíma og ljóst að senn er komið að því að einhverjar reglur verði að líta dagsins ljós og gef ég ekkert út hér hver afstaða okkar Sjálfstæðismanna kann að verða í þeim málumS.s. nóg um blemmeringar á R listann - og á hann það eflaust skilið - en enginn lausn í sjónmáli.
S listinn: Tjáir sig um tónlistarskólana í
þessari grein á eftirfarandi hátt:
Borgin hefur haft forgöngu um það þarfa mál að kalla eftir nýjum lögum um tónlistarnám, að ríkið axli ábyrgð á framhaldsnámi í þessari grein eins og öðrum og allt landið verði eitt skólahverfi fyrir tónlistarnema.
...
Sveitarfélögin hafa sameinast um þá kröfu á hendur ríkinu að það taki ábyrgð á framhaldsnámi í tónlist. ... Málið er enn óleyst.
...
Með því að setja aldurshámark er borgin ekki að fækka nemendum sem eiga kost á að stunda tónlistarskólanám, heldur að forgangsraða fjármunum og gefa fleira ungu fólki tækifæri til að læra í tónlistarskólum. Þessi regla sparar því enga peninga. Hún kann að hvetja nemendur til hraðari námsframvindu þegar vitað er að námið verði mun dýrara fyrir einstaklinginn eftir að ákveðnum aldri er náð. Ljóst er að allflestir þeir sem hefja tónlistarskólanám á unga aldri eiga að hafa möguleika á að ljúka framhaldsnámi í tónlist á þessum tíma. Menntaráð borgarinnar getur veitt undanþágu frá þessum aldursmörkum vegna einstakra nemenda að undangengnu áliti fagnefndar. S.s. skellir allri ábyrgð yfir á ríkið og ætlar greinilega ekki að gera nokkuð fyrr en ríkið breytir sínum lögum. Ég er reyndar sammála því að ríkið eigi að hafa umsjón með tónlistarskólunum frekar en sveitafélögin. Aldurshámarkið er hins vegar jafn afkárlegt og það hefur alltaf verið.
B listinn: býður upp á einfaldan og skipulagðan lista yfir helstu
stefnumál þar sem ekki er minnst einu orði á tónlistarskóla. Sennilega finnst þeim það ekki koma þeim við:
B-listinn leggur áherslu á að Reykjavík eflist sem höfuðborg mennta og menningar í landinu; alþjóðleg borg með frjóu, metnaðarfullu listalífi og fjölbreyttu mannlífi. Gott og blessað og gjörsamlega gagnslaust.
V listinn: Ég fann enga almenna stefnuyfirlýsingu fyrir Reykjavíkurborg. Því síður upplýsingar um skoðun
flokksins á tónlistarnámi. Hins vegar er hægt að finna lista yfir almenn
baráttumál V listans og hefur hann eftirfarandi að segja um menntamál:
Jafngild tækifæri – Skóli án aðgreiningar - Tryggja ber að allir nemendur eigi jafnan rétt og jafna möguleika á að stunda nám þar sem hæfileikar þeirra njóta sín best. Skólar þurfa að geta mætt þörfum hvers og eins og aflað þekkingar og kunnáttu á ólíkum sviðum. Slíkt verður einungis kleift með öflugu opinberu skólakerfi frá leikskóla og upp í háskóla.
Hvað sem það þýðir. Er til of mikils mælst að stjórnmála flokkar segi á einfaldan hátt hvað þeir í raun meina?
Ekki svara mér.
F listinn:
Vill frítt í strætó. Ok - kannski ekki sanngjarnt. Ég leitaði betur og fann
þetta. Þarna er samt hvergi minnst á eldri nemendur og greinilegt gert ráð fyrir að allir í tónlistarnámi séu á unglingsaldri.
Málefnahandbók F listans.